Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Page 23

Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Page 23
jafnt á sviði andlegra mennta sem verklegrar kunnáttu. Snemma mun Benedikt hafa ákveð- ið að helga sveitalifinu krafta sina og gerast bóndi, enda er Staðarbakki á- kjósanleg bújörð og vel i sveit komið, góð til ræktunar og hlunnindi nokkur af laxveiðum i Miðfjarðará. Til að fullnægja sem best hinni fjölbreyttu og merku starfsemi og stöðu bóndans, stundaði Benedikt nám við bændaskól- ann á Hvanneyri og lauk þaðan bú- fræðiprófi með lofsamlegum vitnis- burði. Að undanteknum námstima Bene- dikts á Hvanneyri hefur hann verið þar heima á Staðarbakka, fyrst i skjóli sinna ágætu foreldra og siðar sem bóndi, ásamt með bræðrum sinum Gisla og Magnúsi. .A vordögum 1945 kvongaðist Bene- dikt Ásdisi, einkadóttur Guðfinnu og Magnúsar, sem lengi bjuggu á Torfu- stöðum i Núpsdal, gáfaðri konu og i alla staði hinni ágætustu húsfreyju. Börn þeirra hjóna eru fjögur, vandað fólk og vel gefið, en þau eru: Margrét, gift Ólafi Jóhannssyni, Ingimundur, kvongaður Matthildi Sverrisdóttur, Jón, og er hans kona borbjörg Ólafs- dóttir, öll búsett i Reykjavik og yngsti sonurinn, Rafn, heitbundinn Ingi- björgu Þórarinsdóttur, enn i föður- garði og liklegur að taka þar við búi, áður langir timar liða, og er það alltaf gleðiefni landi og lýð, er óðöl ganga þannig að erfðum frá einni kynslóð til annarrar. Auk þess sem þau hjón, Ásdis og Benedikt, hafa um þrjá tugi ára setið jörð sina með miklum myndarskap, stuðlað að gæfu og gengi barna sinna heima og að heiman, hefur á þeim tima verið i mörg horn að lita, hvað opinber störf snertir, og tekur það jafnan eigi siður til húsfreyjunnar en“ bóndans, þó hann sé til starfans kos- inn eða skipaður. En það ætla, ég, að Benedikt hafi gegnt flestum þeim trúnaðarstörfum sem til falla i hrepps- félagi, þóeigi verði þau öll talin hér, en neftia má hreppsnefnd og þar með talin oddv.störf um mörg ár, einnig sýslunefnd i Vestur-Húnavatnssýslu og nú um nokkurra ára skeið hrepp- stj. Ytri-Torfustaðahrepps. 011 þessi störf, sem og þau önnur, sem Benedikt hefur verið til kjörinn, hefur hann af hendi leyst af samvizkusemi og allri alúð, enda sist liklegur til neinna flausturverka eða litt hugsaðra á- kvarðana, hvort heldur verið hefur i opinberum málum eða einkalifi. A þessum merku timamótum færi ég þeim hjónum og þeirra nánustu minar beztu hamingjuóskir og þar undir veit ég að sveitungar okkar taka heilshug- ar.— Guðmundur Björnsson. Jón Árnason Um það leyti sem Sambandið byrj- aði starfsemi sina hér i Reykjavík voru stofnuð mörg samvinnufélög i landinu og leituðu flest atbeina um stuðning þess og fengu hann þótt all- erfitt væri um vik. Viðskiptaárferðið var erfitt fyrstu árin eftir heimsstyrj- öldina, sem endaði 11. nóv. 1918, þó að undanskildu árinu 1919. Snjóavetur 1920, sá mesti á þessari öld hér sunn- anlands, varð bændum og um leið kaupfélögunum, sem mjög voru fjár- vana, mjög þungur i skauti og veitti þá Sambandið mikla aðstoð og skipti þá miklu að hafa við stýrið góðviljaða menn og ötula eins og forstöðumenn Sambandsins reyndust og I minnum má hafa. A erfiðleikatimum eins og voru nokkur ár eftir 1919 er gott að geta minnst þess að hafa átt i fararbroddi menn eins og Hallgrim Kristinsson og Jón Arnason.sem áttuisérþann þrótt, sem almenningur naut og virti i orði og verki. Að loknu hinu mikla og mikilvæga starfi hjá Sambandi isl. samvinnufé- laga við árslok 1945 gerðist Jón banka- stjóriLandsbanka tslandsog hafðiþað starf á hendi næstu tiu árin eða fram á árið 1954, en frá þvi 1928 hafði hann veriö formaður