Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Blaðsíða 13
ekki aðeins haldið i horfi heldur stöð- ugt að þvi unnið, að fegra býlið og bæta. Eru Hafsteinsstaðir nú i röð mestu myndarbýla i Skagafirði. Það lætur að likum, að Steinbjörn heitinn hafi komið við sögu félagsmála i Skagafirði þegar þess er gætt, úr hvaða jarðvegi hann vár sprottinn og hverra uppeldisáhr. hann naut. Inn- an við tvitugt gerðist hann félagi i karlakórnum Heimi og starfaði þar af miklum áhuga um fjölda ára. Duldist ekki þegar i upphafi, að i Steinbirni bjó mikið söngvaraefni. Byrjaði hann að syngja annan tenór en söng sig brátt upp i fyrsta tenór og var jafnan siðan einsöngvari með kórnum. Tókst hann þar oft á við erfið einsöngshlutverk en skilaði þeim ávallt með mikilli prýði. Munu margir harma að eiga þess nú ekki lengur kost, að „taka lagið” með Steinbirni. Sem betur fer er þó rödd hans varðveitt á hljómplötu, þar sem hann syngur einsöng með Heimi i gull- fallegu lagi föður sins: Móðir min. Mun vinum Steinbjörns nú þykja sú hljómplata mikill dýrgripur. En þær hefðu getað orðið svo miklu fleiri. Leiðir þetta hugann að þvi, hversu margar góðar raddir „glatast”, viðs vegar um land, af þvi ekki er um það hirt i tima, að varðveita þær á hljóm- plötum. Væri þarna ekkki verkeni fyrir tónlistardeild Rikisútvarpsins? Ungur að árum fékk Steinbjörn áhuga á hestum og hefur á siðari árum verið einn af kunnustu hestamönnum landsins. Varð hann snemma einn af ötulustu liðsmönnum hestamanna- félagsins Stiganda i Skagafirði og var einróma valinn formaður þess er hinir eldri forgöngumenn kusu að létta af sér stjórnarstörfum. Reyndist það rétt val. Steinbjörn var þeirrar gerðar að vaxa með hverju þvi verki, sem hon- um var falið. Hestamannafélögin i Skagaf., Stigandi og Léttfeti, hafa nú komið upp aðstöðu til hestamanna- móta á Vindheimamelum, einhverri þeirri beztu, sem til er á landinu, að dómi þeirra, er til þekkja. Að þessari miklu oggóðu framkvæmd hafa marg- ir lagt hönd en fáir eða engir munu þó eiga þar drýgri hlut en Steinbjörn. Voru honum og, i vaxandi mæli, falin vandasöm trúnaðarstörf á vegum landssamtaka hestamanna. Menn fundu að þau viðfangsefni, sem honum voru falin, voru i góðum höndum, dómgreind hans, réttsýni og sanngirni mátti treysta. Þrátt fyrir mikið ann- riki við búskapinn gaf Steinbjörn sér alltaf tima til þess að sinna hestum slnum. Honum var það ómissandi lifs- nautn að umgangast þá. Hesturinn var honum i senn félagi og vinur. Þess vegna var hann sannur hestamaður. Og nú er hann allur þessi góði dreng- islendingaþættir Kristmundur Sigurbjartur Þorláksson frá Hvammstanga f. 29/8. 1911. d. 14/9. 1975. Nú ertu sigldur úr siðustu höfn, slik sigling vor allra biður. Bárulaus, skinandi blasir við dröfn, byrinn ljúfur og þýður. Þú hnést til jarðar, það brustu bönd, svo bráð urðu þar umskipti, en anda þinum, guðs heilög hönd á hærra svið þá upplyfti. Nú opni þér, drottinn, sin ljósheima lönd og leiði á framtiðar brautum, þvi nú eru að eilifu brostin þau bönd, sem bundu þig jarðlifsins þrautum. Og andanum lýsi guðs eilifa ljós, umvafinn mildi og hlýju, þar englarnir syngja sigurhrós um sæluvistina nýju. Meðan þú dvaldir hér, markmið þitt var, að mæta með jafnaðargeði, hverju þvi sem að höndum þér bar, hvort heldur sorg eða gleði. Og ávaxta pund, sem þér úthlutað ætið að veikbyggðu hlúa, og létta þeim erfiði er byrðarnar bar, með bróðurhug að þeim að snúa. Þú hafðir svo glaða og létta lund, varst ljúfur og hress i geði. A heimili þinu hverja stund bjó hamingja sönn og gleði. En ekki er svo bjart, að ei geti syrt, hinn óboðni kom með ljáinn, eftir það fannst þér alltaf myrkt. Nú eruð þið bæði dáin. Við kveðjum þig nú, með kærri þökk, sú kveðja er flutt i hljóði. Þá góðvinur hverfur, er kveðjan klökk, komin úr minningasjóði. Nú biða þin vinir, á brimlausri strönd, þar bjart er land fyrir stafni. Þeir rétta þér glaðir hlýja hönd i Herra guðs föður nafni. Anna Halldórsdóttir. ur, og mjög fyrir aldur fram. Honum auðnaðist á skammri ævi, að inna af höndum mikil störf og giftudrjúg, bæði sem bóndi og félagsmálamaður. Þau munu lengi geyma minningu hans. En þó finn ég nu, er leiðir skilja, að mér eru aðrar minning arum Steinbjörn hugstæðari. Það er minningarnar um óvenju góðan og hugljúfan félaga, um einlægni hans, hlýju hans, prúð- mennsku hans og drenglyndi. Og þykir mér e.t.v. vænst um minninguna sem ég á um hann frá þvi ég sá hann i fyrsta sinn. Ég var þá staddur á Reykjarhóli, mættur á fyrstu radd- æfingu minni hjá Jóni söngstjóra. All- an timann sat Steinbjörn, þá 11 ára gamall, við hlið pabba sins við orgelið. Það datt ekki af honum né draup, en um andlit hans lék þetta opinskáa, fallega, bjarta bros, sem var svo ein- kennandi fyrir hann alla stund. Mér fannst, að i þessu brosi fælist mikil fyrirheit um þennan unga dreng. Og þau fyrirheit brugðust ekki. Steinbjörn heitinnvar lagður við hlið móður sinnar i Glaumbæjarkirkju- garði laugardaginn 13. sept. s.l. Mjög mikið fjölmenni fylgdi honum til graf- ar, sumir langt aðkomnir,. Sá mann- fjöldi sagði meira um þann, sem verið var að kveðja, en mörg orð. Mér mun ekki úr minni liða hin aldna kempa, Jón á Hafsteinsstöðum, þar sem hann stóð við opna gröf einkasonar sins, meðan 500 manns gengu framhjá henni og vottuðu hinum látna hinztu kveðju. Það var mikið sólfar yfir Skagafirði þennan dag. Svo var einnig yfir lifi Steinbjörns og starfi. Ég votta ástvinum Steinbjörns dýpstu samúðmina og bið þeim allrar blessunar. Magnús H.Gislason. 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.