Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Síða 8

Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Síða 8
Ég sendi eiginkonu Svavars, börn- um og foreldrum hans innilegar samiíðarkveðjur. Kristján Thorlacius. f Kveðja frá bekkjarsystkin- um i Kennaraskólanum. Hregg fer um hlíðar hrynur lauf af grein, affjalla er sólin, er á sumrinu skein, þá sorgin ber að dyrum, — og sorgin kemur ein. Heill nauzt þú handa, hélzt um gæfuslóð. Af hjartans hreina gulli hafðir ferðasjóð. Minning um þig vakir, — minning þin er góð. Sigurður Óskar Pálsson. f Þau sorgartiðindi bárust stjórn Sambands islenzkra barnakennara mánudaginn 27. okt. s.l., að tveir stjórnarmanna hefðu látizt af slysför- um kvöldið áður. Það tók langan tima að átta sig á þvi og trúa, að Svavar Helgason og Þór- hildurJónasdóttirværu látin. Nokkrum dögum áður hafði stjórnin undirbúið fundahöld með barnakennurum viðs vegar um landið og stjórnarmenn höfðu skipt með sér að sækja fundina. Það kom i hlut þeirra Svavars og Þórhildar að sjá um fundahöldin á Vestfjörðum og þau voru á heimleið, er bifreið þeirra fór út af veginum við Vatnsdalsá i Vatnsfirði á Barðaströnd með fyrrgreindum afleiðingum. Við, sem eftirlifum, eigum æði erfitt með að sætta okkur við það, þegar fólk er hrifiö burt mitt úr dagsins önn, fólk sem er fullt af starfsorku og sem virð- ist eiga ólokið ótal verkefnum. Frammi fyrir slikum atburðum finnum við vel hvað við erum litil og vanmegnug. Við drúpum höfði í auð- mýkt og reynum að hugga okkur við það, að Svavar og Þórhildur hafi verið kölluð til starfa að háleitari og göfugri verkefnum en viö í skammsýni okkar hugðum biða þeirra okkar á meðal. Svavar Helgason fæddist 18. mai 1931 i Haukadal i Dýrafirði, sonur hjónanna Bergljótar Bjarnadóttur og Helga Pálssonar, kennara. Þar ólst hann upp i mannvænlegum, samhent- um systkinahópi og vandist öllum venjulegum störfum eins og þau tiðkuðust við sjó og i sveit á þeim tim- um. Svavar stundaði nám i Núpsskóla og lauk landsprófi þaðan árið 1951. Þaðan lá leiðin i Kennaraskóiann og vorið 1954 útskrifaðist hann sem kennari. Hann hóf kennslu þegar næsta haust við Skóla Isaks Jónssonar. Um þær mundir var Breiðagerðisskólinn i Reykjavik að taka til starfa og þangað réðst Svavar kennari haustið 1955. Það kom fljótt i ljós, að hér var vaskur maður á ferð. Hann var glæsi- menni bæði i sjón og raun, fullur vel- vildar og ætið boðinn og búinn að rétta hjálparhönd. Hann var farsæll kennari og gagnkvæmt traust rikti milli hans og nemenda. Það kom lika af sjálfu sér, að kennarar fólu honum forustu- hlutverk i félagsmálum sinum. Hann var ungur kjörinn til að sitja þing barnakennara og jafnframt var hann kosinn fulltrúi þeirra á þing Bandalags starfsmanna rikis og bæja. Svavar átti sæti i stjórn Stéttarfé- lags barnakennara i Reykjavik á árunum 1960 — 1962 og var um skeið formaður félagsins. Arið 1964 var hann kjörinn i stjórn Sambands islenzkra barnakennara og átti sæti þar óslitið upp frá þvi. Hann var varaformaður samtakanna 1972 — 1974. Svavar átti sæti i stjórn Bandalags starfsmanna rikis og bæja frá árinu 1970 og hann var fulltrúi barnakennara i stjórn lffeyrissjóðs stéttarinnar. Framkvæmdastjóri Byggingarsam- vinnufélags barnakennara var hann frá árinu 1970. Arið 1967 var Svavar ráðinn fram- kvæmdastjóri Sambands islenzkra barnakennara. Starfsemi samtakanna var I örum vexti og mönnum var ljóst, að sæti framkvæmdastjóra yrði að vera vel skipað. Svavar brást heldur ekki vonum manna. Hann vann að málefnum samtakanna. af heilum hug ogsparaði þá hvorki tima né fyrirhöfn, ef þvi var að skipta. Hæfileikar hans voru llka ótviræðir. Hann var greindur ogathugullog framkoman á þann veg, að menn gátu leitað til hans með hverskyns málefni. Starf fram- kvæmdastjórans reyndist lika mjög erilsamt, en Svavar tók öllum með sama hlýja viðmótinu og greiddi götu þeirra með lagni og festu. Hann tók ekki ákvarðanir nema að vel yfirlögðu ráði en hélt vel á málum, þegar hann haföi myndað sér skoðun á hlutunum. Þess vegna var svo ánægjulegt að vinna með honum. Svavar kom oft fram sem fulltrúi stéttar sinnar, bæði innanlands og á erlendum vettvangi og þá komu mannkostir hans vel i ljós. Hann vakti athygli manna með fágaðri framkomu og drengilegum málflutningi og ávann sér traust þeirra er honum kynntust. Svavar var tvikvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Guðmundsdóttir og eignuði st þau þrjú börn: Asgerði Stefan.u, f. 11. jan. 1953. Hún er gift Pou> "ichaid og eru þau búsett i Main i Bandarikjunum. Þau eiga tvær dætur. Sólveigu, f. 6. des. 1954. Hún vinnur i Samvinnubankanum og Jakob Guðmund f. 25. okt. 1959. Hann vinnur hjá ölgerðinni Agli Skallagrimssyni. Guðrún- og Svavar slitu samvistum árið 1969. Árið 1971 kvæntist Svavar eítiriií- andi konu sinni Unni Bjarnadóttur kennara við Vörðuskólann. Þau höfðu að mestu lokið við að reisa einbýlishús a Fornuströnd 5 á Seltjarnarnesi af miklum dugnaði þar sem þau höfðu búið sér hlýlegt og fallegt heimili. Svavar bar mikla umhyggju fyrir börnum sinum og samband hans við þau var náið og traust. Á sama hátt varð hann Brynjólfi og Jónu Elvu, börnum Unnar, hollur vinur og góður heimilisfaðir. Samband islenzkra barnakennara hefur misst traustan forustumann og farsælan framkvæmdastjóra, sem hefur öðrum fremur mótað stefnu samtakanna undanfarin ár. Skarð hans verður vandfyllt. Við nánustu samstarísmenn hans I stjórn sambandsins sjáum á bak góðum vini og félaga. Við blessum minningu hans og þökk- um öll störf hans i þágu kennarastétt- arinar. Við vottum aðstandendum, elsku- legum foreldrum, konu og börnum ásamt öðrum ástvinum inniiega samúð. Guð gefi, að ljós góðra minninga um mætan mann lýsi þeim og ylji á dimm- um dögum. Ingi Kristinsson 8 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.