Heimilistíminn - 12.12.1974, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 12.12.1974, Blaðsíða 5
John Mannion Gilbertson fann þaO sem hann leita&i á Nanmatol, en eins og allir hinir lést hann á dularfullan hátt. bendir það einnig til evrópsks uppruna Upp úr skurðakerfinu liggur geysimikill stigi upp i vigi eitt eða kastala. Undir hon- um eru göng og sé farið eftir þeim, er komið inn i stóran sal, þar sem er altari og þykir það benda til kristni. í þessum sal fundust fyrstu merki um tilveru fjársjóðsins. Hvaða hamfarir sem hafa þurrkað út allt lif á Nanmatol, hafa þær þyrmt fjársjóðnum, sem enginn veit hvar er. tbúar eyjanna i kring forðast Namatol og trúa þvi að bölvun hvili yfir eynni. Nú er vitað, eftir að dulmálssérfræðingar hafa klórað sig fram úr sjóferðabókinni að Gilbertson var einn hinna fyrstu, sem rakst á fjársjóðinn. Af þeim ástæðum settisthann að á nágrannaeyinni Ponape, fékk sér þar nokkrar konur og lifði góðu lifi meðal innfæddra. Gilbertson var liklega einn af siðustu ævintýramönnunum, sem raunverulega geta kallazt svo. Hann bjó i litla fiskiþorp- inu Madelenihm og frétti þar fyrst af fjársjóðnum. Þvert ofan i aðvaranir innfæddra, ákvað hann að athuga málið. Hann fann leifar horfinnar menningar — aleinn, þar sem hann fékk engan til að fara með sér. Hann blótaði og skammað- ist og kallaöi menn heigla, en þeir vildu heldur þola það, en stiga fæti á Nanmatol. Nanmatol er ekki beint gestrisin eyja aö allri bölvun slepptri. Þar er afar þéttur regnskógur, sem Gilbertson varð að höggva sig i gegn um, skref fyrir skref. En hann komst til borgarrústanna og þar meðeinum mesta leyndardómi heimsins. 1 sjóferðabókinni segir, að hann hafi verið vopnaður riffli, skammbyssu og tveimur hnifum. Hann segist skyndilega hafa staðiö við innganginn i neðanjarðargöng- in. Hann var tveir metrar á breidd og þrir á hæð. Stigi lá fimm metra niður og Gil- bertson varð ijóst, að hann var kominn undir yfirborð sjávar. Þurrt var inni en saggalykt. Gilbertson var óhræddur maður, enda hafði hann barizt við sjóræningja á Kina- hafi og verið meðal hausaveiðara og mannæta á Sarawak og Borneo. Nú fór hann inn i.göngin og kom inn i salinn meö altarinu. Hann fór lengra inn eftir- væntingarfullur mjög. Hann varð að þreifa sig áfram i myrkr- inu og bölvaði sjálfum sér fyrir að hafa ekki tekið vasaljós með. Allt i einu hrasaði hann um eitthvað. Hann athugaði það nánar og þá reyndist það vera kross- inn góði, þakinn árhundraða ryki, en undir þvi flytti i demanta, þegar komið er út i dagsljósið. Gilbertson bjó sér til kyndil og fór aftur inn. En nú var óveður i nánd og þrátt fyrir allt langaði hann ekki til að verða tepptur á þessari dularfullu eyju. Þess vegna sigldi hann heim til Ponape og þagði yfir öllu saman. En ibúar eyjarinnar vissu að hann hafði ekki haft neitt með sér út og nú kom hann aftur með gullkross. Sögur komust á kreik og leyndarmálið lak út. Allt i einu var allt orðið fullt af ævintýramönnum alls staðar að úr heiminum. Nanmatol, sem aðeins var depill á kortinu, virtist nú vera miðpunkt- ur alheimsins. En ekki komust allir til Tonape eða Nanmatol. Tvær skonnortur hurfu á leiðinni frá Nýja Sjálandi og ekk- ert hefur fundizt af þeim siðan. Skip með fjórum bretum og tveimur Astr.aliumönn- um sendi upp neyðarljós, en þrátt fyrir mikla leit, hefur aldrei fundizt neitt af þvi heldur. Vist er að þrir leiöangrar, alls 26 manns Gamli. þaulreyndi sjóarinn James Maguire hefur komið I land á Nanmatol. — Kn ég geri það aldrei aftur, segir hann — eki þó ég fengi 20 milljónir króna. Prófessor MacMillan Browne fannst lálinn á skrifstofu sinni eftir heimsókn til Nanmatol. Dánarorsökin fannst ekki. komust til Nanmatol, þar sem þeir hófu itarlega leit að fjársjóðnum. Þremur vik- um siðar komu fjórir illa farnir menn til Ponape og sögðu að félagar sinir heföu ,,horfið” uppi, meðan þeir sjálfir voru niöri I göngunum og sást hvorki tangur né tetur af þeim, þegar þeir komu upp aftur. Blóðblettir sáust á trjám og steinum, en mennirnir virtust hafa sokkið i jörð niður. Bátarnir voru allir óhreyfðir á sinum stað. Aldrei var gerð alvarleg tilraun til að leysa þessa gátu. Fjórmenningarnir fóru til Astraliu og siðan til Englands og harö- neituðu að skýra frá reynslu sinni. Rætt hefur verið um, að þeir hafi myrt alla hina, þegar gullhungrið greip þá, en eng- inn veit. Blóðblettirnir eru enn sagðir sjást á Nanmatol sem sönnun um dular- fulla atburði þar. Tveir ævintýramenn, sem voru vel þekktir i Suðurhöfum, Adams og Kramer, sigldu til Ponape i gamalli skonnortu. Kvöld eitt drukku þeir sig vel fulla og hreyktu sér þá af þvi að hafa fundið fjársjóðinn á Nanmatol. Máli sinu til sönnunar sýndu þeir viðstöddum kross, sem var alveg eins og Gilbertsons. Þá voru þeir með tvær likneskjur, lagðar gulli og dýrum steinum og tvo teninga i áttstrendri umgerð. Hvor þeirra vóg 300 grömm. Loks sýndu þeir demöntum lagð- an hnif, sem liktist Lorraine-krossinum að lögun. Hvað siðan gerðist, er ekki ljóst, en morguninn eftir fannst Kramer rekinn i gegn en Adams horfinn. Húðkepur einn var lika horfinn og gátu menn sér til þess aö Adams hefði tekið hann. Það reyndist rétt, þvi allt i einu kom hann fram á eynni Kusaic, þar sem hann keypti sér hús og konu fyrir hnifinn góða. Næstum hálft 5

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.