Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Blaðsíða 6
andliti hans. bvi gleymi ég ekki, hve sá ljómi var mikill, svipur hans hýr og góðmannlegur. Á haustkvöldi eru ferðalokin komin ogaugun hafa lokast. tguðs friði hefur séra Björn sofnað. Og það hvilir mikil ró og friður yfir kistu hans, sem vekur sömu tilfinningu og Jónas Hallgrims- son lýsir i sólsetursljóði sinu: Hóglega hæglega á hafsæng þýða sólin sæla sig þú til viðar. Nú er um heiðar himinbrautir för þin farin yfir frjóvga jörð. Guð blessi minningu séra Björns 0. Björnssonar. Pétur Sigurgeirsson. f LtFIÐ var séra Birni 0. Björnssyni starf og fagnaður um þrjátiu ára skeið víðs vegar á landinu og boðaði sóknar- börnum sinum kristindóm kærleika, gleði og athafnar. I Jörð kemst hann svo að orði: „Kærleikurinn er megin- gjörð alls, er til lifs horfir: meira, fyllra, fjölskrúðugra, fagnaðarrikara, frjálsara, göfugra, — eilifs lifs. bvi hvað er kærleikur annað en áhugi, hollusta, gleði gagnvart lifinu?” bessum orðum birtu og yls mun séra Björn hafa ekki aðeins haldið að sókn- arbörnum sinum, heldur og orðið hon- um sjálfum leiðarljós á löngum ævi- ferli. Ég kynntist séra Birni fyrst fyrir nokkrum árum og tókst með okkur ná- inn kunningsskapur. Séra B jörn var þá kominn á áttræðisaldur, og mig furð- aöi stórum á lifsmagni hans og andleg- um styrk. Hann var léttur á fæti sem tvitugur unglingur, beinn i baki, reisu- legur, fagurlimaður og allur hinn vörpulegasti á velli. Við töldum okkur báða hafa innri þörf til að bæta þjóöfé- lagið, og i brjósti hans skiðlogaði hug- sjónaeldur. Hann varaðist stéryrisir. þvi að hann vissi af reynslu, að þau missa oftast marks, en hann lagði þeim mun þyngra á árar. Alltaf heið- arlegur og drenglyndur — og baráttu- glaður. Séra Björn hélt til Hafnar að loknu stúdentsprófi 1913 og lagði stund á raungreinar, eðlisfræði og efnafræði. Lauk hann meira að segja fyrri hluta prófi I þeim. En þá veiktist hann og lá þungt haldinn. Hefur mér verið sagt, aö séra Björn hafi þá heitið þvi að ger- 6 ast liðsmaður Guðs og kærleikans hér á jörðu, er hann fengi bata. Bráði þá fljótt af honum og komst hann til fullr- ar heilsu. Stóð séra Björn við fyrirheit- ið. Ég hygg, að það megi leggja trúnað á þessa sögu. Séra Björn var bæði haldinorður og heilsteyptur. Honum var ekki töm hálfvelgja og meðal- mennska. Honum var ekki sýnt um málamiðlun, ef hún braut i bága við lifsviðhorf hans. An efa hefur slikt valdið honum endrum og eins erfið- leikum um um ævina. En fyrir vikið verður hann eftirminnilegur og mikill af sjálfum sér. Hafnarár hans frá fyrra striði munu hafa aukið honum viðsýni og mann- þekkingu. Hefur hann lýst þeim að nokkru i bók sinni um Svein Fram- tiðarskáld (Almenna bókafélagið 1971), sem gerðist handgenginn bæði Bakkusi og Venusi meira en góðu hófi gegndi og fékkst við yrkingar. Minnist bórbergur á þennan Svein I íslenzkum aðli. Hefur séra Björn sýnt mikla ræktarsemi þessum foma félaga sinum með þvi að safna saman kvæðum hans og gefa út. Mynduðu þeir félagar ásamt öðrum „(Leir)-skáldafélagið Boðn”, og koma þar viðsögú ýmsir þjóðkunnir menn, Daviö Stefánsson, Hallgrimur Hall- grlmsson, Ragnar Asgeirsson o.fl. En þegar séra Björn hélt Ut i lifið að loknu námi, var hann vel nestaður, ekki aðeins af guðfræði, sem varð hans lifibrauð, heldur og af bókmenntum og raungreinum. Slikt vegarnesti kom að góðu haldi. Fróðleiksþorsti hans