Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Blaðsíða 17
Þegar mér barst andlátsfregn Jónasar, miðvikudaginn 12. þ.m. rifj- aðist upp i huga mér seinasta skiptið, er ég sá honum bregða fyrir. Það var þrem dögum áður, sunnudaginn 9. þ.m., að ég var staddur á skrifstofu simans i Landssimahúsinu. Mér varð litið út um gluggann og sá lágvaxinn mann, kvikan i hreyfingum ganga rösklega austur Kirkjustrætið. Ég fylgdist ósjálfrátt með göngu hans og dáðist að hversu léttur i spori þessi aldni vinur minn var. Hann tók stefn- una á Dómkirkjuna og gekk þar inn, auðsjáanlega til að hlýða á guðsorð og fagran söng. Þar hefur Jónas getað látið hugann reika i björtu og fögru umhverfi, um hið liðna og eflaust hug- leitt hið ókomna á ævikvöldinu og það, sem við tekur að jarðneska lifinu loknu, þar sem eilif birta lýsir leiðina að fullkomnara lifi i æðri tilveru. Við, samstarfsfólk Jónasar, hjá bæj- arsimanum þökkum honum ánægjuleg og ógleymanleg kynni og vottum eiginkonu hans, frú Margréti, einka- syninum, tengdadóttur og, barnabörn- um og öðrum vandamönnum dýpstu samúð. Blessuð sé minning Jónasar Lillien- dahl. Hafsteinn Þorsteinsson. í Með klökkum hug kveð ég mág minn Jónas Lilliendahl. — Ég á svo margs að minnast og margs að sakna i sam- bandi við áratuga vináttu hans. Það eru orðin fjörutiu ár siðan við hjónin fluttum að norðan til suðurlandsins og settumst að i talstöðinni á Gufunesi, þar sem Theodór var falið að starfa. Jónas var þá fyrr fluttur til Reykja- vikur, ásamt eiginkonu sinni, Mar- gréti, og höfðu þau búið sér hlýlegt heimili hér. Þangað vorum við ætið velkomin, hvernig sem á stóð. Þar átt- um við alltaf skjól ef eitthvað var að. Þau hjónin voru óvenjulega samrýmd og samhent og þvi var svo yndislegt að heimsækja þau og eiga að. Jónas var gæddur persónutöfrum gleðinnar. Hann var greindur, gaman- samur og — góðviljaður. Glettni hans var græskulaus, en skarpskyggni hans á broslegu hliðar málanna átti sér naumast takmörk. Hann gat glatt og skemmt öðrum, svo öll ólund fauk út i veður og vind. Hann var broshýr og hláturmildur og sagði oft snilldarlega vel frá. Ég dáðist að þvi með sjálfri mér, hve minnugur hann var á ýmsa fyndni og átti þvi gott með að gripa til hennar þegar bezt átti við. Jónas var lika alvörugefinn og mjög samúðar- rikur. Mér var kunnugt um að hann unni góðum bókmenntum og skáldskap — Islendingaþættir Sigurður M. Eyjólfsson Fæddur 17. júni 1925 Dáinn 7. ágúst 1975. Þann 7. ágúst slðastliðinn andaðist föðurbróðir okkar, Sigurður Marteinn Eyjólfsson, eða Matti eins og við kölluðum hann alltaf. Erfitt þótti okkur að taka fréttinni um dauða hans, enda þótt við vissum að hann gekk með þann sjúkdóm, sem er eins og falinn eldur og getur brotizt út fyrirvaralaust. Þrátt fyrir þessa vitneskju er maður aldrei viðbúinn kallinu, þegar það kemur. Matti frændi var einstakur maður. Honum var gefið gott skaplyndi og sérstök hjartahlýja. Þeim eiginleikum hans mættum við i hvert sinn, sem við hittum hann, og hvernig sem ástæður hans sjálfs, voru, en eins og þeir vissu, sem til þekktu, fékk hann sinn skerf af áföllum og erfiðleikum i lifinu, jafnvel meira en margur annar. Þrátt fyrir það hélt hann alltaf sinu létta og góða skapi. Okkur er það minnisstætt er hann kom i heimsókn i sveitina, léttur, kátur og ævinlega tilbúinn að gera öðrum greiða. Þess vegna minnumst viðhans með þakklæti. Minningarnar, sem viðeigúm um hann eru okkur eins og dýrmæt gjöf. Matti var fæddur þ. 17. júni 1925, að Húsatóftum á Skeiðum og var þvi ný- orðinn fimmtugur er hann lézt. Hann en tónlistinni held ég að hann hafi unn- að öllu fremur, i heimi listanna. Það var eitt kvöld fyrir nokkrum dögum, að hann var staddur hjá okk- ur. Talið tarst að mörgu, eins og gengur, dægurmálum og ýmsu fleiru. Þá sagði hann okkur að hann hefði les- ið þýzka texta sálmsins ,,Á hendur fel þú honum” (eftir Gerhardt) og hann dáðist að þvi hve islenzka þýðingin tæki honum mikið fram, að hans mati. Þetta var hann að ihuga þá. Jónas hafði næman smekk fyrir mörgu list- rænu, til dæmis kirkjusöng og orgel- leik, enda fór hann oft til kirkju. Lika sótti hann mikið hljómleika góðra listamanna. Þegar hann kom til okkar siðast virtist mér hann vera á hraðri ferð og spurði hann, hvort hann ætlaði ekki að var sonur hjónanna, Guðrúnar Sig- mundsdóttur og Eyjólfs Gestssonar. Hefur nú faðir hans háaldraður séð á eftir tveimur sonum sinum, báðum mönnum á bezta aldri. Matti er hon- um, svo og öllum þeim, sem þekktu hann mikill harmdauði. Eftirlifandi eiginkonu hans og börn- um, vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum að Guð gefi þeim öllum styrk i þeirra sáru sorg. Systkinin frá Húsatóftum. stanza núna. Hann svaraði með nokkurri áherzlu/ ,,Jú, nú ætla ég að stanza”. Það urðu siðustu sam- fundir okkar i þessu lifi. Nokkrum dögum siðar andaðist hann. Við, sem þekktum hann, vandamenn og vinir, kveðjum hann öll með sárum söknuði og þakklæti fyrir allt, sem hann lét okkur i té i samfylgdinni og ekki hvað sizt gleðina, sem hann flutti inn i lif okkar. ,,Þá er jarðnesk bresta böndin blitt við hjörtu sorgum þjáð vonin segir: Heilög höndin hnýtir aftur slitinn þráð.” Einlæga samúð vottum við Möggu okkar, Gústaf og fjölskyldu. — Guð styrkiþau. Ilulda K. Lilliendahl. 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.