bankaráðsins og allan þann tima fylgst með öllum meiri- háttar störfum þar. í lok heimsstyrjaldarinnar siðari var gjaldeyrisstaða þjóðarinnar sterk og miklar erlendar innstæður fyrir hendi, en þær höfðu óðfluga minnkað næstu árin og hagur bankanna gagn- vart útlöndum versnað i verulegum mæli. Mun þá varkárni og aðgæzla Jóns hafa komið sér vel, er hann gegndi bankastjórastörfum. Seinni ár Jóns i Landsbankanum var stofnaður Seðlabanki Islands og var Lands- bankastjórnin þá einnig stjórn Seðla- bankans. Störfin i stjórn Landsbank- ans hafa þvi verið umfangsmikil og krafist mikillar vinnu. Þegar kemur fram á árið 1954 varö það að ráði að störfum Jóns lyki i Landsbankanum en hann tæki að sér bankastjórastörf i Alþjóðabankanum i Washington næstu tvö árin eða til loka ársins 1956. Var hann þar bæði fyrir hönd tslands og Norðurlandanna. Hann dvaldi þvi vestan hafs i höfuð- borg Bandarikjanna þau árin en flutti eftir það heim til Islands. Siöan hefur hann ekki haft opinber störf á hendi, en notið heimilis sins upp frá þvi. Auk þeirra starfa sem hér hafa verið talin hefur hann haft á hendi margs- konar önnur störf, oftsinnis verið i samninganefndum fyrir rikisstjórn- ina. Hann átti frá 1923 sæti i stjórn Eimskipafélags íslands, lengst af skipaður af rikisstjómum, en eftir það kosinn af hluthöfum, þangað til hann baöst undan endurkosningu. Jón Arnason er mikill áhugamaður um almenn mál og tók mikinn þátt i þjóðmálastarfsemi, lengi og vel, allt frá yngri árum og fram yfir miðjan aldur. Veittu menn þvi jafnan mikla athygli, hvað hann lagði til mála, bæði þeir er sammála honum voru og hinir, ogvar þesssaknaðaf mörgum erhann lagði árar I bát og hætti þátttöku sinni á þvi sviði. Reynslan og hæfileikarnir gátu svo mörgu gagnlegu miðlað öðr- um, þeim er á vildu hlýða. Jón Arnason kvæntist 8. jan. 1925 á- gætri konu, Sigriðifrá Kornsá I Vatns- dal, dóttur Bjarnar Sigfússonar al- þingismanns og bónda þar og konu hanslngunnar Jónsdóttur frá Melum i Hrútafirði, systur séra Jóns prófasts hins fróða á Stafafelli i Lóni. Heimili Sigriðar og Jóns á Laufásvegi 71 hefur verið og er með hinum mesta myndar- brag bæði utan húss og innan, þar sem gestir njóta hlýju og nærgætni beggja húsráðenda og allrar fjölskyldunnar. Synir þeirra hjóna eru tveir, Björn og Ami, og gegna báðir störfum hjá Sambandifsl. samvinnufélaga. Dóttur áttu þau eina, en hún lézt af slysförum á fermingaraldri. Var hún bæði dáð og syrgð af öllum er til hennar og heimilisins þekktu. Eftir að Jón lét af opinberum störf- um og raunar allt frá þvi fyrsta, hefur hann verið maður heimilisins, þ.e. lát- ið sér mjög annt um heill þess og heið- ur og viljað njóta nærveru fjölskyld- unnar og sinnt sem bezt óksum hennar og þörfum. Hann hefur lengst af notið góðrar heilsu, andlegrar og likamlegr- ar, þrátt fyrir mikil störf og margþætt, en svo hefur farið um hann sem aðra, er ellin heimsækir, að fæstir geta varnarvopnum við komið til lengdar. Jóni hefurdaprastsjón ög heyrn. Lest- ur góðra bóka var honum til unaðar og sálarheilla, en erhonum orðinn erfiður og saknar hann þeirrar iðju mjög sem vonlegt er. Við þessi timamót i ævi hans vil ég færa honum einlægar þakkir fyrir á- gæt kynni, margs konar leiðbeiningar ogholl ráð á þeim rúmlega fimmtiu og fimm árum sem við höfum þekkt hvorn annan. Ég veit einnig að margir starfsbræður minir tækju undir þau orö, mættu þeir mæla við þetta tæki- færi. Ég óska konu hans, sonum þeirra og fjölskyldunni allri þeirrar farsældar, sem hverjum einstökum má til mestra heilla teljast. Jón tvarsson. islendingaþættir 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.