Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Side 14

Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Side 14
Halldór iþróttakennari F. 1(>. marz 1919. I). 14. október 1975. Halldór Erlendson vinur minn andaðist á Landakotsspitalanum 14. okt. s.l. eftir langvarandi veikindi. Ot- för hans fór fram 23. okt. frá Foss- vogskirkju kl. 15.00. Andlát Halldór kom mér ekki á óvart. Ég hafði fylgzt með hetjulegri baráttu hans við þann ólæknandi sjúkdóm, sem varð hans banamein. Fyrir um það bil fimm og hálfu ári veiktistHalldór, og þá þegar varð hon- um ljóst hvert stefndi. öll þessi ár bar hann veikindi sin af slíkri karl- mennsku og æðruleysi, að enginn, sem ekki þekkti til gat merkt annað hér færi fullfriskur maður. Það er sárt að missa sinn bezta vin ogerfitt til þessað hugsa aðhitta hann ekki oftar. Halldór var aðeins 56 ára, er hann lézt. Kynni okkar Halldórs hófustnorður i Miðfirði á fögrum sumardegi árið 1962, þar sem við vorum saman við laxveiðar, ég sem byrjandi, en hann sem leiknasti ef ekki færasti maður þessa lands i þessari iþrótt. Mörg sameiginleg áhugamál drógu okkur saman. Veiðiferðir i ýmsar ár, þó oftast i Sogið, en það var uppá- haldsá Halldórs. Halldór .var mikill náttúruunnandi, og þessar ferðir okkar voru ekki eingöngu farnar til veiða, ekki siður til að njóta hvíldar i fögru umhverfi. Margar ánægju- stundir á ég úr þessum feröum og gott er að eiga þær minningar. Halldór var mjög góður félagi, sem miðlaði af sinni reynslu og miklu þekkingu á eðiil. hátt. Dramb eða hroka átti hann ekki til. Ég man hversu hann gladdist, er mér gekk vel við veiðarnar. Hann lagði sig fram við að kenna mér að kasta flugu, en það var sú veiðiaðferð, sem hann mat mest. Það var gaman að vera i návist Halldórs við veiðar. Ég naut þess að horfa á þennan stælta og spengilega mann, hve fimlega hann fór með stöng og linu. Það var fullkomið samspil. Hann var öllum mönnum fisknari, en yfir þvi var hann ekki áð miklast. Ógleymanlegar eru mér þær ánægjustundir, sem við áttum saman á heimilum hvors annars, þar sem við Erlendsson röktum minningar frá liðnum sumrum og ræddum ýmis önnur áhugamál. Halldór hafði frábæra frásagnarhæfi- leika svo að maður lifði sig inn i frá- sögnina. Athygli hans og minni var einstakt. Þessát stundir voru þvi miður alltof fáar vegna anna okkar beggja. Halldór Erlendsson fæddist á tsa- firði 16, marz 1919. Hann var sonur hjónanna Erlends Jónssonar skósmiðs og Gestinu Guðmundsdóttur. Gestina er á lifi. Hann var elztur 8 systkina. Halldór var snemma fram- gjarn og fljótt komu i ljós hæfileikar hans og dugnaður. Á þeim árum var ekki auðvelt fyrir fátækan pilt að koma sér áfram. Halldór lauk prófi frá Kennaraskóla íslands 1938, þá 19 ára. Sama ár fór hann til Kaupmanna- hafnar til náms við Statens Gymna- stik-Institut. Þaðan lauk hann prófi sem iþróttakennari. Að námi loknu kenndi Halldór leikfimi við Kgl. Blindeinstitut. Þá kenndi hann einnig sund. Árið 1940 fór Halldór aftur heim til tslands og gerðist kennari við barnaskólann á tsafirði 1940-1945. Árið 1945 flytur hann svo til Reykjavikur og gerðist kennari við Miðbæjarbarna- skólann. Þar kenndi hann smiðar og leikfimi. Siðar kenndi Halldór við ýmsa skóla leikfimi og smiðar, og til dauðadags var hann kennari við Alftamýrarskólann. Starfi sinu sem kennari gegndi hann af þeirri ástund- un og samvizkusemi, sem honum var i blóð borin. 18. október árið 1942 giftist Halldór Arndisi Asgeirsdóttur frá Blönduósi. Foreldrar hennar voru hjónin Asgeir Þorvaldss. múrarameistari og Hólm- friður Zóphoniasdóttir. Þau eru bæði látin. Arndís og Halldór eignuðust fjögur mannvænleg börn, þau Ásgeir, Sigriði, Erlend og Asu. Þá var Halldór stjúpsyni sinum Hrafni, sem faðir. Hjónaband þeirra Arndisar og Halldórs var mjög farsælt og voru þau hjón I hvítvetna mjög samhent, enda bæði frábærar manneskjur. Þau eignuöust fagurt heimili að Mávahlið 41, og þangað var gott að koma. Gest- risni og hlýtt viðmót löðuðu mann að heimilinu. Halldór var mikill áhuga- maður um veiðiskapeinsogfyrr getur og fór snemma að lagfæra sinar eigin veiðistengur, siðan einnig veiðistengur vina sinna. Þetta varð upphafið aö Sportvörugerðinni. Um 11 ára bil hefur Halldór starfrækt það fyrirtæki heima hjá sér jafnhliða sinu kennara- starfi. Oft var vinnudagurinn langur, þvi unnið var af alhug. Halldór kappkostaði að vera með sem beztar vörur. Hann fékk umboð fyrir ýmis heimsfræg sportvörufý'rirtæki. Þá framleiddi hann ýmsar sportvörur sjálfur, en þó mest af veiðistöngum. Mjög vandaði hann stengur sinar og voru þær honum mikið metnaðarmál. Enda hafði hann þá reynslu til að ná góðum árangri. 1 þetta lagði hann mikla vinnu og þolinmæði. Og hann uppskar laun erfiðis sins, þvi Hercon stengur, en þvi nafni nefndi hann þær, eru afbragðs veiðistengur. Mikið ann- riki var oft á heimilinu vegna þessa fyrirtækis og oft vann öll fjölskyldan i framleiðslu eða við afgreiðslu. Margur veiöimaðurinn hefur lagt leið sina upp I Mávahliö til að verzla eða fá góðar ráðleggingar hjá Halldóri. Þeim ráðleggingum var óhætt að treysta. Erfitt heföi allt þetta verið fvrir islendingaþættir 14

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.