Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Page 24

Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Page 24
Níræður Jón Árnason fyrrum framkvæmdastjóri og bankastjóri Hinn 17. nóvember sl., varð einn af okkar þjóðkunnustu mönnum, Jón Arnason fyrrv. framkvæmdastjóri og bankastjóri, niræður að aldri. Hann fæddist i Syðra-Vallholti i Seyluhreppi i Skagafirði. Var faðir hans Arni trésmiður og bóndi i Borg- arey, en móðir Jóns, kona Arna, var Guðrún Þorvaldsdóttir, bónda i Fram- nesi i Akrahreppi. Var Arni Vopnfirð- ingur að ætt, bóndasonur frá Rjúpna- felli og Böðvarsdalþar i sveit. Hann og fjölskylda hans höfðu undirbúið för sina til Vesturheims á harðindaár- unum eftir 1880, en Arni breytti áætlun sinni og gerðist bóndi i Skagafirði, en hann varð skammlifur og lézt árið 1888. Þau hjónin höfðu eignazt tvö börn auk Jóns, Ingibjörgu, sem enn er á lifi, komin á tiræðisaldur, búsett hér i höfuðborginni, og Arna, er varð bóndi á Stóra-Vatnsskarði, dáinn 1971. Guðrún, móðir Jóns, giftist aftur, og var seinni maður hennar Pétur Gunn- arsson og voru þau lengi búendur á Stóra-Vatnsskarði, en eftir þau börn þeirra. Núverandi bóndi þar er sonar- sonur Guðrúnar og Péturs, Benedikt Benediktsson. Jón Arnason stundaði nám i Gagn- fræðaskólanum á Akureyri og lauk þaðan prófi vorið 3905. Um leið og hann luku þar námi, meðal annarra, fjórir skólabræður hans, sem á seinni árum eru oft nefndir saman og allir, á- samt Jóni, eru taldir hafa markað stærri spor i islenzku þjóðlifi á þessari öld, en flestir aðrir samtimamenn þeirra. Þessir menn eru taldir eftir aldri: Snorri Sigfússon skólastjóri og námstjóri, Jónas Jónsson skólastjóri, alþingismaöur og ráðherra, Þorsteinn Methúsalem Jónsson skólastjóri, kaupfélagsstjóri, alþingismaður og bókaútgefandi, Jón Arnason kennari, framkvæmdastjóri og bankastjóri, og þeirra yngstur, Þórarinn Kristjánsáon Eldjárn, kennari og kaupfélagsfor- maður, faðir núverandi forseta Is- lands. Sá elzti þeirra var fæddur 1884, þrfr 1885 og sá yngsti 1886. Tveir þeirra eru horfnir sjónum okkar en þrir eru meöal vor og heyrði þjóðin rödd eins þeirra fyrir skömmu á öldum ljósvak- ans. Við óskum þeim að ævikvöldið megi verða þeim sem mildast og 24 minningar um liðna daga sem ljúfast- ar. Eftir að skólanámi Jóns lauk á Akureyri gerðist hann farkennari næsta áratuginn og varstarfssviðhans bæði heima á æskustöðvunum i Skaga- firði og siðar sunnan Ævarsskarðs i Húnaþingi. Sumarmánuðina sinnti hann öðrum störfum svo sem venja var og er. Hann annaðist þá alls konar sveitarstörf og jafnvel stundaði hann sjóróðra. Hann gat brugðið sér til margvislegra starfa eftirþvisem þörf var fyrir og hugurinn leitaði eftir. Þessi störf voru honum ekki ókunn, þar eð hann hafði i æsku stundað þau á bernskuheimili sfnu, en að sjálfsögðu kynntist hann þá enn nánar hugsun sveitafólksinsog starfsháttum þess ut- an heirnasveitar sinnar og varð þaul- kunnugur landbúnaðinum, þvi heldur sem hann var þá orðinn fullþroskaður með ágæta menntun. Við lok þritugsaldursins verður al- gerbreyting á störfum hans. Hann yf- irgefur átthagana og kennsluna og heldur rakleiðis til Kaupmannahafn- ar, án þess þó að hefja þar nýtt skóla- nám né störf hjá neinu dönsku stór- fyrirtæki, sem þó hefði mátt telja lik- legt. í Kaupmannahöfn dvelur hann fram á vor 1917 og kynnir sér kaupfé- lögin dönsku og starfsemi þeirra bæði i höfuðborginni og utan hennar, bæði i sveitum og bæjum og nær þannig itar- legri og viðtækri þekkingu á skipulagi dönsku samvinnufélaganna. Hallgrimur Kristinsson kaupfélags- stjóri frá Akureyri var um þessar mundir I Höfn i störfum fyrir kaupfé- lögin á Norðurlandi. Hafði hann þá hafið undirbúning að viðtækari starf- semi á vegum sambands þeirra, þar á meðal að stofnun heildsölu I Reykjavik og innflutningi á aðfluttum vörum þeirra frá útlöndum. A miðju ári 1917 flytur Jón Árnason aftur heim til tslands, gerist fastur starfsmaður kaupfélagasambandsins með aðsetri i Reykjavik og hefst þá starf þess þar vegna viðskiptaþarfa félaganna i landinu, þar með talin stofnun heildsölu o.fl., er siðan hefur óslitið haldist, sem kunnugt er. Jón Arnason varð þannig fyrsti fastur starfsmaður Sambandsins og þá ekki til einnar nætur tjaldað þvi að starfs- timinn helst óslitinn til ársioka 1945 eða i meira en 28 ár og Jón þá orðinn sextugur að aldri. Aðalstarf hans var framkvæmdastjórn útflutningsdeildar Sambandsins, þ.e. sala allra fram- leiðsluvara kaupfélaganna sem náði einnig til sölu á innlendum markaði. Þetta var allt að sjálfsögðu eitthvert mesta vandaverk, einkum þó er verst lét i ári eins og 1920—24 og aftur 1930—34. Það voru ekki miklir sæludaÞ ar i þeim efnum þau árin, og má áreið- anlega heimfæra orötakið gamla ,,sá á kvölina sem á völina” sem lýsingu oft og einatt um þau störf, jafnvel þó vel gengi. Fyrir þessi störf átti Jön miklar þakkir skildar, svo örugg voru orð hans og áætlanir að þau mátti mikils meta og bera fyllsta traust til. Hann innti af hendi mörg vandaverkin sem fylgdu starfinu beint og óbeint og margsinnis voru honum faldar samn- ingsgerðir erlendis fyrir rikisins hönd, þótt hér verði ekki talið. Samningar um saltkjötstollinn i Noregi, og á- kvarðanir um smiði Brúarfoss, er flutningur og sala á freðkjöti var að hefjast mega þó ekki gleymast. Eitt stórmál vil ég auk þessa nefna, þ.e. undirbúningur setningar afurða- sölu-laganna, er tóku gildi sumarið 1934 og i ársbyrjun 1935. Þáttur Jóns var þar mikill og meiri en flestum er kunnugt. Um þessi málurðu hörð átök og meiri en flest annað, enda var hér um stórfellda hagsmuni að ræða sem fjörutiu ára reynsla sýnir. Framhald á 23. siðu. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.