Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Side 4

Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Side 4
útgáfu tímaritsins Jarðar, sem hann hafði hafið á árum sinum að Ásum. Árin 1945 til 1955 var Björn sóknar- prestur á Hálsi i Fnjóskadal. Þar stóð hann fyrir byggingu á stóru og góðu ibúðarhúsi og vönduðu útihúsi. Það var harðsótt verk, en jafn geðrikur maður og Björn undi illa kyrrstöðunni. Þvi stóð hugur hans til stórræða, hvar sem hann var. Oddur Björnsson hafði á sinum Hafnarárum hafið útgáfu á Bókasafni alþýðu, er lengi mun halda nafni hans á loft, og má i þvi sambandi ekki gleymast þáttur konu hans, sem með dugnaði sinum og fyrirhyggju gerði þetta kleift. Þessi útgáfa var borin uppi af þeirri hugsjón, að góðar bók- menntir að efni og frágangi eigi ekki að vera forréttindi heldur almennings- eign. Eflaust var útgáfustarfsemi Björns á timaritinu Jörð 1931 til 1935 og aftur 1940 til 1948, af sama toga og háleitari. Jörð var stofnuð „vegna trú- ar á fagnaðarerindið um nálægð himinsins — framtið Jarðarinnar — og vegna trúar á það, að islenzku þjóðinni sé ætlað að vera meðal „friðflytjend- anna”, nálægt fararbroddi.” Þó var Jörð ekki ætlað fyrst og fremst að snúa sér að trúmálum, heldur var þar rætt um hin sundurleitustu efni, — og að vfsu frá sjónarmiði trúar. Það er með ólikindum, að Birni 0. Bjömssyni skyldi takast að halda Jörð úti svo lengi sem raun ber vitni, og vera þó hugsjón sinni trúr bæði um efni og frágang. Er ekki vafi á, að oft hefur verið þröngt i búi, enda skil mis- jöfn á áskriftargjöldum, en á hinn bóg- inn hefur Oddur prentmeistari á stundum verið vægur i kröfum á prentkostnaði. Auk þessa liggja eftir Björn um- fangsmikil ritstörf á við og dreif. Hann var útgefandi og aðalhöfundur ritsins Vestur-Skaftafellssýsla og ibú- ar hennar, Rvik 1930, merkisbók og brautryðjandaverk. Þá var hann frumkvöðull og safnari að ritinu Is- lenzkar ljósmæður. Af þýðingum má nefna Egyptann eftir Mika Waltari o.fl., Gamla manninn og hafið eftir E. Hemingway og siðast en ekki sizt hin merku rit C.W. Cerams Fornar grafir og fræðimenn og Grafir og grónar rústir. Fornfræðiáhugi Björns var rikur og snerist einkum að mannfræði. Sér- staklega var honum hugleikin „menn- ingarbyltingin” i Skandinaviu og hafði kynnt sér öllum mönnum betur Herúlakenninguna svonefndu og m.a. gefið út bækling um þessi efni á danska tungu, sem vakti nokkra at- hygli erlendis meðal fræðimanna. Að þessum mannfræðirannsóknum hafði hann unnið 10 til 15 ár, hérlendis og er- lendis, er hann léztog liggur eftir hann vísindarit um þau efni, sem nær er fulllokið, auk tveggja mikilla ritverka annarra, sem eins ástatt um. Björn O. Björnsson var fágætur og ógleymanlegurpersónuleiki. Hann var alvörugefinn trúmaður og bjó yfir mikilli lifsreynslu. t skoðunum var hann einarður, skörp dómgreind hans og ihygli vakti athygli og eindregni hans og óumræðanleg hreinskilni við hvern, sem var að skipta. Hann var fjölmenntaður heimsborgari og feg- urðarunnandi eins og viðkvæmir og djúpir tilfinningamenn með þroskaðan smekk og siðfágun geta einir verið. Hanri var sannur friðarsinni, en lét ekki blekkjast af þeim, sem höfðu slikt að yfirvarpi, heldur fyrirleit hjartan- lega. Og hélt hugsjón sinni jafnhreinni eftir sem áður. Hinn 28. júni 1924 kvæntist Björn Guðriði dóttur Vigfúsar bónda á Flögu i Skaftártungum Gunnarssonar og Sig- riðar Sveinsdóttur prests Eirikssonar að Asum i Skaftártungum, systur Gisla þingforseta, og sendiherra. Guðriður lézt 12. april 1973 á 72. ald- ursári eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Börn þeirra hjóna eru: Ingibjörg, gift Bjarna Linnet póst- meistara i