Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Blaðsíða 19
voru ófullkomin og þurftu endurbóta
við, og kom það ekki sizt i hlut
Hallgríms að sjá um þær endurbætur
og einnig viðhald á rafstöðinni. Raf-
stöðin var notuð til ljósa og eldunar,
alveg þar til samveiturafmagn kom
um 1968.
Eins og áður greinir, var sönglif
mikið á Skeggjastaðaheimilinu á upp-
vaxtarárum Hallgrims, og þar lærði
hann fyrst að spila á orgel. Söngáhugi
var Hallgrimi þvi i blóð borinn. Hann
var organisti og söngstjóri við
Askirkju um árabil og sat einnig i
sóknarnefnd. Þessi störf, svo og önnur
félagsmálastörf, sem honum voru fal-
in, rækti Hallgrimur af stakri alúð.
Þótt ég minnist þess ekki nú, að við
ræddum nokkru sinni um trúmál, veit
ég, að trúin var Hallgrimi hjartfólgin,
og þar hygg ég, að hafi ekki sizt gætt
áhrifa móður hans, Guðlaugar, sem
var trúmanneskja og hugleiddi mikið
andleg mál.
Enn er ótalinn sá þáttur 'i starfi
Hallgrims, sem ef til vill hefur veitt
honum hvað mesta ánægju, að fást við,
en þar á ég við skógræktina. Um 1920
byrjaði hann að planta trjám framan
við húsið i Holti og myndaðist þar
fallegur garður, en seinna færði hann
sig upp i holtið inn og upp af bænum og
gróðursetti þá erlendar trjátegundir
að auki, svo sem lerki og greni. Þetta
er lönguorðinn vöxtulegur skógur, og
þarna var Hallgrimur marga stund,
einkum eftir að heilsan tók að bila.
Svo sem fyrr er drepið á, voru þau
heimilin mörg, sem góðs nutu af verk-
lagni Hallgrims i Holti, og eitt þeirra
er bernskuheimili mitt á Droplaugar-
stöðum. Mörg voru þau handtökin,
sem Hallgrimur var búinn að inna af
hendi þar, fyrst við ibúðarhússbygg-
ingu, en siðar útihús, og siðast en ekki
sizt rafstöð, sem faðir minn reisti við
Hrafnsgerðisá, en þar kom reynsla
Hallgrims að góðu haldi. Ef skipta
þurfti um reim eða lega bilaði, var
sjálfsagt að leita til Hallgrims, og þá
skipti ekki máli, hvort vel stóð á eður
illa, hann var alltaf reiðubúinn, og þá
var heldur ekki látiðsig muna um það
að fara gangandi milli bæjanna, sem
er nærri klst. gangur, enda var þá ekki
um mikið úrval farartækja að ræða.
Ég minnist sem drengur þessara
stóru, vinnulúnu handa, sem handléku
hamar og nagla eða önnur áhöld, það
var gaman að sjá Hallgrim vinna, og
ég hygg, að hann hafi sjálfur haft
nautn af starfinu.
Margar ánægjustundir áttum við i
Holti, og sjaldan hygg ég, að
Hallgrimur hafi átt svo annrikt, að
hann gæfi sér ekki tima til að spjalla,
islendingaþættir
B j arni
Þorláksson
kennari, Múlakoti
Fæddur 6. ágúst 1911.
Dáinn 8. nóvember 1975.
1 dag er til moldar borinn að
Prestbakkakirkju á Siðu kennarinn og
bóndinn Bjarni Þorláksson, Múlakoti,
kemur margt i hugann. Heimilið i
Múlakoti veturinn 1936, þegar ég 9 ára
sveinsstauli fór i fyrsta sinn úr for-
eldrahúsum, en sú för verður mörgum
minnisstæð og þær móttökur sem
gesturinn fær. Kennarinn og félaginn,
jafnt i skólanum sem utan hans, ekki
strangur en ákveðinn, fræðandi okkur
krakkana um margt fleira en i skóla-
bókunum stóð, enda maðurinn f jölgáf-
aður og viðlesinn, nýbyrjaður að
kenna i skólanum eftir lát föður sins,
er kent hafði um árabil i Múlakoti.
Húsmóðirin, móðir kennarans og
móðir okkar krakkanna allra,
sannkölluð skólamóðir, siglöð og kát i
vitund okkar þótt harmi sleginn væri,
gömlu konurnar báðar, ólikar i flestu,
en báðum sameiginlegt að hlúa sem
bezt að þessum vesalings ómögum,
er gesti bar að garði, enda var hann
fróður vel og áhugasamur um lands-
mál, lúrði þá ekki á skoðunum sinum,
ef þvi var að skipta.
Eitt var það sem mér fannst
einkenna lifsviðhorf Hallgrims, en það
var að hann gerði sér ljóst, að til þess
að halda i unga fólkið i sveitunum
þyrfti að feia þvi ábyrgð, gera það að
virkum þátttakendum i störfunum
með sjálfstæðar atvinnutekjur, sem
gætu verið sambærilegar við það, sem
gerðist annars staðar. Ef til vill er það
ekki tilviljun að börn þeirra hjóna hafa
bæði ilenzt i sveit.
Þau Hallgrimur og Elisabet eignuð-
ust tvö börn. Þau eru: Bragi bóndi i
Holti, giftur Mariu Arnfinnsdóttur og
Lilja húsfreyja á Brekku i Fljótsdal,
gift Þórhalli Jóhannssyni. Bæði hafa
þau systkin erft dugnað foreldra sinna
i rikum mæli. Bragi bjó fyrst i sambýli
við foreldra sina, en hefur nú byggt
nýtt ibúðarhús i Holti, og fluttu þau
Haligrimurog Elisabet einnig þangað,
er þau létu af búskap fyrir fimm árum
siðan.
Siðustu árin átti Hallgrimur. við
þunga vanheilsu að striða, en æðrulaus
gekk hann á vit hins óumflýjanlega og
hélt andlegu þreki til hinztu stundar.
Fændi minn, lifstrú þin var mikil.
Siðast er ég hitti þig fársjúkan á pásk-
um s.l. vetur, barst talið að landsmál-
um og spurt var, hvort þú héldir nú
ekki, að allt væri að fara i kalda kol i
þjóðfélaginu. Þótt þú ættir þá erfitt um
mál, mátti greina orðin: ,,Nei, ætli
það, ætli þetta gangi ekki einhvern
veginn, eins og það hefur gert”.
Þetta var þin kveðja en þannig
kveðja aðeins þeir, sem eru sáttir við
lifið.
t sporum þinum greri eitthvað, sem
ekki getur dáið. Það er ekki þin sök, ef
við sem eftir lifum, verðum ekki, eitt-
hvað betri fyrir það, að þú hefur lifað.
Ólafur Hallgrimsson.
19