Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Page 15
aB feröast sumariö eftir um Vestfirði,
en af þvi gat ekki oröið, þar sem Matt-
hildur lézt veturinn eftir.
Halldór Jónsson tók virkan þátt i öll-
um framfaramálum i ólafsvik, hann
átti sæti i hafnarnefnd I mörg ár,
bygging hafnarinnar var hans hjart-
ans áhugamál. Hann vissi af eigin
reynslu, hvab þaö var að berjast hér
viö hafnleysiö árum saman, sæta
sjávarföllum, vakta bátana allan
sólarhringinn, sifellt erfiði og tjón á
bátunum.
Ég minnist þess ávallt, þegar við i
Olafsvik, tókum þá ákvörðun 1962 aö
hefja stórsókn i byggingu nýrrar hafn-
ar, þá var uppörvandi aö hafa Halldór
Jónsson sér við hliö, þegar viö fórum á
fund þingmanna og ráöherra, var
ekkert tæpitungumál talað við þessa
ráöamenn þjóöarinnar. Sóknin var
hafin, uppbygging hafnarinnar hefur
staöið óslitið siöan á hverju ári, gób
fiskibátahöfn orðin veruleiki. bótt'
Halldór hafi ekki verið beinn þátttak-
andi öll þessi ár, hefur hann ávallt
verið hvetjandi til nýrra og stærri
átaka. Ég minnist þess, er hann sagði
á fundi meö einum ráðherranum 1962:
,,Ef viö fáum aö byggja þessa höfn,
skal ég ábyrgjast aö hiin verður oröin
yfirfull af bátum áöur en hún veröur
fullbyggö”. Þetta urðu orð að sönnu,
þvi að á vertið hér i vetur 1973 eru
geröir út frá Ólafsvik 32 bátar á neta-
vertið — höfnin yfirfull og vel það.
begar rætt var sl. sumar um hafnar-
framkvæmdir næstu 4 ár og ráðamenn
hér heima voru sammála tillögu
Hafnamálastofnunarinnar um stór-
fellda stækkun hafnarinnar inn i Ytra-
klif, kom Halldór Jónsson að máli við
mig og lýsti yfir gleði sinni, „þetta
tekst vinur með samstilltu átaki”. Það
er sannarlega uppörvandi, þegar unn-
iö er að framfaramálum i litlu byggö-
arlagi eins og Ólafsvik, að eiga sam-
feröamenn eins og Halldór Jónsson
var, djarfur, stórhuga, hvetjandi.
Þegar ákveðið var að byggja ver-
búöir fyrir bátaflotann, koma upp full-
kominni veiðarfæraaðstöðu með
frystigeymslu fyrir hvern bát, var
Halldór einn þeirra útgerðarmanna
hér, sem beitti áhrifum sinum i að
sameina alla útgerðarmenn i félags-
stofnun með hreppssjóöi til að byggja
sameiginlega slika aðstöðu. Þetta
tókst, og er nú þegar búiö að byggja 17
slikar verbúðir.
Halldór Jónsson átti sæti i stjórn
Hraðfrystihúss Ólafsvikur h/f,Hóla-
völlum h/f og Fiski og sildarverk-
smiðjunnar h/f. Hann var áhrifamaö-
íslendingaþættir
Sigfinnur
Sælir eru hjartahreinir þvi þeir
munu Guð sjá. (Jóhannesar Guð-
spjall.)
Nokkru fyrir hádegi 23. marz
fregnaði ég andlát vinar mins Sigur-
finns Guðnasonar frá Stardal á
Stokkseyri, að hann hafði látizt af slys-
förum kvöldinu áður. Ég trúði þessu
ekki. Ekki var það, að ég ekki vissi, að
hann væri dauðlegur eins og aðrir
menn, heldur hitt, að maður með aðra
eins sjónvidd og verkhyggni skyldi
falla þannig fyrir sverði dauðans. Hér
hefur feigðin slegið ofurkappsmanninn
blindu, og henni verður aldrei umþok-
að.
Sigurfinnur fæddist 1. nóvember
1915, sonur hjónanna Guðfinnu
Finnsdóttur og Guðna Halldórssonar,
sem bjugjgu i Stardal allan sinn búskap
og þar ólst Sigurfinnur upp og bjó þar
æ siðan til æviloka.