Hafnarfirði, Vigfús bók- bandsmeistari á Akureyri, kvæntur Elísabetu Guðmundsdóttur frá Flatey á Skjálfanda, Sigriður, er lagt hefur stund á Art Therapies eða listlækning- ar, Oddur rithöfundur, kvæntur Borg- hildi Thors, Sigrún leikkona, gift Ragnari Björnssyni dómorganista. Björn O. Björnsson lagði mikla rækt við heimili sitt og gæddu þau Guðriður það sigfágun og alúð við hvern, sem var. Þau voru samhent I uppeldi barna sinna og gæfusöm. Björn var virtur og elskaður af börnum sínum. Þótt strangleiki hans væri nokkur fyrrum, varð úr þvi hæfileg blanda vegna mildi móðurinnar. A nýliðnu sumri auðnaðist Birni að koma aftur til Brjánslækjar. Þá dvald- ist hann um tveggja vikna skeið á Flókalundi, en börn hans öll og afkom- endur fóru vestur með honum til að taka þátt i gleði hans. Sól skein i heiði hvern dag og Björn var hrókur alls fagnaðar og fjörmikill leiðsögumaður um byggðir Barðastrandar. Á Haga messaði hann og flutti stórbrotna ræðu af eldmóði, en tengdasonur hans, Ragnar Björnsson var organisti. Hann lét þess getið, að hann hefði aldrei heyrt jafn kröftugan söng i kirkju hér- lendis. Er siglt var út á Breiðafjörð, stóð B jörn á þilfarinu og horfði heim til Brjánslækjar svo lengi sem þangað sást. 1 Reykjavik tafði hann tæpa stund, en hélt nú norður til fundar við fornvin sinn séra Friðrik og undirbjó með nærfærni og útsjónarsemi dvölina með honum. — „Undur finnst mér fall- egt á Hálsi.” Þannig kvaddi Björn O. Bjömsson þennan stað, þegar þeir feðgar sigu upp á Vaðlaheiðina. Nú átti hann aðeins eftir að kveðja sina nánustu. Svo var hann ferðbúinn. í IV. árgangi Jarðar birtust „Nokkr- ir þættir um trúarjátningu kristins nú- timamanns” og hafa þá sömu bæn að yfirskrift og þessi fátæklegu orð. Ég finn, að mig skortir ihygli og þroska til þess að skilja inntak þessarar bænar. Þó þykist ég skynja það, að I henni fel- ist sú hreinskilni, að lotning fyrir guð- dómnum sé okkur næsta litils virði nema við höfum stórhug til að bera hana uppi með lifsfyllingu okkar sjálfra. Einungis sú ræktun eða ögun hugans, sem gefur slika fullnægju i lif- inu, sé eftirsóknarverð. Ég tel mig lánsmann að hafa kynnst birni O. Björnssyni. Nú, þegar hann er til moldar borinn, eiga ættingjar hans og vinir mina samúð sanna. Með hon- um er gengið hugumstórt barn i þeim skilningi, sem hann sjálfur lagði i þat orð. Halldór Blöndal. 'f Rödd úr Mcðallandi Útvarpið færði okkur hinn 30. f.m. andlátsfregn sr. Björns O. Björnsson- ar, er látizt hafði daginn áður — hinn 29. s.m. — I Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Þar og viðar nyrðra hafði hann um skeið dvalið, á þeim slóðum, þar sem hann var siðast prestur. Hann var fæddur i Kaupmannahöfn 21. jan. 1895, þar sem foreldrar hans áttu heima þá, en þau voru Oddur Björns- son, siðar prentsmiðjueigandi á Akur- eyri, bróðir sr. Magnúsar prófasts á Prestbakka á Siðu, og Ingibjargar Benjaminsdóttur bónda að Skeggja- stöðum á Skagaströnd og víðar. Kynni min af sr. Birni hófust, er hann kom hingað nývigður prestur ár- ið 1922. Aður hafði ég heyrt þess getið, að mynd af honum hefði verið eða væri ibarnabók (Nýju barnagulli?) er faðir hans gaf út, og var til þess tekið, hve falleg myndin væri, svipurinn heiður, enda virtist mérævinlega að sr.Björn myndaðist vel. En hann hafði meira til að bera en svipinn. Hið innra með hon- um sló hjarta, sem hin hlýja fram- koma hans við aðra mótaðist af og kom fram I mörgu. Hann virtist hafa áhuga á sem nánustu sambandi við sóknarbörn sin, fór hægt yfir i húsvitj- unarferðunum, svo að hafa mætti sem mestan tima til umræðna. Og yrði hann þess var að einhverjar erjur risu 4 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.