Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 3. jan. 1976 — 1. tbl. 9. árg. No. 235 TIMANS Hjónin frá Litlu-Reykjum: Páll Arnason og Vilborg Þórarinsdóttir F oreldra- minning :Þið fæddust saman, og saman skuluö þiö verða að eilifu. Saman skuluð þið verða, þegar hvftir vængir dauðans leggjást yfir daga ykkar. Já, saman skuluð þið verða jafnvel í þögulli minningu guðs:. Fyrir nokkrum árum dreymdi mig að ég var stödd uppi á Hellisheiði, þar sem nýi vegurinn liggur nú, sé ég þá langa brúðarfylkingu koma að austan. Ég staldra við og bið. Þegar gangan kemur nær sé ég að brúðhjónin eru foreldrar minir, og ber faðir minn brúðarvönd, og ljómaði friður og ham- ingja af þeim báðum. Ég réði draum- inn þannig að það yrði skammt á milli þeirra, og faðir minn yrði á undan þeg- ar þau kveddu þennan heim. Enda varð sú raunin á, þvi faðir minn and- aðist aðfaranótt 24. júni en móðir min hálfum mánuði seinna, þann 7. júli. 1 fögru og bliðu vorveðri voru þau til moldar borin, með viku millibili. Og stór var vina og ættingjahópurinn sem fylgdi þeim hinzta spölinn. „Þetta var góður endir”, sagði einn sveitungi þeirra við mig, við jarðarför móður minnar, Og sannarlega var það satt. Þau voru búin að skila erfiðu og löngu dagsverki, og voru hvildar þurfi. Ég minnist þeirra með þakklátum og hrærðum hug, og langar að minnast þeirra með nokkrum fátæklegum orð- um. Móðir min Vilborg Þórðardóttir öfjörð var fædd i Austurhlið i Gnúpverjahreppi 12. febrúar 1892.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.