Með örfáum orðum skal hans minnzt
með þakklæti og virðingu. Gæt þú min
þögn, grip þú um hönd mina og stöðva
pennann, ef hugur minn meyrnar, eða
þá að hann hopar frá að segja satt og
bera sannleikanum vitni, — annað
hæfir ekki Sigurfinni.
Arið 1956 kynntist ég honum á
heimili hans og þeirra hjóna Sólveigar
Sigurðardóttur, og tel ég þau kynni
mér ávallt til mikils ávinnings. Ég
þóttist finna hjá honum eitthvað það,
sem ég hafði ekki hjá öðrum fundið, og
ur i samtökum útgerðarmanna heima
og heiman, landsþekktur athafnamað-
ur, sem naut alls staðar trausts og
virðingar.
Nú þegar Halldór Jónsson er allur,
vil ég fyrir hönd ibúa ólafsvikur flytja
honum þakkir okkar allra fyrir hans
mikla framlag fyrr og siðar til eflingar
okkar kæra byggðarlags. Börnum
hans og öllum afkomendum votta ég
dýpstu samúð, en jafnframt er ég viss
um, að lifsstarf hans og athafnakraft-
ur mun ávallt halda minningu hans á
lofti og verða afkomendum hans og
öðrum dugmiklum athafnamönnum
hér i Ólafsvik verðugt leiðarljós til
framfarasóknar. Það var lifsviðhorf
Halldórs Jónssonar. Blessuð sé
minning hans.
Alexander Stefánsson
Guðnason
vildi ég ekki af þeim vinskap hafa
orðið. Sigurfinnur var svo kosta rikur
maður og fjölhæfur til starfa, að bezt
fer á þvi að aðrir honum kunnugri og
mér færari skýri það. Svo óvenjulegur
var maðurinn þegar miðað er við
fjöldann. Hann var svo hreinn og hátt-
vis i orðum og gjörðum að á betra
verður naumast kosið. Glettinn, en þó
siðvar og hrókur alls fagnaðar, bragð-
aði aldrei vin eða tóbak og þvi siöur
kaffi, hafði yndi af öllum framförum,
sem hann bezt vissi að horfðu til bóta
hverju sinni og var opinn fyrir allri
sköpun. Fann ánægju i þvi að hjálpa
öðrum, fór mildum höndum um allt
það, sem var veikburða og hjálpar-
vana jafnt i moldu sem mannlifi.
Já, Sigurfinnur var óvenju greindur
maður. Glöggur á allt, sem hann hafði
afskipti af. Verkhagur bæði á tré og
járn, og hafði góða innsýn i vélar. Eitt
var það af mörgu, sem ekki má gleym-
ast og er ekki minnst vert, hvað hann
var veðurspakur.
Þaö var fyrir nokkrum vikum,að við
sóttum þau góðu hjón heim, þvi að
erindið var að komast sem næst Vest-
mannaeyjum og sjá gosið i kyrrð og
skugga kvöldsins. Ferðinni var heitið
að Knarrarósvita. Eins og að vanda
var tekið höfðinglega á móti gestum,
en gaman var að sjá brosið á vörum
húsbóndans, þegar hann vissi erindið.
Hann sagði mikið skýjafar yfir Vest-
mannaeyjum, og svo er að koma rok,
sagði hann. Þetta fannst okkur frá-
leitt, þvi að vel gat lifað á eldspýtu þar
heima á hlaði.
Sigurfinnur fór með okkur i sinum
bil, og þegar við vorum komin snerti-
spöl austur úr þorpinu er ferðin var
stöðvuð, og fararstjórinn segir: Ef þið
ekki sjáið neitt héðan, þa höfum við
ekkert lengra að gera. Auðvitað sáum
við ekkert nema sortann og skynjuð-
um ókennilegan gný i eyrum. Við
stoppuðum klukkustund i Stardal og
þegar við fórum þaðan var kominn
stormur, en rok eftir að kom vestur á
heiði. — Ekki skeikaði veður-spáin.
Við vorum þó óánægð með þessa ferð,
en fögnum henni nú.
Unnur Ágústa, systir Sigurfinns og
dætur hennar, þakka honum og hans
ágætu konu allt og allt elskulegt fyrr
og siðar. Og þá hvað ekki sizt honum
þegar hún þurfti þess frekast með, þá
15