Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Blaðsíða 3
b f y | 11 NG Séra ] Björn ( D. Björnsson Fæddur 21. janúar 1895. Dáinn 29. september 1975. „Faðir! Gef oss að verða þér auðsveip og hugumstór börn vegna trausts og elsku í nafni þins elskulega sonar, Jesú Krists. Amen.” Björn O. Björnsson fyrrum sóknar- prestur lézt f sjúkrahúsinu á Akureyri hinn 29. september sl. Hann hafði nokkrum dögum áður dvalizt um hrið á Hálsi i Fnjóskadal með vildar- vini sinum og frænda séra Friðrik A. Friðrikssyni á Húsavik. Þar kenndi hann til verkjar i brjósti, en hafði ekki orð á til þess að ekki félli skuggi á sól- skinsstundir þeirra tvimenninganna. Hann veiktist svo snögglega eftir að Vigfús sonur hans hafði sótt hann að Hálsi og hlaut mildan dauða eftir skamma sjúkdómslegu. Hið heiðrika göfugmenni kvaddi þennan heim um- vafinn ástriki barna sinna, sem hurfu ekki frá beði hans, fyrr en eftir að yfir lauk. Björn Hannes Ragnar 0. Björnsson var fæddur i gamla miðbænum f Kaup- mannahöfn hinn 21. janúar 1895 og skirður i Frúarkirkju. Hann var elztur fjögurra barna þeirra hjónanna Odds Björnssonar prentmeistara og Ingi- bjargar Björnsson Benjaminsdóttur. Næstelzt er Ragnheiður Ö. Björnsson kaupmaður á Akureyri, nær áttræð að aldri og er hún ein á lifi þeirra syst- kina, ern og hress sem áður. Yngstir voru Sigurður prentsmiðjustjóri og Þór lengi deildarstjóri hjá KEA. ar, Guðný, Þórarinn, Guðrún, Ingi- björg Guðrún, sem lézt 1967, og sú sem ritar þessi orð. Barnabörnin eru 34 og barnabarnabörn eru 19. Mig langar að lokum að þakka Þórarni bróður mín- um og Sigriði konu hans, og börnum þeirra, gott sambýli og umönnun við foreldra mina. Þó þau væru aldrei al- veg upp á aðra komin, þá hefðu þau ekki getað verið án umhyggju þeirra né umsjár, svo öldruð sem þau voru orðin. Einnig þakka ég öllum sem minntust þeirra og fylgdu þeim siðast spölinn. Ég er þess fullviss að þau eru sæl saman i eilifðinni, ásamt ættingj- um og vinúm. ,,Þvf þar biða vinir i varpa, sem von er á gesti”. Stefanla Ragnheiður. Islendingaþættir Þau systkin eru komin af góðu, hún- vetnsku bændakyni. Ingibjörg var dóttir hjónanna Benjamins bónda á Mörk i Laxárdal Guðmundssonar og Ragnheiðar Arnadóttur bónda þar. Móðir Ragnheiðar, Ketilriður, var systir Natans og Guðmundar Ketils- sona. Oddur prentmeistari var fæddur og uppalinn að Hofi i Vatnsdal, sonur hjónanna Björns bónda þar Oddssonar bónda á Marðarnúpi Björnssonar frá Stærra-Arskógi og Rannveigar Sig- urðardóttur frá Eyjólfsstöðum i Vatnsdal. Snemma bar á þvf, að Björn O. Björnsson var óvenju bókhneigður og fróðleiksfús. Er til marks um það, að þá er hann var aðeins þrettán ára að aldri var honum falin umsjón Amts- bókasafnsins um sumarið. Þá voru bókaverðir hjónfn Guðrún og Jóhann Ragúels og hafði Guðrún farið með mann sinn til Hafnar til lækninga vegna augnveiki. Hefurhún sfðar sagt svo frá, að Björn hafi rækt starf sitt vel, enda enginn á Akureyri jafnkunn- ugur safninu og hann. Enn skal rifjað upp, að Stefán skólameistari Stefáns- son lét þess getið i skólaslitaræðu, að Björn væri viðlesnasti gagnfræðingur, sem hann hefði útskrifað. Björn O. Björnsson varð stúdent 18 ára að aldri, sem var óvenjulegt á þeirri tíð. Hann haföi lagzt f taugaveiki um vorið, svo aö stúdentsprófið frest- aðist til haustsins og komst Björn á fætur til að ljúka þvi hálfum mánuði áður en hann sigldi til Hafnar. Þar lagði hann stund á jarðfræði og landa- fræði við háskólann og hafði að hliðar- greinum eðlis- og efnafræði, og lauk kennaraprófi i þeim 1917. Haustið 1918 settist hann i guðfræðideild Háskóla Islands og varð kandidat 1921 og gengu þeir upp einir og saman .frændurnir séra Friðrik A. Friðriksson og hann. Um haustið varð Björn stundakennari við Menntaskólann i Reykjavik, en vigðist að Ásaprestakalli i Skaftár- tungu 1922. Ásprestakall var á þessum tima mjög erfitt yfirferðar, en Skaftfell- ingar tóku snemma til þess, að Björn þótti dugandi og kjarkmikill ferða- maður og lét hvorki jökulvötn, hraun né sanda aftra för sinni. Sérstaklega þótti hann glöggur á straumhvörfin i fallvötnunum, svo að með ólikindum þótti um mann eins og hann, sem alizt hafði upp við bæjar- og borgarlif. Sjálfur kvaðst hann hafa haft gaman af að riða vötn og sjá þau út. Björn naut þess einnig, að hann átti jafnan merka og góða hesta, þótt þeir, sumir hverjir, væru ekki allra meðfæri, og bar umhyggju fyrir þeim. — Það má nærri geta, að Björn lenti oft i hrakn- ingum á ferðum sinum um Meðalland og Verið i misjöfnum veðrum. Það bitnaði kannski mest á Guðriði konu hans og kveðst Vifdús oft muna móður sina kvlðafulla undir slikum kringum- stæðum, þar sem hún fór út að gá, hvort ekki sæizt til bónda sins. Arið 1933 varð Björn sóknarprestur á Brjánslæk á Barðaströnd. Hann undi sér strax vel i hinni kostariku og fögru náttúru vestur þar, fór vitt um Breiða- fjörð á opnum bátum og þótti ekki sið- ur kjarkmikill til sjóferða en i glim- unni við fallvötnin áður. Hann dreymdi djarfa drauma um umsvif og meiriháttar búskap á Brjánslæk og var kominn vel áleiðis með að gjöra þær draumsýnir að veruleika á þeim tveim árum, sem hann bjó þar. Hefur hann siðar sagt svo frá, að hann hafi •arla tekið nokkuð nær sér en að verða að flytja þaðan, en kringumstæðurnar knúðu hann til þess. Áriö 1935 varð Björn sóknarprestur að Höskuldsstöðum á Skagaströnd, en lét af prestskap árið 1941 og hóf á nv 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.