Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Blaðsíða 5
upp milli manna, var hann boðinn og búinn að vinna að sættum — og vannst eftir atvikum vel. Prestur var hann hér 11 ár (1922—33) var settur inn i embættið i Langholtskirkju i Meðallandi af föðurbróðir sinum sr. Magnúsi prófasti á Prestbakka. Fór sú athöfn fram með virðuleik. Kirkjur hafði hann þrjár, enga heima á prestsetrinu. Asum i Skaftártungu, hinar voru Graf- arkirkja i Skaftártungu og Þykkva- bæjarklausturkirkja i Alftaveri. Auk þess hafði hann aukaþjónustu um stuttan tima i Kirkjubæjarklausturs- prestakalli, þar sem eru tvær kirkjur. — Astarfsárum hanshér (nærfellt öll- um) voru ferðalög öll á hestum, ekki nema verstu vötnin brúuð, hin upp og niður að vetrarlagi. Fram úr þessu varð hann, kaupstaðarbarnið, að brjótast, og mun aðeins hafa notið aðátoðar, þegar verst gegndi. Og marga ferðina fór hann til Reykjavík- ur á öllum árstimum, einkum i sam- bandi við útgáfustörf, að ég ætla. — Honum var létt um að semja var fljót- ur með ræður sinar, stillinn dálitið sér- kennilegur og ræðuefnið f jölbreytt. Og manna var hann ólatastur að skrifa sendibréf. Yfir þeim var léttleiki, létt rabb um „daginn og veginn”, en hann gat einnig, ef tilefni gafst til, slegið á aðra strengi. Er mér i minni hið hug- ljúfa bréf, er hann sendi föður minum eftir að hann i hárri elli hafði misst konu sina og systur. Þótt hann rækti preststarfið óaðfinn- anlega, virtist hann engu að siður hafa áhuga á ritstörfum. Byrjaði hér að skrifa oghalda úti tfmariti, sem hann kallaði Jörö, og hélt þvi áfram eftir að hann fór héðan, allfjölbreyttu að efni, og loks kom að þvi, að hann gaf sig all- an að þvi og lét af prestsstörfum þess vegna um tima. Gerði sér hugmynd um að hann ynni meira menningar- starf meðþeim hætti. En —lengst mun hans minnzt hér fyrir annað rit, bókina Vestur-Skaftafellssýsla og ibúar henn- ar, sem i hátiðarskyni var gefin út al- þingishátföarárið 1930. Vildu fyrir- menn sýslunnar koma sliku riti á fram færi til hátiðarhalds, og kom það i hlut sr. Björns að safna efni i það og búa undir prentun. Hugmynd þessi kom svo seint fram, að beita varð hinu mesta atfylgi við að koma henni i framgang. Hann ferðaðist um allar sveitir sýslunnar til að fá menn til að skrifa um efni, sem hann tiltók. Kom mönnum þetta á óvart, vöknuðu viö „vondan draum”, töldu sig enga rit- höfunda vera, þvi sizt til að skrifa há- tiðastil og hefðu auk þess engan tima til þess i önnum vordaganna, en engin undanbrögð dugðu, hann hélt máli sinu með féstu og alúð, svo að menn fóru að islendingaþættir skrifa — og hann sjálfur einnig. Bókin kom út og fékk góða dóma, enda var hún sérstætt rit i þátið, varð forystu- bók i héraðsbókmenntunum, sem siðar hafa viða myndast i sýslum landsins. Höfundar voru margir en nú eru flestir þeirra dánir, en nöfn þeirra og verk geymast i bókinni og hún sjálf fræði- bókum forna háttu sýslubúa og eykst að gildi með árunum á þessum miklu breytingatimum, sem siðan hafa gengið yfir þjóðina. Ritstörfum hélt sr. Björn áfram, eftir að hann fór héðan, frumsamdi og þýddi, svo að tillag hans á bókmenntasviðinu er ærið. Við erfiðleika komst hann ekki laust: heilsan stundum ekki sem bezt, fjárhagur i þrengra lagi og presthúsið ekki við hans hæfi. En hann kvæntist hér elskulegri konu, sem bar fyrir hon- um mikla virðingu, var honum ein eftirlátasta og tók innilega þátt i öllum kjörum hans. Hún hét Guðriður Vig- fúsdóttir frá Flögu i Skaftártungu, i móðurætt komin frá Sveini Pálssyni lækni og náttúrufræðingi. Hún lézt fyrir fáum árum. Þau eignuðust nokkur börn og lét hann mikið