Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Side 2

Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Side 2
Dóttir Guðnýjar Oddsdóttúr og Þórar- ins V. öfjörð. Þau fluttu nökkrum ár- um siðar að Foss/iési og bjuggu þar siðan. Faðir minri var fæddur á Hurð- arbaki Villingaholtshreppi 27. október 1889. Sonur Guðrúnar Sigurðardóttur og Arna Pálsáonar. Nánar mun ég ekki fara út i ættir þeirra. Þegar ég minnist æskuáranna kemur margt i hugann, og allt stendur ljóslifandi eins og það hafi gerzt i gær. Ég man er ég staulaðist örþreytt eftir langan dag, og klifraði upp á bringuna á pabba og hann háttaði mig með ást og umhyggju, og stakk mér svo undir sængina i handarkrika sinn, þar sem ég sofnaði örugg og ánægð. Og ein af minum beztu minningum er, þegar mamma safnaði okkur krökkunum i kringum sig í rökkrinu á kvöldin, og söng fyrir okkur og lét okkúr syngja með sér og kenndi okkur kvæði og bænir. Hún vandi okkur á að fara aldrei að sofa án þess að lesa bænirnar okkar. Hún var sönn i sinni trú, þó hún flikaði þvi ekki. Og jólin voru sannar- lega hátiðleg, þó þar væri ekki sá iburður og kostnaður sem nú tiðkast. Pabbi skammtaði hangikjöt og heima- bakað brauð, sem mamma bakaði á sérstakan hátt um jólin. Svo sátu allir hver með sinn disk. Siðan var jólagjöf- um úthlutað, það voru 3 stór kerti og 5 litil og spil, þau voru ómissandi. Pabbi var mikill spilamaður, og var jafn viljugur að spila marias og fant við okkur krakkana eins og vist og bridge við þá fullorðnu, og virtist skemmta sér jafn mikið i báðum tilfellum. A jólamorguninn vakti mamma alla með súkkulaði og kökum, sem hún færði okkur i rúmið og sagði „góðan dag og gleðilega hátið”. Þá var sönn hátið i litla bænum. Foreldrar minir varðveittu alltaf barnið i hjarta sér, þau skemmtu sér innilega við að taka þátt i leikjum okk- ar, og voru þar stundum fremst i flokki, en þó oftar mamma, hún var oft frumkvöðull að allrahanda uppátækj- um og meinlausum hrekkjum. Stund- um bjó hún sig i gervi gamallar konu, og kom þá gangandi framan veg, og barði að dyrum sem bláókunnug manneskja, þóttist vera að spyrja til vegar eða eitthvert annað erindi, og var með allrahanda kúnstir og undar- legheit, til að skemmta okkur. Sjálf haföi hún mikið gaman af, þvi leikiist var eitt af hennar aðal áhugamálum, og skemmti hún sveitungum sinum með leik langt fram eftir aldri. Og oft lagði hún á sig mikið erfiði i þvi sambandi. Þá voru ekki bilar á hverjum bæ, og þurfti hún að fara gangandi langa leið i misjöfnum veðr- um, og kolsvarta myrkri, til aö komast á æfingar. Faðir minn tók aldrei þátt i 2 leikstarfsemi en hann kunni mikið af visum, þulum og ævintýrum, og hafði sérstaklega góðan frásagnarhæfileika svo unun var á að hlýða. Oft stóð ég dag eftir dag og þandi fisibelg i smiðju hjá honum. Þá skemmti hann mér, með þvi að segja mér sögur, og kveð- ast á við mig. Og ef mig vantaði visu þá kenndi hann mér hana, og endaði það með þvi að við urðum nokkuð jöfn i þeim leik. Hann var mjög góður járnsmiður og rómaður skeifnasmiður og mjög lag- inn við að járna hesta. Hann haiöi allt- af mikið yndi af góðum hestum, og hafði gaman af að riða hart. Hann var stundum fenginn til að temja hesta, og tókst það með ágætum. Hann var róm- aður fyrir glaðværð og heyrðist alltaf hvar hann var á ferð þó i fjölmenni væri, þvi að hann var hávær mjög og hress i bragði. Foreldrar minir voru bæði sérstak- lega gestrisin, það má með sanni segja ,,þau reistu bæ sinn i þjóðbraut miðri”. Margir áttu erindi að Litlu- Reykjum, öllum var boðið upp á kaffi, og þótti þeim báðum miður ef sá, sem að garði bar, mátti ekki vera að þvi að ganga i bæinn og þiggja hressingu. Þau voru aldrei rik