Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Blaðsíða 12
Steinbjörn Jónsson frá Hafsteinsstöðum „Enn fer þyturharms um hérað mitt”. Fr. Hansen. „Litt sjáum aftur og ekki fram.” — Sýzt óraði mig fyrir þvi þegar ég hitti Steinbjörn á Hafsteinsstöðum á sam- komu i Miðgarði þann 30. ágúst i sumar, að sá yröi okkar siðasti sam- fundur. Hann var hress og glaður sem ætið áður, handtakið traust, brosið bjart og hlýtt, af honum geislaði lifs- þrótturinn og karlmennskan. Réttri viku siðar er hann staddur austur i Kelduhverfi. Hann gengur þar hress til hvilu að kvöldi, er örendur að morgni, andast i svefni. Svo hratt og hljóðlega getur dauðinn gengið um dyr. Steinbjörn á Hafsteinsstöðum var fæddur að Stóru-Seylu 6. mai 1926 og skorti þvi eitt ár i fimmtugt er hann andaðist. Foreldrar hans voru hjónin Jón Björnsson frá Stóru-Seylu, siðar bóndi i Brekku hjá Viðimýri, þá á Reykjarhóli en lengst af á Hafsteins- stöðum, — og kona hans, Sigriður Trjámannsdóttir, eyfirzkrar ættar, einstök ágætiskona, og er hún látin fyrir fáum árum. Var Steinbjörn heit- inn einkabarn þeirra hjóna. Má nærri geta að við hann hafi þau tengt miklar vonir. Þær munu og fyllilega hafa rætzt þótt æviár þessa góða drengs yrðu færri en þau og aðrir honum kunnugir hefðu vænzt. Þóttheimiliði Brekku væri ekki fjöl-, mennt, en þar ólst Steinbjörn upp fyrstu tiu ár ævi sinnar, var þar þó oft ærin þröng innan dyra. Jón er maður félagslyndur og gestrisni þeirra hjóna var með fádæmum.' Karlakórinn Heimir, arftaki hins tvistraðist i glaumi né hvarf i hretum lifsins. Trúnni frá æskuárum var hún ætið i heitum bundin. Hún geymdi hug- ljúfar minningarfrá Hnappavöllum og öræfasveit og lagði rækt við ætt og uppruna. Þaö mun hún hafa viljað staðfesta með þvi, að jarðneskar leifar hennar skyldu lagðar i reitinn, sem er umhverfis helgidóminn, þar sem hún ung staðfesti skirnarheit sitt. — Þeirri trú var hún i heitum bundin. Blessuð sé minning Guðnýjar. P-Þ. 12 gamla og góðfræga Bændakórs, var stofnaður laust fyrir áramótin 1927—1928. Var Jón i Brekku þegar i öndverðu einn af ötulustu forgöngu- mönnum hans. Söngfélögunum varð tiðförult til Jóns og Sigriðar i Brekku. Þar fóru fram raddæfingar og samæf- ingar. Heita mátti, að litla baðstofan i Brekku ómaði af söng og tónlist daginn út og daginn inn. 1 þessu umhverfi gestrisni tóna, glaðværðar og félags- anda ól Steinbjörn sin bernskuár. Leikur enginn efi á að það hefur átt rikan þátt i að móta lifsviðhorf hans og störf siðar á lifsleiðinni og hafa þau uppeldisáhrif reynzt honum gott vega nesti og giftudrjúgt. Eftir að Steinbjörn stálpaðist mátti heita að hann ynni að búi foreldra sinna vetur, sumar, vor og haust, að undanteknum tveimur vetrum erhann dvaldi við nám i héraðsskólanum á Reykjum i Hrútafirði, hjá hinum ágæta skólamanni og æskulýðsleið- toga, Guðmundi heitnum Gislasyni. Héraðsskólarnir voru gagnmerkar menntstofnanir. Þar var ofið saman alhliða bóklegu námi, iþróttaiðkun, söng, félagsmálastarfi og nokkurri verkmennt. Þeir stuðluðu þannig jöfn- um höndum að andlegum og likamleg- um þroska nemenda sinna. Svo vildi til að ég kom i heimsókn að Reykjum til mins gamla og góða kennara, Guðmundar Gislasonar, siðari vetur- inn, sem Steinbjörn stundaði þar nám. Fór Guðmundur ekki dult með það, hversu miklar mætur hann hafði á þessum prúða og drengilega Skagfirð- ingi og taldi, að þar færi mikið manns- efni. Framtiðin átti eftir að sýna, að þar reyndist Guðmundur sannspár, sem oftar. Þau Jón og Sigriður fluttust frá Reykjarhóli i Seyluhreppi að Hafsteinsstöðum i Staðarhreppi árið 1939, er þeim auðnaðist að ná eignar- haldi á þeirri jörð. Bjuggu þeir feðgar þar i félagi þar til fyrir fáum árum að Jón hætti búskap og flutti til Sauðár- króks en lét jörðina að öllu i hendur syni sinum og tengdadóttur. Búskapur þeirra feðga á Hafsteinsstöðum var rekinn með miklum myndarbrag. Stórbættu þeir jörðina, bæði að ræktun og húsakosti. Má raunar undravert heita hversu miklu var komið i verk þegar þess er gætt hvilikum tima var fórnað til annars en bústarfanna. Jón er, eins og fyrr er getið einn af stofn- endum karlakórsins Heimis, söngstj. hans i tugi ára, æfði, stjórnáði kirkju- kórum, samdi fjölda sönglaga, og sinnti auk þess margháttuðum öðrum félagsstörfum og umsvifum, að við- bættri allri gestanauðinni. Og oftast voru þessi störf unnin fyrir h’til laun eða engin. Verður aldrei mældur né metinn sá timi, sem til þessara starfa fór, en Jóni og heimili hans fullþökkuð þau afrek, sem hann hefur unnið i þágu skagfirzkra tónmennta. En það var eins og alltaf væri nægur timi til alls á Hafsteinsstöðum. Árið 1953 kvæntist Steinbjörn eftir- lifandi konu sinni, Ester Skaftadóttur frá Kjartansstaðakoti á Langholti. Var mikið jafnræði með þeim hjónum um atorku og glæsibrag. Þeim varð fjögurra barna auðið og eru þau þessi: Jón, fæddur 1953, Skafti, fæddur 1955, Bjöm, fæddur 1957 og Sigriður, fædd 1960. Eina dóttur eignaðist Steinbjörn áður en hann kvæntist, Ragnheiði, og er hún gift og búsett i Reykjavik. Ungu hjónin á Hafsteinsstöðum tóku,i öllum skilningi, við miklum arfi og góðum úr höndum þeirra Jóns og Sigriðar, en það varð lika ljóst af bú- skap þeirra á Hafsteinsstöðum, þótt skemmri yrði en skyldi, að þar yrði islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.