slokknaði aldrei og hann leitaði sér æ- tið nýrrar og nýrrar þekkingar. Hann varð með árunum fróður maður. begar hann var prestur að Asum i Skaftártungu réðsthann i að semja og gefa útbók um Vestur-Skaftafellssýslu og ibúa hennar (1930). Er þetta merki- legt rit, og með þvi varð séra Björn meðal brautryðjenda i ritum héraðs- sagna. Verkið sýnir framtak og áræði séra Björns. Flestir Islendingar, sem komnir eru til vits og ára, munu kannast við tíma- ritiö Jörð, sem séra Björn gaf Ut og rit- stýröi. Kom það út i tveim flokkum (1931—34, 1940—48). bað er táknrænt fyrir séra Björn að hann skyldi kalla ritiö Jörð. Allt jarðneskt er þar til um- fjöllunar, og engin vandamál óleysan- leg. Ritstjórinn segir svo um tilgang ritsins: „Ritið skyldi stuðla að þvi með krafti, að þjóð vor finni sjálfa sig i endurborinni þjóðlegri menningu, er hæfi vorum tima og hafi alþjóðlegt gildi fyrir samtið og framtið”. betta var þvi sannkallað þjóömenningarrit, og vitnisburður um viðfeðman hug séra Björns og stórhug. Er skemmst af að segja, að efni ritsins var furðulega fjölbreytt. Var þar fjallað jafnt um bókmenntir sem garðrækt, stjórnmál sem tónlist. Og vandað var til ritsins, enda skrifuðu i það ýmsir mestu andans menn þjóðarinnar. Mér er til efs, að mörg islenzk tímarit standi Jörð framar að kostum. Skammur vegur er frá þjóðmenn- ingu íslendinga til uppruna þeirra. begar séra Björn lét af prestskap 1955 sökum heilsubrests, helgaði hann sig óskiptan þvi verkefni að grennslast eftir uppruna íslendinga. Eyddi hann heilum átta árum við linnulitinn lestur bóka um mannfræði, fornleifafræði og menningarsögu til þess að verða ein- hvers visari. Liggur i handriti mikil samantekt um þetta efni. Nokkra hug- mynd má fá um rannsóknir hans og niöurstööur af grein hans: Upphaf hölda og hersa (mannfræðileg og forn- fræðileg könnun um ætterni- islenzku þjóðarinnar), er birtist i Sögu (1970). Hann hyggur, að á siðari hluta járn- aldar hafi i Noregi verið tvær gerðir hins norræna kyns báðar af Herúla- stofni. Hið austræna vikingakyn hafi verið hersar, en hið vestræna vikinga- kyn höldar, og hafi þeir flutzt frá Nor- egi til íslands á vikingaöld. Langt mál þyrfti til að gera fulla grein fyrir þeim rökum, sem séra Björn færir fyrir þessari niðurstöðu. betta er mikið mál og flókið. En hvað sem segja má um réttmæti skoðunar séra Björns, fæ ég ekki séð, að aðrir fræðimenn hafi komizt miklu nær sannleikanum. Hin þrotlausa leit séra Björns að skýringu á uppruna Islendinga vitnar um eldhugann, sem getur óskiptur helgað sig einu og sama verkefni ár- um saman, þótt aldrei muni koma i aðra hönd handfylli af gulli. Slíkir menn eiga sér óefað sinar hamingju- stundir sem aðrir þekkja ekki. En auð- vitaö komstséra Björn ekki frekar en aðrir ósærður frá lifsbaráttunni. Sú varö honum sorgin þyngst er hann varö að sjá að baki konu sinni, Guðriði Vigfúsdóttur frá Flögu I Skaftártungu, fyrir tveimur árum. Eftir þann miss- inn virtist mér hann ekki samur og jafn. Ég flyt afkomendum séra Björns, venzlafólki og ættingjum hjartanlegar samúðarkveðjur. Séra Björn trúði á eilift lif. Illa þekki ég séra B jörn, ef hann hefur ekki hug á að taka sér eitthvað fyrir hendur hin- um megin. Getur hann þá aflað sér frekari gagna um uppruna Islendinga og islenzka þjóðmenningu. bvi Guð var honum kærleikur, starf og fagnað- ur. Bjarni Guðnason. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.