Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Síða 9

Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Síða 9
Þórhildur Jónsdóttir kennari Kveftja frá Sambandi islenzkra barna- kennara. Þau sorgartiðindi bárust stjórn Sambands islenzkra barnakennara mánudaginn 27. okt. s.l., að tveir stjórnarmanna hefðu Iátizt af slysför- um kvöldið áður. Það tók langan tima að átta sig á þvi og trúa, að Þórhildur Jónasdóttir og Svavar Helgason voru látin. Nokkrum dögum áður hafði stjórnin undirbúið fundahöld með barnakennurum viðs vegar um landið og stjórnarmenn höfðu skipt með sér að sækja fundina. Það kom i hlut þeirra Þórhildar og Svavars að sjá um fundahöldin á Vest- fjörðum og þau voru á heimleið, er bif- reið þeirra fór út af veginum við Vatnsdalsbrú i Vatnsfirði á Barða- strönd með fyrrgreindum afleiðing- um. Við,sem eftir lifum, eigum æði erfitt með að sætta okkur við það, þegar fólk er hrifið burt mitt úr dagsins önn, fólk sem er fullt af starfsorku og sem virð- ist eiga ólokið ótal verkefnum. Frammi fyrir likum atburðum finnum við vel hvað við erum litil og van- megnug. Við drúpum höfði i auðmýkt og reynum að hugga okkur við það, að Þórhildur og Svavar hafi verið kölluð til starfa að háleitari og göfugri verk- efnum en við i skammsýni okkar hugö- um biöa þeirra okkar á meðal. Þórhildur hóf kennslu við Laugar-' nesskólann að loknu kennarapróíi. Hún'reyndist ágætur kennari og sam- band hennar við börn og foreldra var gott. Fyrir þvi hefi ég orð mæts manns, sem átti barn sitt hjá henni i skóla. Þórhildur var kjörin i stjórn Sam- bands islenzkra barnakennara á full- trúaþingi samtakanna árið 1974. Hún hafði mikinn áhug á félagsmál- um og var ágætum hæfileikum búin til að sinna þeim . Framkoma hennar var á þá lund, að hún vann traust manna við fyrstu kynni. Hún var alltaf boðin ogbúin að taka að sér verkefni, og hún vann að þeim af hrifandi áhuga, þann- ig að samstarfsmennirnir hrifust með. Þvi kom það af sjálfu sér, að Þórhildi voru stöðugt falin fleiri og fleiri störf i þágu samtakanna. íslendingaþættir Hún var fulltrúi i nefnd sem undirbjó fridag kvenna, hún var fulltrúi i samn- inganefnd Bandalags starfsmanna rikis og bæja og hún átti sæti i samninganefnd Sambands islenzkra barnakennara, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Nú er skarð fyrir skildi. Þórhildur er horfin af sjónarsviðinu. Kennarastétt- in er fátækari eftir en áður. Við hana voru miklar vonir bundnar. Hún var ein af þeim sem var líkleg til að þoka málefnum stéttarinnar áleiðis i framtiðinni. Við samstarfsmenn hennar i stjórn Sambands islenzkra barnakennara söknum hennar sárt. Við vottum eiginmanni hennar, syn- inum unga, foreldrum og öðrum að- standendum innilega samúð. Ingi Kristinsson. t 1 örfáum orðum viljum við fyrstu nemendurnir, sem Þórhildur kenndi, votta þakklæti okkar fyrir frábæra kennslu veturna 1967—’72. Þórhildur var okkur jafnt vinur sem kennari og kennslustundirnar voru á- vallt skemmtilegar og óþvingaðar. í Katlagilsferðum var hún jafnan sem ein úr okkar hópi, samt svo sterk og traustvekjandi. Þórhildur var alltaf tilbúin að hjálpa okkur og gefa ráð- leggingar, jafnvel eftir áð við lukum barnaprófi 1972 Fyrir henni bárum við þá virðingu sem fyrirmyndarkenn- ari á skilið. Allar minningar okkar um hana eru ljúfar. Eiginmanni hennar og syni vottum við okkar dýpstu samúð og vonum að góður guð styrki þá á þessum erfiðu stundum. 6. B. 1972 t Annað skarðið hefur verið hoggið i hóp okkar bekkjarsystranna i IV. bekk Z, sem lukum saman námi frá Kvennaskólanum i Reykjavik vorið 1963. Stundum eru staðreyndir svo óhugnanlega kaldar, að það er eins og eitthvað innra með okkur neiti að trúa þeim. Þannig varð okkur, skólasystr- um Hildu, innanbrjósts, þegar fréttin um hið sviplega fráfall hennar barst okkur. Það er erfitt að trúa þvi, að hún, þessi glæsilega og vel gefna unga kona, sé horfin, hún, sem var svo mörgum góðum kostum búin og hafði svo mikið að lifa fyrir. Á okkar aldri viröist dauðinn svo órafjarlægur, en framtiöin blasa við full af fyrirheitum, og Hilda var vissulega búin aö leggja traustan grundvöll að framtiðinni, ásamt Stefáni, eiginmanni sinum. Eftir samveruna i Kvennaskólanum skildu leiðir, og við héldum út i lifiö, hver á sina braut. En alltaf héldum við hópinn og á bekkjarkvöldunum rifjuð- um við upp gamlar minningar og treystum vináttuböndin. Þá var lika oft rætt um ýmis mál, sem voru ofar- lega á baugi þá stundina. Það var ávallt gaman að heyra sjónarmið Hildu, þvi hún hafði svo lifandi áhuga á mörgum málefnum, þá sérstaklega öllu, sem laut að kennslu- og skólamál- um, sem voru hennar sérgrein. Allur málflutningur hennar einkenndist af hreinskilni og skynsemi, hleypidómar og fljótfærnislegar ályktanir voru 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.