Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Blaðsíða 11
Guðný Sigurðardóttir
Krossbæ
Trúnni þú frá æskuárum
ætið varst i heitum bundin.
G.F.
Hinn 26. júli s.l. var gerð frá Hafnar-
kirkju útför Guðnýjar Sigurðardóttur,
Krossbæ i Nesjum, en jarðað var i
Hofskirkjugarði i öræfum. Hún
andaðist i elli- og hjúkrunarheimilinu
á Höfn 20. júli. Guðný fæddist á
Hnappavöllum 21. marz 1899.
Á fyrri hluta 19. aldar hóf búskap á
Hnappavöllum Vigfús Þorsteinss.
Kom hann þangað frá Svinafelli. Eftir
að Vigfús brá búi var jörð hans skipt
milli barna hans i þrjú býli.
Eitt af börnum Vigfúsar og siðari
konu hans, Sigriðar Bjarnadóttur frá
Skaftafelli, var Bjarni afi Guðnýjar.
Kona hans var Jóhanna Guðmunds-
dóttir og bjuggu þau á Hnappavöllum.
Nokkrum árum áður en Bjarni kvænt-
ist og stofnaði heimili eignaðist hann
dóttur. Hún hét Halldóra. Móðir henn-
ar var Halldóra Daviðsdóttir ættuð úr
Vestur-Skaftafellssýslu. Hún hafði
vistaskipti fjórtán ára að aldri, kom þá
að Skaftafelli frá Rauðabergi i Fljóts-
hverfi. Eftir það átti hún heima i öræf-
um til æviloka, en var á áttræðisaldri,
er hún andaðist.
Árið 1888 fluttist austur i öræfi utan
úr Meðallandi pilturá fermingaraldri,
Sigurður Jónsson, og gerðist vinnu-
maður á Hnappavöllum. Foreldrar
hansáttu heima I Meðallandi. Erhann
var 24 ára gekk hann að eiga Halldóru
Bjarnadóttur og settu þau saman bú á
hluta af þeirri jörð, sem Vigfús hafði
átt. Dóttir þeirra var Guðný, hún átti
heima á Hnappavöllum samfellt til 33
ára aldurs.
Arið 1905, þegar Guðný var sex ára,
andaðist Sigurður faðir hennar þrjátíu
ára að aldri. Jón Bjarnason halfbróöir
Halldóru móður Guðnýjar gerðist þá
fyrirvinna á búi Halldóru og hafði það
starf á hendi i tiu ár. Að þeim tima
liðnum fluttist Jón að Hofi og átti siðan .
heimili i þvi bæjarhverfi til æviloka.
Þvi næst veitti forstöðu búi Halldóru
um fjögurra ára skeið Stefán Gislason.
Hann var Hnappvellingur að ætt og
uppeldi, en fluttist að Hestgerði i
Suðursveit til foreldra og systkina, er
þar bjuggu þá.
Vorið 1919, um leið og Stefán hafði
vistaskipti, fluttist að Hnappavöllum
Runólfur Runólfsson frá Hólmi i Land-
broti i Vestur-Skaftafellssýslu, bróðir
hins þjóðkunna rafvirkja Bjarna i
Hólmi. Hann tók þá við búráðum hjá
sviplegum hætti, glæsileg, þróttmikil
og sterk, i blóma lifsins. Framtiðin
brosti við henni, störfin biðu og kölluðu
á hana.
Við slika atburði finnum við bezt hve
vanmáttug við erum i raun og veru.
Starfshópur okkar er ekki fjölmennur
og nú erum við einum ágætum félaga
fátækari. Nám og starf Þórhildar var
tengdara Laugarnesskóla en öðrum
skólum, þvi hér var hún nemandi i
bernsku, og að loknu kennaranámi hóf
hún störf við skólann haustið 1967.
Siðan hefur hennar starfsvettvangur
verið hér.
