Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Blaðsíða 10
henni ekki að skapi. Hún var ekki gefin fyrir að láta bera á sér, en var traustur og öruggur vinur er á reyndi. Þegar Kvennaskólanáminu lauk, lágu leiðir hennar f Kennaraskólann og siðan á Iþróttakennaraskólann. Að þessari menntun lokinni hóf Hilda kennslustörf, bæði við barna- og ung- lingakennslu, svo og leikfimikennslu. Hún helgaði sig kennslumálum af þeim áhuga og einlægni, sem ein- kenndi hana svo sérstaklega, og þegar dauðann bar að garði, var hún að koma frá þvi að sinna störfum I þágu islenzkra skólamála. Það er vissulega erfitt að sætta sig við þá staðreynd, að Hilda sé nú horfin héðan i blóma lifsins, en hún skilur eft- irsig fjölda góðra minninga hjá öllum, sem henni kynntust, — þar ber engan skugga á. Við vottum Stefáni, eiginmanni Hildu, litla syninum Hrafnkeli Tjörva, foreldrum hennar og bræðrum, okkar innilegustu samúð. Megi minningin um góða konu og mikla persónu vera þeim styrkur i sorginni. Bekkjasystur IV. — Z. t Er þegar öflgir ungir falla sem sjgi i ægi sól á dagmálum. Þannig orti Bjarni Thorarensen, þegar hann frétti lát vinar sins. Við gerum þessi orð að okkar, þegar við minnumst Þórhildar Jónasdóttur, sem svo sviplega hefur kvatt okkur Þórhildur fæddist i Reykjavik 4. mai 1956, elzta barn foreldra sinna, Hrefnu Magnúsdóttur og Jónasar Valdimars- sonar. Bar hún með sér, að hún hafði hlotið gott uppeldi og átt góða foreldra, sem hlúð höfðu að hæfileikum hennar og mannkostum. Þórhildur lauk kennaraprófi vorið 1966 og iþróttakennaraprófi ári siðar. Hún giftist ung eftirlifandi manni sin- um, Stefáni Árnasyni. Hjónaband þeirra var mjög hamingjurikt, hlýja og virðing á báðar hliðar. Þau áttu lit- inn dreng, sannkallað óskabarn. Vist- legt heimili þeirra var jafnan opið vin- um og kunningjum. Kennsla varð lifsstarf hennar, og starfið og kjör þeirra er skóla stund- uðu og við þá störfuðu helztu viðfangs- efnin. Þórhildur lét ekki sitja við orðin tóm, heldur beitti sér fyrir fram- kvæmdum, þar sem úrbóta var þörf, og þrátt fyrir ungan aldur átti hún traust allra, er með henni störfuðu. Nemendum sinum var hún hlý og góö, ekki sizt þeim, sem minna máttu sin, 10 enda var hún dáður kennari. Hun var þeim einnig félagi og fyrirmynd, sem allir vildu likjast og sækja ráð til. íslenzkukerinslan var henni mjög hjartfólgin. Hún hafði yndi af góðum bókum og glæddi áhuga nemenda sinna á lestri þeirra. Hyggjum við, að 'þar hafi þeir fengið gott veganesti. Það sem framar öllu einkenndi Þór- hildi var lifsgleði hennar og æskufjör. Þel hennar var hlýtt, hún var opinská og skemmtin i viðræðum og kunni vel að gleðjast með glöðum. Enginn skildi betur en hún hvers virði vináttan er né kunni betur að rækja hana, enda hafði hún mikla mannhylli jafnan var sótzt eftir henni i leik og starf. Hún átti fjöl- mörg hugðarefni, og voru þau flest tengd mannlegum samskiptum. Hún sinnti þeim af áhuga og bar aldrei við timaskorti, var jafnan boðin og búin að leggja hverju góði máli lið. Að leiðarlokum viljum við þakka vináttu hennar. Ekkert auðgar lifið eins og góðir samferðamenn, og hún var slikur. Falleg, gáfuð og geislandi ai lifsfjöri kvaddi hún okkur og þannig minnumst við hennar. Stefáni, Hrafnkeli litla, foreldrum hennar og bræðrum sendum við samúðarkveðjur. Brynhildur, Herdis og Ragnhildur. t Það