Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Síða 22

Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Síða 22
Þau sorgartiðindi bárust okkur kvenfélagskonum, að ein úr okkar hópi hefði látizt af slysförum. Það er erfitt að trúa þvi, að hún þessi gjörvulega kona sé horfin yfir landa- mærin. Við sátum með henni kven- félagsfund daginn áður en hún lézt, hún var ætið svo kát og virt af öllum. Það var sama hvenær til hennar var leitað ætið gat hún lagt lið. En það er eins og sumir segja. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Kristjana var aðeins 15 ára gömul þegar hún gekk i Kvenfélag Sval- barösstrandar, sú yngsta sem gengið hefur i félagið, og var hún virkur þátt- takandi til hinztu stundar. Hún gengdi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið, núna siðast var hún formaður þess. Eirrnig hefur Kristjana starfað fyrir Slysavarnadeildina Svöluna, og var hún ritari hennar siðustu árin. Kristjana Ingibjörg fæddist að Neðri-Dálksstöðum 11/11 1930, dóttir hjónanna Kristjönu Vilhjálmsdóttur og Halldórs Albertssonar. Kristjana giftist eftirlifandi manni sínum Inga Þór Ingimarssyni 5. júni 1949. Hjónaband þeirra var mjög farsælt, hlýja og virðing einkenndi það. Þau eignuðust fimm börn, Björn, Ómar Þór, Ingu Marfu, Hönnu Dóru og Huldu Hrönn. A heimili þeirra hjóna var gott að koma Þar rikti þessi islenzka gestrisni og hlýja, enda hjónin afar samhent. 70 ára Benedikt Guðmundsson Þann 30. nóv. sl. átti sjötugsafmæli Benedikt Guðmundsson, bóndi að Staðarbakka iMiðfirði. Hann er sonur þeirra merku heiðurshjóna, Margrét- ar Benediktsdóttur og Guðmundar Gislasonar, er þar bjuggu um langt skeið við mikla rausn og vinsældir sinna sveitunga og þeirra mörgu, er þann garð gistu, meðan landpóstar enn héldu uppi ferðum milli Borgar- ness og Akureyrar. Var heimilið róm- að fyrir gestrisni og myndarskap, enda kirkjustaður og fyrrum prestset- ur. Þó eigi væri um mikla skólamennt- un að ræða á unglingsárum Benedikts, frekar en þá tiðkaðist yfirleitt i sveit- um landsins, voru þroska- og menn- ingarskilyrði góðra heimila slik, að vart varð á betra kosið, enda þá ekki til i málinu orðið kynslóðabil. Þvi nýtt- ist hinum ungu vel áunninn visdómur hinna eldri, frá kynslóð til kynslóðar. Við konur i Kvenfélagi Svalbarðs- strandar söknum hennar sárt, enda vandfyllt það sæti. Við þökkum' Kristjönu af alhug vináttu hennar og allt samstarf. Sár harmur er kveðinn að eiginmanni, börnum, foreldrum, móðursystur hennar og systrum. Við vottum þeim og öðrum vandamönnum okkar dýpstu samúð. Megi Guð blessa ykkur og styrkja. Kvenfélagskonur. Jakobína S. V ilhj álmsdóttir „Hún Jakobina er dáin”. Þessi orð voru sögð við mig á morgni 7. nóvem- ber 1975, og mér fannst næstum að ég i annað >sinn hefði misst móður. Þeir, sem skrifa minningar- eða afmælisgreinar í íslendingaþætti, eru eindregið hvattir til þess að skila vélrituðum handritum, ef mögulegt er. Jakobina vann mörg ár sem starfs- stúlka á Elliheimilinu Grund, og fékk ég lengi að njóta hennar góðu og hlýju aðstoðar, hennar góðu samúðar var gott að njóta og nú finnst mér sem rökkurskuggar skammdegisins leggist enn fastar að sálu minni en áður, en Guöi sé lof að framundan er birta jói- anna og eftir skugga kveids og nætur kemur bjartur og fagur eilifðarmorg- unn. Vertu sæl, vina min kæra, vil ég nú þakka handtökin hlýju og mildu og hugar þins blfðu. Verk sérhvert vannstu með sóma, varst aldrei gleymin. Sál þina ljóssins til sala. Sonur Guðs leiði. Guðrún Guðm undsdóttir frá Meigeröi. 22 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.