af veraldar auði, en þau voru höfðingjar i reynd og raun, og auðæfin geymdu þau i hjarta sér. Og alltaf gátu þau miðlað öðrum af þvi litla, sem þau áttu og mörg góð ráð voru sótt til þeirra beggja. Mér dettur i hug visa úr kvæðinu Húsmóð- urin eftir Davið Stefánsson sem mér finnst eiga vel við þau bæði: Og hver á nú að blessa blóm og dýr og bera fuglum gjafir út á hjarnið og vera svo i máli mild og skýr, að minni i senn á spekinginn og barnið, og gef þeim, sem götu rétta flýr, hið góða hnoða, spinna t'ófragarnið? Svo þekki hver, sem þiggur hennar beina, að þarerkonan mikla, hjartahreina. Sannarlega gáfu þau okkur börnun- um sinum, og mörgum öðrum börnum sem dvöldu hjá þeim á sumrum, hið góða hnoða, til að fylgja á lifsbraut- inni. Þau höfðu ást á öllu sem lifsanda dró i náttúrunni i kringum sig, blómum og dýrum. Mér eru minnisstæðar ferðir með pabba til kindanna um sauðburð- inn, Hann var sérstaklega natinn við lambféð. Þá fékk ég oft að ganga með honum, eða sitja á hnakkkúlunni. Oft fannst mér stórmerkilegt hvað hann var fundvis á egg fugla, hann stoppaði oft hestinn við þúfuna þar sem eggin voru. Svo leyfði hann mér að fylgjast með þangað til ungarnir komu úr eggj- unum, og var sem hann vissi hvaða dag það yrði. Jónsmessa var uppáhaldsdagur hjá föður minum, og man ég þegar um- ræður voru um að ákveða bændafri- dag, og pabbi kom með þá tillögu á fundi, að Jónsmessudagur skyldi verða vakinn, sem siðan varð. Siðasta sinn sem ég sá föður minn á lifi, var 22. júni. Þá var hann á sjúkrahúsi, og næstum mállaus, en ef maður lagði eyrað alveg að vörum hans gat hann aðeins hvislað. Þá segir hann við mig: „Hvaða mánaðardagurer”. Og ég segi honum það. Þá leit hann á mig svo tal- andi augum ig hvislaði, „Jónsmessan eralveg aðkoma”. Ég sá það á honum að hann vissi hvað sá dagur mundi færa honum. Enda fór það svo, þetta mikla náttúrubarn fékk ósk sina upp- fyllta, hann andaðist á Jónsmessunótt. Þá hafði sjúkrahúsvist hans staðið i 5 daga, og alveg eins var um móður mina. Hún var svo sæl, að þurfa ekki heldur að liggja nema 5 daga áður en hún var burtu kvödd. Móðir min var sérstaklega lagin við að hjúkra og lækna fólk. Aldrei feng- um við systkinin ör á andlit, þó að það væri óþekkt fyrirbæri að láta lækni sauma saman sárin. Hún þurfti stund- um að Ieita á aðra bæi til að fá það sem til þurfti, en það var egg. Hún braut eggið tók skjallið innan úr skurninu, og lagði það sem sneri að egginu yfir sár- ið, sem hún hafði áður hreinsað úr soðnu vatni. Siðan hélt hún þessu á þar til það var orðið þurrt, siðan var þetta ekki hreyft fyrr en það datt af sjálft, þá var allt gróið, og ekkert ör eftir. Og kælingu við bruna notaði hún alltaf, löngu áður en læknar fóru að ráðleggja það almennt. Einu sinni var bóndi á næsta bæ orð- inn rúmliggjandi af Iskis, þá lagði mamma min það á sig, þegar hún var búin að ljúka sinu dagsverki heima, að hún gekk á hverju kvöldi i 9 vikur til þessa manns og nuddaði hann, og vafði siðan i skinn. Og á fætur kom hún hon- um, og ég sé ekki betur en sá maður gangi beinn i baki og óhaltur enn þann dag i dag. Ögleymanlegar voru stundirnar með mömmu i garðinum hennar. Stundum unnum við saman fram á nætur, hún var fyrst i sinni sveit til að byrja á skrúðgarðarækt. Það þótti nú skritið uppátæki af fátækri barnakonu, (eins og sagt var). En hún lét það sig engu skipta hvað sagt var, og mörgum gaf hún plöntur og fræ, og hjálpaði lika til við skipulagningu á görðum, hjá kunningjum og vinum. Svo þegar við börnin hennar fórum að tínast að heiman þá jók hún bara við blómstur- pottana i gluggunum sinum. Við systkinin vorum sex. Arni Gunn- islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.