Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Síða 18
Arni mér að láta syni sina róa mér yfir
fjörðinn, svo að ég mætti afla mér
fylgis einnig á norðurbyggð fjarðarins.
betta gerðu þeir bræður, og mun
mér ekki úr minni liða.
Nú skal ekki orðlengt frekar um
þessi kynni, en prestur varð ég á
Seyðisfirði i 23 ár með tilstyrk Árna
Vilhjálmssonar og annarra góðra
manna þar og áttum við Arni eftir að
eiga saman marga góða stund og
langt og gott samstarf.
Árni Vilhjálmsson var af rótgrónum
bændaættum i bæði kyn, i föðurætt úr
Mjóafirði, góðkunnri, en móðurættin
var að norðan, svo kölluð kjarnaætt,
komin af bórði á Kjarna, svo sem
kunnugt er. Merkilegt er, að ættin
skuli vera kennd við þenna bæ, þvi að
staðreynd er, að ætt þessi er sann-
kölluð kjarnaætt. bað er svo mikið táp
i henni. Einn merkasti maður ættar-
innar er sennilega séra Friðrik Frið-
riksson. ,
Manni dettur i hug: „Táp og fjör og
friskir menn”, þegar minnzt er á
Kjarnaætt.
Arni fæddist á Hánefsstöðum i
Seyðisfjarðarhreppi. Foreldrar hans
voru Vilhjálmur Arnason, bóndi og
útgerðarmaður (hann var frá
Mjóafirði) og Björg Sigurðardóttir,
kona hans á Hánefsstöðum ihún var af
Kjarnaætt). Vilhjálmur á Hánefs-
stöðum var nýlega látinn, er ég
gerðist prestur Seyðfirðinga, en Björg
lifði til hæstu elli, og kynntist ég henni
vel. Hún dvaldi á heimili sonar sins
Hjálmars Vilhjálmssonar, þá sýslu-
manns Norð-Mýlinga, nú ráðuneytis-
stjóra félagsmálaráðuneytisins. Hún
lézt á tiræðisaldri og hélt heilsu,
höfðinglegri reisn og andlegu þreki hér
um bil fram i andlátið. Hún var eftir-
minnilegur persónuleiki.
Arni ólst upp á Hánefsstöðum með
foreldrum sinum og 6 mannvænlegum
systkinum. Heimilið var alþýðlegt
menningarheimili og höfðinglegt al-
þýðuheimili. Slikt hefur það verið ætið
siðan undir stjórn Sigurðar heitins,
bróður Arna, sem tók við ættarleifð á
búinu, og siðan undir bústjórn dóttur
Sigurðar og tengdasonar.
Vilhjálmur á Hánefsstöðum vildi
manna börn sin. Hann fékk þeim
heimiliskennara að kenna bókleg
fræði. Sjálfur kenndi hann til verka til
sjós og lands. Hann var útgerðar-
maður og sveitabóndi. Hvort tveggja
hélzt i hendur á Hánefsstöðum. Fljót-
lega eftir fermingu fór Arni að róa til
fiskjar á báti föður sins. Árni stundaði
nám i Gagnfræðiskólanum á Akureyri
og siðan i Sjómannaskólanum i
Reykjavik. Aðalstörf hans siðar urðu
lika sjómennska og útgerð. Hann var
góður sjómaður vegna reynslu á æsku-
árum og siðar ágætur skipstjórnar-
maður eftir lærdóm og reynslu.
Hann var gætinn og hygginn
útgerðarmaður. beir, sem muna
kreppuárin milli 1930 og 40, vita, að
sjómennska og útgerð voru ekki dans á
rósum, þótt lifsnauðsyn væru þjóðinni.
bessi erfiðu ár reyndu á ýtrustu krafta
og þrautseigju. bessa miklu þolraun
stóðst Arni Vilhjálmsson. Hann stóð
að visu ekki einn. Hann átti ágæta
konu. Fjölskyldan stóð saman sem
einn maður væri. 011 fjölskyldan vann
saman áð útgerðinni.