Það duldist engum að Þórhildur var
afbragðs kennari. Hún var stjórnand-
inn, sem allir hlýddu, gat þó verið
jafningi og góður félagi nemenda
sinna. Þeir báru virðingu fyrir henni
og treystu henni.
innan skólans tók Þórhildur virkan
þátt i félagsstarfi og var hinn ágætasti
vinur og félagi. Hún var óvenju djörf
og hispurslaus og óhrædd við að halda
islendingaþættir
lram skoðunum sinum. Við fráfall
hennar er stórt skarð höggvið i kenn-
aralið skólans, sem erfitt er að fylla.
Áhugi Þórhildar á félagsmálum var
óvenju mikill, enda tók hún mikinn
þátt i þeim. Á þeim vettvangi hefði hún
áreiðanlega átt eftir að láta margt gott
af sér leiða, ef henni hefði enzt aldur
til. Hún lagði hverju góðu málefni liö,
hlifði sér hvergi og átti hægt með að
vekja aðra til umhugsunar.
Á siðasta þingi Sambands islenzkra
barnakennara var hún kosin i stjórn
S.l.B. og starfaði þar af áhuga, og á
vegum þess var siðasta ferðin farin.
Við þökkum Þórhildi af alhug vin-
áttu hennar og ágætt samstarf.
Sár harmur er kveðinn að eigin-
manni, foreldrum og bræðrum. Mest-
ur er missir sonarins unga, sem svo
skamma stund fékk að njóta móður
sinnar. Við vottum þeim og öðrum
vandamönnum, okkar dýpstu samúð
Samstarfsfólk við
Laugarnesskóla.
þeim Halldóru og Guðnýju. Tveimur
árum siðar gengu þau i hjónaband,
Runólfur og Guðný. Þeim varð ekki
barna auðið, en hjá þeim ólst upp Páll
Guðmundsson frændi Guðnýjar.
Runólfur bjó á Hnappavöllum
þrettánár. En vorið 1932 brugðu þessi
hjón bú, seldu jörð og bústofn og flutt-
ust til Reykjavikur. Móðir Guðnýjar
var þá látin og Páll Guðmundsson að
veröa uppkominn.
Eftir nokkurra ára búsetu i Reykja-
vik skildu leiðir Runólfs og Guðnýjar.
Síðan vann Guðný ýmis störf i Reykja-
vik um skeið, en að siðustu gerðist hún
bústýra i Krossbæ i Nesjahreppi og
átti þar heimili allmörg ár.
Guðný ólst upp með allmörgum ung-
mennum á Hnappavöllum. Hún var
jafnan glöð og góður félagi, og með
þessum hópi ungmenna voru tengd
bönd tryggðarog vináttu, sem slitnuðu
ekki, þótt leiðir einstaklinganna lægju
siðar i ýmsar áttir. Félagar Guðnýjar
frá æskuárum hennar munu jafnan
geta sagt eins og skáldið: Þar áttum
við fjölmarga indæla stund, sem ævi
vor saknar og þráir.
Heimili Guðnýjar á Hnappavöllum
var vel bjargálna. Runólfur er dugleg-
ur og mjög vel lagtækur. Veitti hann
oft góðan stuðning við ýmis verkefni i
bæjarhverfinu og sveitinni. Og við-
skipti húsfreyjunnar við nágranna eða
aðra sveitunga báru vott um góðvild
og greiðvikni af hennar hálfu.
A löngum tima kynntist Guðný á
höfuðborgarsvæðinu mörgu fólki úr
ýmsum stéttum þjóðfélagsins. Hún
átti margs að minnast frá þeim árum.
Og það mun vera sannmæli að þeir
sem henni kynntust eða hún starfaði
hjá, hafi borið til hennar góðan hug og
hið bezta traust, enda var hún skyldu-
rækin og vel verki farin. Það mun
einnig vera satt, að heimilið, þar sem
hún var bústýra undanfarin ár, hafi
mikið misst við fráfall hennar.
Guðný var af aldamótakynslóðinni.
Hún hlaut i æsku að tileinka sér hinar
fomu dyggðir og jafnframt að hrifast
af hugsjóninni: tsland frjálst og það
sem fyrst.
Guðný var þannig að allri gerð, að
hún sætti sig við breytt umhverfi og
henni reyndist auðvelt að umgangast
ókunnuga samferðamenn. Hún hafði
og til að bera staðfestu, sem hvorki
11