af barnaláni sinu. Þött margs sé að minnast á skilnað- arstund, er mér hér efst i huga hinn góðlátlegi og hlýi maður. Þau eigindi hans komu i ýmsu fram, t.d. i um- gengni við fólkið ekki sizt þá, sem kröppust höfðu kjörin, kveðjur hans til safnaðarins, er hann, auk venjulegrar kveðju-guðsþjónustu, ferðaðist ásamt konu sinni á nær öll —eða öll — heimili i prestakallinu til þess að þáu með handataki gætu kvatt allt sóknarfólkið með þökkum og góðum óskum. Og þegar hann siðar kom hingað sem gestur, — siðast i hittiðfyrra, 40 árum eftir að hann fór héðan — mátti segja að hann „húsvitjaði” heimilin til að heilsa með hlýju handtaki upp á skirn- ar- og fermingarbörnin sin gömlu og annað fólk, eldra og yngra. Varð hann aufúsugestur, og kunni fólk þessari að- ferð hans hið bezta. Og nú, þegar hann er allur og þau hjón komin yfir móðuna miklu, sem öllum er framundan, er mér efst i huga kveðjan til beggja eða hvors i sinu lagi: Flýt þér, vinur, I fegri heim, krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Börnum þeirra og nánustu ættingj- um sendi ég hlýjar samúðarkveðjur. . 3.10.1975 Eyjólfur Eyjólfsson Hnausum iMeðallandi. t Hinzta kveðja flutt við kistu séra Björns O. Björnssonar, er hann var kistulagður i Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. okt. Svo kom þin stund, vor kæri faðir, nú kveðja þig vor hjörtu klökk. i vorri sorg vér syngjum glaðir, og segjum Guði lof og þökk. Svo verður dyggðum hvSdin hýr, sem heim meðsæmd frá verki snýr. Orðin i eftirmælum séra Matthiasar Jochumssonar koma mér i hug, er við stöndum hér hjá kistu séra Björns 0. Björnssonar með börnum hans og ást- vinum. Reyndar átti ég erfitt með að átta mig á þvi, að hann væri dáinn, er ég frétti lát hans. Þótt hann væri nær dauða kominn, er hann var fluttur i sjúkrahúsið og aldur hans hár, var það lif og starf, er setti svipmót sitt á hann, en ekki svefn og dauði. — En dauðinn fer sinu fram. Þar verður eigi um þok- að. Þótt séra Björn liggi hér nár, sé ég hann fyrir mér lifsglaðan, hressan og gjörvulegan eins og hann ævinlega var á langri samleið. Fyrir réttum mánuði var hann með okkur prestum á Vestmannsvatni. Hann flutti okkur gagnmerk erindi um viðhorf kristni til samtiðar og hinnar geigvænlegu kjarnorku, sem ógnar öllu mannkyni. Við sátum i kringum hann við umræðuborðið. Hann var ald- ursforsetinn. Mál hans var þrungið vizku og kærleika. Með þá mynd i hug- anum minnist ég orða Hebrea-bréfs- ins: Verið minnugirleiðtoga yðar, sem Guðs orð hafa til yðar talað, virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk, og likið siðan eftir trú þeirra. Séra Björn var þjónn Guðs i raun og sannleika. Hann predikaði i orði og verki, framkomu og viðmóti. Hann gekk fram fyrir skjöldu i sókn og vörn. Hann átti djúpa þekkingu, hugvit og sannleiksást. Hann var merkur kenni- maður. Þannig kom hann mér fyrir sjónir. Ég virti hann mikils, skoðanir hans og lifsviðhorf. Af fundi hans gekk maður lærðari og bjartsýnni. Séra Björn gekk öruggur og hugdjarfur til þessara þáttaskila. Við hann á hið forna spak- mæli: Glaður og reifur skyldi gumna hver, unz sinn biður bana. Trúin var honum sá stafur, sem lýst er i 23. sálmi Daviðs. Um dauðann hafði séra Björn mikið hugsað, eins og hver hlýtur að gera, sem horfir fram á hinztu vega- mót. Með innri augum eygði hann und- ur og stórmerki trúarlifsins, sá Krist koma, hann, sem stýrir vorsins veldi og verndar hverja rós, eins og segir i sálmi skáldsins frá Fagraskógi. Séra Björn 0. Björnsson gekk fram i ljós- inu. Birtan bjó i sál hans og ljómaði á 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.