Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Síða 21

Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Síða 21
Sveinssonar, sem allan sinn búskap bjuggu á Rauðafelli. — 22. nóvember 1906 gengur Skæringur i hjónaband með Kristinu Ámundadóttur, dóttur hjónanna Ragnheiðar Eyjólfsdóttur og Amunda Filippussonar er bjuggu á Bjólu i Holtum. Kristin var annáluð friðleikskona eins og margt fólk i þeirri ætt, glaðværð hennar og fáguð framkoma olli þvi að hún var aufúsu gestur hvar sem hún kom á manna- mót, og hana þótti gott heim að sækja eins og fyrr er getið. Þau hjón hófu búskap á Hrútafells- koti i Austur-Eyjafjallahreppi og bjuggu þar fyrstu 5 árin við þröngan efnahag þvi kotið var landlitið og er nú komið i eyði. Eftir það flytja þau að Rauðafelli, og búa þar upp frá þvi alla sina samverutið. Arið 1932 i septem- ber, verður Skæringur fyrir þeirri lifs- reynslu að missa konu sina, þá nýbúna að fæða sitt siðasta barn. Hinn hviti dauði varð henni að aldur- tila eins og svo mörgum áður fyrr. Næstu 6 árin heldur hann áfram bú- skap með aðstoð barna sinna, sem þá voru sum orðin uppkomin, þá er hann þrotinn að kröftum og orðinn heilsu- veill. Fær hann þá búið i hendur elzta syni sinum Sigurþóri, en sjálfur flyzt hann eftir áralöng veikindi og oft á sjúkrahúsum til Vikur i Mýrdal til Rúts sonar sins og Bjargar konu hans, sem reyndist honum sem bezta dóttir. 1 Vik stundaði hann smiðar um skeið bæði heima fyrir og úti i sveitum i Skaftafellssýslu, og oftast i samvinnu við Rút son sinn. Eftir nokkurra ára dvöl þar flyzt hann til Vestmannaeyja til Georgs sonar sins og hans konu Báru Sigurðardóttur, mikillar myndar og gæða konu sem bjó að honum öldr- uðum og þrotnum að heilsu, eins og bezt varð á kosið, og sem hann rómaði og kunni vel að meta. Oft varð hann hin siðari ár að leita sér lækninga tii Rvik, og liggja á sjúkrahúsum um tima, og nú siðast i vetur lagðist hann inn á sjúkrahúsið á Selfossi, og þar lezt hann 27. febrúar s.l. 87 ára að aldri. Börn þeirra hjóna urðu 14, af þeim eru 10 á lifi, allt mesta manndóms og gæða fólk, sem brotið hefur sér braut i lifinu af miklum dugnaði. Þegar ég nú lit yfir æviferil Skærings heitins, tel ég þrátt fyrir harða lifsbaráttu hans og mikla reynslu langrar ævi, hafi hann verið gæfumaður. Hann eignaðist góða og ástrika konu, sem ól honum mörg mannvænleg börn, hann ávann sér vináttu samferðamanna sinna, og eftir hann liggur mikið og vel unnið dags- verk. Hann fékk að lifa og hrærast með þeirri byltingu, sem mest og örust hef- ur orðið i atvinnu og lifnaðarbaráttu þjóðarinnar frá þvi land byggðist. Og Jón Mathiesen kaupmaður Góður drengur er genginn. Hollvinar er að minnast. Jón Mathiesen setti svip sinn á söguspjöld Hafnarfjarðar i nærri sex áratugi. Vann bæjarfélagi sinu lengi og farsæl ævistörf á mörg- um sviðum og reyndist raungóður og sannur sonur Hafnarfjarðar. Rifjast nú upp á skilnaðarstundu lið- in samleið og vinátta, er við kunningj- ar hans nutum i nærveru hans og varpa ljóma og birtu á liðnar sam- verustundir. Jón Mathiesen fæddist i Bröttugötu 6 i Reykjavik, ?7. júli 1901. Foreldrar hans voru Arnfriður Jósefsdóttir frá Akranesi og Matthias Á. Mathiesen skósmiðameistari. Tólf ára gamall fluttist Jón með foreldrum sinum til Hafnarfjarðar. Systk. Jóns voru þrjú og öll dáin á undan Jóni, Árni, lyfja- sveinn og siðar verzlunarstjóri, Theó- dór læknir og Svava húsfrú. 011 búsett i Halnarfirði til æviloka. Jón Mathiesen naut ekki skóla- göngu. þvi starfið til aðstoðar heimil- inu kallaði fljott á þátttöku hans. Ell- efu ára, siðasta ár hans i Iteykjavik, vann hann á rakarastofu að ,,sápa inn". Starf unglinga, sem þá var til, en þekkist ekki nú til dags og reyndar ekki um mörg ár að undanförnu. Á mölinni i Hafnarfirði hóf hann fisk- vinnu og vegavinnu siðar hjá Sigur- geiri Gislasyni verkstjóra næsta ár. 1 þjónustu hans á fermingaraldri keyrði Jón i eitt ár hestvagn milli Hafnar- fjarðar og Reykjavikur, árin 1915 og 1916 og flutti þá mannskap og matvæli auk annars varnings, en i þá tið voru ekki á vegakerfi landsins önnur farar- tæki. Oft heyrði ég Jón minnast þess- ég hygg að á honum sannist, að ham- ingja lifsins verður ekki keypt fyrir peninga, heldur verður hún að koma innan frá, hjartanu sjálfu. Nú hafa jarðneskar leifar hins látna fengið leg i eyfellskri mold, þar sem framliðnir ættingjar og vinir hvila. Hann er kominn heim. Guð blessi hann á þeim vegum, sem við dauðlegir menn kunnum ekki skil á, og þökkum honum samfylgdina. Gissur Gissurarson. ara æskuára af sannri gleði og sem merkum áfanga. Fimmtán ára gamali réðst hann búðarþjónn til Kaupfélags Hafnlirð- inga i þjónustu Péturs V. Snælands og siðar Sigurðar Kristjánssonar kaupfé- lagsstjóra. Þá mat hann báða mikils að verðleikum sem góða húsbændur. Hugur Jóns stefndi snemma að þvi að verða ungur eigin húsbóndi. Tvitug- ur að aldri fór hann á fund Magnúsar bæjarfógeta Jónssonar i Hafnarfiröi og æskti þess að kaupa borgara bréf, til þess að geta stofnaö eigið fyrirtæki. Bæjarfógeta leizt vel á hinn unga svein, gjörvulegan á velli og góðlegan á svip, en til öryggis áður en fógeti skrifaði undir borgarabréfið spurði hann Jón um aldur en borgarabréf var háð 21 árs aldri. Þegar hann fékk að vita hið sanna sagði fógeti við Jón, þú átt sannarlega borgarabréf skiliö mörgum fremur, en þeir sem orðnir eru 21 árs gamlir. Þvi trausti, er honum var þarna ungum auðsýnt brást hann aldrei og engum alla ævi. Jón Mathiesen hóf verzlunarrekstur að Strandgötu 13 i Hafnarfirði 8. april islendingaþættir 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.