Sem að likum lætur, lagði Arni
gjörva hönd á margt og var falinn
margskonar trúnaður. Hann var
skoðunar- og mælingamaður skipa á
Austfjörðum mörg ár. Einnig annaðist
hann eftirlit og leiðréttingar siglinga-
tækja. Hann var lengi erindreki Fiski-
félags Islands og fulltrúi Austfirðinga
á mörgum fiskiþingum.
Slysavarnamál lét hann mjög til sin
taka. Var hann fjölda ára og allt til
dauðadags i stjórn Slysavarnafélags
tslands. Hverju góðu máli vildi hann
leggja lið og lagði lið. Hann var sannur
þegnskaparmaður. Mikil væri farsæld
þessarar þjóðar, ef allir synir landsins
væru slikir sem Arni var. Góður sonur
Islands var hann, en ekki var hann
siðri sonur kirkjunnar. Af sama þegn-
skap, sem hann þjónaði landi sinu i
leynd og látleysi, þjónaði hann kirkju
sinni. Lengstan tima sem við áttum
samleið við Seyðisfjörð, söng hann við
guðþjónustur. Hann var mjög söng-
elskur og hafði ágæta bassarödd. Allir
tóku eftir, ef Arna vantaði i kirkjukór-
inn. bá vantaði hinn djúpa, hreina og
karlmannlega tón i lofgjörðina. „bað
er til einn tónn og hann er hreinn”
segir Nóbelsskáldið i einu ritverki
sinu, og e.t.v. skil ég þessi fjarstæðu-
kenndu orð skáldsins að einhverju
leyti, er ég minnist Arna. Arni var
maður, sem minnti á hreinan tón. Árni
var i sóknarnefnd Seyðisfjarðarkirkju
mörg ár og formaður sóknarnefndar
nokkur ár áður en hann fluttist suður.
Hann var sannur og traustur eins og
djúp og hrein rödd hans. Samstarf
okkar var gott, ógleymanlega gott.
bökk sé þér, vinur minn.
Arni Vilhjálmsson missti Guðrúnu
sina árið 1957. Sár sorg nisti hjarta
hins viðkvæma góðmennis. Hún var
eins djúp og gleöi hins heilbrigða
hamingjumanns ris hátt á björtustu
dögum lifsins. Ég fékk að skyggnast
inn i hugarfylgsni hins þjáða, en æðru-
lausa karlmennis.
En hamingja Árna var ekki öll.
Hann átti eftir að eignast aðra ágætis-
konu. Hann kvæntist öðru sinni
Magneu Magnúsdóttur árið 1961, og
hafa þau átt góða sambúð og gott
heimili hér i Reykjavik, unz Árni var
brott kallaður.
Einn sona Árna hefur látið svo um
mælt um föður sinn: „Návist hans
veitti i rikum mæli festu og öryggi.
Hann var mikill gæfumaður, átti
ágæta foreldra og gott æskuheimili,
systkinin óvenju vel gerð og hinar
ágætustu eiginkonur. Enda kunni hann
vel að meta gæfu sina og gerði sitt til,
að hún mætti endast”. betta er satt og
vel mælt og mætti hver faðir genginn
vel una slikum vitnisburði sonar sins.
Kæri vinurminn, Arni Vilhjálmsson.
bessi fátæklegu eftirmæli eru að
öðrum þræði bréf til þin. bú óskaðir
þess, að ég fylgdi þér hinzta spölinn og
• veitti þér yfirsöng. Af þvi gat ekki
orðið, sakir lasleika, sem að mér
steðjaði.
bessar linur, sem ég hef hér ritaö
eru, eða eiga að vera einskonar yfir-
bót — en jafnframt hinzta kveðjan til
eins bezta manns, sem ég hef mætt á
lifsleið minni.
Hvil i friði. Rætist trú okkar.
Erlendur Sigmundsson
18
islendingaþættir