var hnipinn hópur sem kom til starfa i Laugarnesskóla á þriðjudags- morgni þann 28. október. Sorgarfregn- in um lát Þórhildar Jónasdóttur hafði borizt okkur kvöldið áður. Þórhildur var kennari i Laugarnes- skóla og hafði kvatt okkur hress og glöð að vanda á fimmtudegi. Ferðinni var heitið til Vestfjarða til þess að halda fundi með kennurum þar á vegum Sambands islenzkra barna- kennara. A þriðjudagsmorgni ætlaði hún að vera komin aftur til starfs i Laugar- nesskóla. Þegar ung og dugleg kona er skyndi- lega kölluð burt á miðjum starfsdegi frá litlum syni og elskulegum eigin- manni, þá verður okkur orðfátt, okkur setur hljóð, við viljum helst ekki trúa þeirri staðreynd að þetta hafi skeð. Þórhildur skilur eftir sig stórt skarð i kennaralið Laugarnesskóla og 12 ára börnin, sem hún kenndi, standa nú frammi fyrir þeirri sorglegu staö- reynd að góði kennarinn þeirra er ekki lengur hér. Þórhildur var fædd 4. mai 1946 i Reykjavik. Foreldrar hennar voru hjónin Hrefna Magnúsdóttir og Jónas Valdi- marsson. Hún kom sem nemandi i Laugarnes- skóla 1953 og var þar allan barnaskól- ann. Hún var einn af þeim fyrir- myndarnemendum sem kennarar muna eftir. Úr Laugarnesskóla lá leiðin i Kvennaskólann og þaðan i kennara- skólann og kennaraprófi Iauk hún árið 1966. Veturinn eftir var hún i Iþrótta- kennaraskóla Islands og lauk prófi þaðan árið 1967. Þórhildur giftist eftirlifandi eigin- manni sinum Stefáni Árnasyni kenn- ara árið 1968. Þau höfðu komið sér upp íallegu heimili að Markarflöt 41 i Garðahreppi og i janúar siðastliðinn eignuðust þau son. Þau hjónin voru af- ar samhent bæði heima og hejman og litli sonurinn fékk sannarlega að njóta þess. Þórhildur kom að Laugarnesskóla sem kennari haustið 1967 þá fyrst og fremst sem iþróttakennari, en hún kenndi einnig bóklegar greinar þann fyrsta vetur, og fljótlega varð bókleg kennsla aðalstarf hennar. Allt sem Þórhildur vann gerði hún vel og var aíar vinsæl af nemendum sinum. Hún var sterkur stjórnandi og þvi ó- hætt að fá henni i hendur hvaða bekk sem var. Þeir nemendur sem voru svo lánsamir að fá hana sem kennara voru i góðum höndum þvi að Þórhildi tókst ævinlega svo vel að leysa úr vanda hvers og eins eftir þvi sem á stóð hverju sinni. Það var gott að vinna með Þórhildi, það var svo mikill friskleiki yfir öllu samstarfi við hana. Hún hafði ákveðn- ar skoðanir á hlutunum en var jafn- framt mjög viðsýn og vildi ræða málin til hlitar. Hún var ákaflega félagslynd og var alltaf duglegust að ná starfsfé- lögunum saman til starfs og skemmt- ana. Hún var fljótlega valin fulltrúi kenn- ara Lgugarnesskóla i stéttarfélagi kennara i Reykjavik og var kjörin i stjórn Sambands islenzkra barna- kennara árið 1974. Augljóst var að for- ustumenn kennarasamtakanna höfðu komið auga á starfshæfni hennar og var henni falið að gegna ábyrgðar- miklum trúnaðarstörfum i þágu kenn- ara. Á þessari stundu er mér efst i hug þakklæti fyrir þau ár, sem ég fékk tækifæri til að starfa með Þórhildi. Þau ár urðu þvi miður allt of fá. Ég votta eftirlifandi manni hennar, litla syni, foreldrum og öðrum vanda- mönnum mina dýpstu samúð. Jón Freyr Þóarinsson. t Fimmtudaginn 6. nóv. kvöddum við Þórhildi Jónasdóttur kennara hinztu kveðju. Það er erfittaðsætta sig við að samfylgdinni sé lokið. Hún féll frá með isiendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.