Heimilistíminn - 12.12.1974, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 12.12.1974, Blaðsíða 4
Bölvun gulleyjarinnar Sá, sem leitar gulls á Nanmatol, lifir ekki lengi, segja þeir innfæddu í Suðurhöfum. Þetta er hvorki hjátrú né vitleysa, því margir hafa reynt en allir látist á dularfullan hátt SÉKFRÆÐINGAR á Nýja Sjálandi fengu merkilegan hlut til rannsóknar. Þaö var gullkross, en gerður úr gullblöndu, sem þeir höföu aldrei séö fyrr. Krossinn var aö likindum margra alda gamall. Og John Mannion Gilbertson, sem komið hafði meö krossinn, vildi ekki með nokkru möti segja, hvar hann heföi fengið hann. Gilbertson var kunnur maður á smærri eyjum Suðurhafa, en milli þeirra hafði hann siglt verzlunarskonnortu sinni i meira en 40 ár. Nú var hann 62 ára og til var ekki það rif, sem hann gjörþekkti ekki. A Fiji og Samoa, á Gilbert- og Elliceeyjum var hann kallaöur konungur Suðurhafsins. Hann átti eina eða fleiri konur á hverri eyju og — lauslega áætlað —120 börn þarna á viö og dreif. Hann kom övænt til heimaborgar sinnar, Auckland árið 1956 með krossinn og baö um að hann yrði rannsakaður. Var hann ekta og ef svo var, hvers viröi var hann þá? Krossonn reyndist úr svo hreinu gulli, að sérfræðingarnir gátu ekki metið það. Við þetta bættist svo sögulegt verðmæti, sem var enn ómetanlegra. A að gizka var krossinn siðan 300 til 400 eftir Krist. En ekki var hægt aö segja meira, þar sem Gilbertson, þagði eins og steinn. Honum voru boönir 10 þúsund dollarar, en neitaöi og sagöi að aðeins gullið væri meira virði en það, en krossinn var á þriðja kiló að þyngd. Fréttin um kross Gilbertsons breiddist út og lagt var að honum að koma til London með krossinn, svo hægt væri að rannsaka hann þar. En Gilbertson neit- aði. Þá kom Bandarikjamaðurinn Willi- am Messner fljúgandi frá New York með 25 þúsund dollara i vasanum. Hann bauð I krossinn fyrir bandariskt safn og Gilbert- son gekk aö þvi 'Yfirvöld á Nýja Sjálandi reyndu varla að kopia i veg fyrir kaupin, enda gátu þau litiö gert, þar sem krossinn hafði ekki fundizt á Nýja Sjálandi. Messn- er tók krossinn með sé'r til Philadelphia. En fleiri höfðu fengiö áhuga. Menn sem höfðu fjársjóðaleit að atvinnu, héldu að Gilbertson hefði fundið mikinn fjársjóð, sem hann nú ætlaði sjálfum sér. Ráðizt var um borð i skip hans að næturþeli, vörðurinn rotaður og sjóferðabókinni stol- ið. En ekkert var upp úr henni að hafa, þvl hún var skrifuð á dulmáli, sem Gil- bertson einn gat ráðið. Þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir var einum af áhöfn Gilbertsons rænt nokkrum dögum siðar. Hann var pyntaður þar til hann skýrði frá þvi að Gilbertson hefði fundið krossinn á Nanmatol-eyju. Sami maöur sagði yfirvöldum það siðar, að þar heföi krossinn hlotið að finnast, þvi Gil- bertson hefði ekki farið með hann i land, en hins vegar komið með hann aftur. Það var ekki ósennilegt. 1 áraraðir höfðu gengið sögusagnir um fjársjóð á Nanmatol — dularfullur fjársjóður með mörg mannslif á samvizkunni. Menn höfðu horfið gjörsamlega við að leita hans. Hafði Gilbertson fundið þennan fjársjóð? Þegar blaðamenn komu morg- uninn eftir var skipið horfið. Gilbertson hafði siglt burtu i skjóli nætur og horfið út á Kyrrahafið. Hann skildi eftir ósvaraðri spurningu, sem var ekki svarað fyrr en mörgum árum siðar. Fjársjóðurinn á Nanmatol er bæði al- kunnur og alræmdur, og andstætt mörg- um öðrum sögum um falda sjóræningja- fjársjóði, hefur þessi reynzt vera til. En menn þeir, sem farið hafa til að finna hann, hafa verið með bölvun hans hang- andi fyrir sér. Sagt er að þeir, sem leiti fjársjóðsins á Nanmatol, lifi ekki lengi og það eru ekki orðin tóm, heldur allt of satt. Nanmatol er i Carolinueyjum og hefur i meira en öld verið takmark ótal vel út- búninna fjársóðsleitarmanna. Fundizt hafa guðamyndir úr gulli og nokkrir hnif- ar lagðir dýrum steinum. Þá hefur fundizt annar kross eins og Gilbertsons en visindamenn telja, að enn hafi hinn raun- verulegi fjársjóðir ekki fundizt. Hvers vegna ekki, er enn ráðgáta. Nanmatol, sem eróbyggð, er austan við eyja Ponape og einu lifverurnar sem þar búa að staðaldri, eru risaeðlur, sem enginn veit, hvernig þangað eru komnar. Nanmatol hefur ekki verið rannsökuð eins og Páskaeyjan, en talið er, að þar — eins og á Páskaeynni — hafi verið þróuð menning, sem leið undir lok af einhverj- um ástæðum, fyrir árþúsundum. Viða á Suðurhafseyjum hafa menn rek- izt á rústir, sem benda til þróaðrar menn- ingar og einna athyglisverðastar eru rúst- irnar á eynni Malden, sem er um 1000 km frá Namatol. Þar hafa verið risavaxnar byggingar, vigi, musteri og neðanjarðar- leiðir. Bein, sem fundizt hafa þarna, benda til þess aö fólk það sem þarna bjó hafi verið stórvaxið mjög, yfir tveir metr- ar á hæð og 145 kiló. Talið er sannað að þetta fólk hafi verið af evrópskum upp- runa. A Nanmatol hafa fundizt rústir viðáttu- mikillar borgar, sem minnir svolitið á Feneyjar. Að minnsta kosti 300 skuröir liggja um borgina þvera og endilanga og 4

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.