Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Blaðsíða 7
Svavar Helgason
f ramkvæmdast j óri
Kveðja frá foreldrum.
Hnigur von að dauðans dyrum
dagsins harpa þögnuð er,
Sorgin brjóstið gegnum gengur
gleði lifsins undan ber.
Fór sem þruma frétt að vestan
fylgdi skapa dómur þinn.
Okkur sem að, að þér stóðum
er svo þungur harmurinn.
Fyrir vestan fyrstu sporin
fékkstu að ganga, vinur kær,
litill hnokki á grænu grasi
gáskafullur skellihlær.
Myndin sú er mömmu og pabba
mikils virði i þungri sorg,
— geisli, sem að ljúfum leiftrum
lýsir dimma hugans borg.
Þegar komu þroskaárin
þreytt var tafl við nám og störf.
Allra góðra eiginleika
er og verður jafnan þörf.
Starf þitt var að styðja aðra
styrkri hönd á þroskabraut.
Vafalitið mun þin minnst
margur, sem þess áður naut.
Það er sárt að sjá þig hverfa
svona fyrirvaralaust,
i blóma lifs á bezta aldri
blikna eins og lauf um haust.
Kaldar lindir svalt þér sungu,
sorgin djúp sem reginhaf.
Dauðans sigð i sonarbætur
særðum hjörtum ekkert gaf.
Þó er eitt, sem aldrei hverfur,
eitt sem gjörir næsta bjart,
minningarnar ljúfar lifa
lýsa gegnum myrkriö svart.
Við þær skal nú vinur una
verma hjartans dýpstu sár,
biðja guð að birti aftur,
brosa gegnum harmsins tár.
Aftur verða endurfundir
er við fáum þig að sjá,
þegar bæði i leiðarlokin
leggjum hérna megin frá.
islendingaþættir
Vertu sæll og þúsund þakkir
þér skal flytja, sonur kær.
Innst i hjörtum okkar beggja
•minning fögur grær.
f
Eftir að Svavar Helgason hafði lokið
kennaraprófi 23 ára að aldri vorið 1954
hóf hann kennslustörf hér i Reykjavik,
og var hann virtur kennari. Hefur góð
rnenntun hans til starfsins, prúð-
mannleg framkoma, festa og góðvild
vafalaust komið honum að góðum not-
um i þvi starfi.
Svavar hóf ungur afskipti af félags-
málum, og nutu kennarasamtökin og
heildarsamtök opinberra starfsmanna
einkum starfa hans á þvi sviði.
Mannkostir Svavars uröu til þess, aö
hann var kjörinn til æ fleiri trúnaðar-
starfa og traust til hans fór vaxandi
með ári hverju.
Kynni okkar Svavars hófst skömmu
eftir, að hann lauk námi og um 16 ára
skeið höfðum við verið nánir sam-
starfsmenn í félagsmálum. Ég er einn
af þeim, sem átti þvi láni að fagna að
eignast vináttu Svavars Helgasonar.
Þaö var mér lán, vegna þess, að
Svavar var hæfileikamaður og mikill
drengskaparmaður.
Þau voru ófá skiptin, sem við Svavar
bárum saman ráð okkar. Hann var
maður athugull og hreinskiptinn.
Hann lét ekki álit sitt uppi að
óathuguðu máli, og lét ekki I ljós skoð-
un til að gera viðmælanda til geðs. En
þegar Svavar hafði teki ð afstöðu, stóð
hann við þá skoðun, er hann hafði
myndað sér. Til slikra manna er gott
að leita ráða og eiga við þá samstarf.
Mannkostir Svavars Helgasonar
komu að góðum notum i þýðingar-
miklu starfi hans fyrir samtök kenn-
ara og fyrir Bandalag starfsmanna
rikis og bæja.
Ég hafði gott tækifæri til þess að
fylgjast með starfi Svavars á sviði fé-
lagsmála. Starf hans á þessu sviði var
oft erfitt og erilsamt.
Hann var löngum önnum kafinn við
að leysa úr vanda einstakra félags-
manna og á herðum hans hvildu
ábyrgðarmikil störf fyrir heildina, en
hann var framkvæmdastjóri Sam-
bands islenzkra barnakennara og
gjaldkeri istjórn sambandsins, stjórn-
armaður var hann i B.S.R.B., formað-
ur samninganefndar barnakennara,
var i aðalsamninganefnd B.S.R.B. og
stjórnarmaður i lífeyrissjóði barna-
kennara. Auk þess gegndi hann fleiri
trúnaðarstörfum fyrir samtökin.
Svavar tók mikinn þátt i samstarfi
kennarasamtakanna á Norðurlöndum,
og var mér vel kunnugt um, að hann
naut mikils álits á þeim vettvangi.
Svavar Helgason var gæddur góðum
gáfum. Hann var ávallt reiðubúinn til
baráttu fyrir málefnum samtakanna,
ef á þurfti að halda, en jafnframt
hygginn og glöggskyggn samninga-
maður.
Svavar tók störf sin alvarlega, en
var glaðværog hrókur alls fagnaðar á
gleðistundum.
Samtök opinberra starfsmanna
þakka honum mikið og óeigingjarnt
starf á umliðnum árum.
A skilnaðarstund þakka ég Svavari
Helgasyni fyrir langt og drengilegt
samstarf og samskipti öll i starfi og á
glaðværum stundum. i hópi starfsfé-
laga.
7