Heimilistíminn - 12.12.1974, Page 37

Heimilistíminn - 12.12.1974, Page 37
mér. Mér fannst bezt að segja þér þetta núna, svo þú skildir betur, hvers vegna ég gerði það sem ég gerði. — Að þú kysstir mig? — Já, það var illa gert, játaði hann. — Ég vil ekki hugsa um hvað þér fannst um mig á ef tir, en ég gat ekki gert að þvi. Mig hef ur lengi langað til að kyssa þig, en ég hefði ekki átt að gera það svona. Janet, segðu mér sannleikann...ég meina...hefurðu ekki...þú ert ekki... Luke... — Það er ekki á þann hátt, ef þú átt við það. Hún brosti, en hann sá það ekki, heldur starði niður í teppið. — Mér f innst hann þægilegur og skemmti- legur og stundum vorkenni ég honum hræðilega. Hann er svo einmana. Þess vegna f innst honum svo gott að koma hingað. — Ég veit það, sagði hann og varpaði öndinni létt- ar. — En getur þú fyrirgefið mér. — Með ánægju. Hann sneri sér frá henni og tók eitt skref að dyrunum. Þá spurði hún lágri röddu: — Neil, viltu kyssa mig aftur? Kannske ekki eins og síðast, en viltu kyssa mig? — Mig langar ekki í þakklæti þitt, Janet. — Er ekki alltaf svolítið þakklæti í ástinni? spurði hún lágt. — Á maður ekki að vera þakklátur fyrir tækifæri til að gera aðra manneskju hamingju- sama? Ég held það að minnsta kosti. Rödd hennar var blíð með svolitilli kimni og hann sneri sér hægt að henni aftur, mjög hægt. — Ég er þakklát, Neil, en það er önnur ástæða til þess að ....ó, ekki standa og horfa svona á mig. Við erum gift og það er ekki svo óvanalegtað menn kyssi konur sínar. Það var næst- um reiðitónn i röddinni. Hann þorði varla að trúa því sem hann las úr Ijómandi augum hennar og tók hratt þetta skref sem á milli þeirra var. — Þetta var betra, tautaði hún upp að öxl hans, þegar handleggir hans luktu um hana, fast og örugglega. — Áttu við... — Já, viðbjóðslegi maður, ég á við það. — Þrátt fyrir skapið í mér? — Kannski að hluta einmitt vegna þess. Já, þrátt fyrir 1380. Biturleikinn var horf inn úr augum hans og aðlað- andi brosið komið í staðinn á sólbrúnt andlitið. — Það er jafn indælt að halda utan um þig og ég ímyndaði mér, sagði hann lágt. —En þú skelfur ennþá. — Af sömu ástæðu og ég skalf áður, sagði hún alvarlegri röddu. — Bannsettur asni hef ég verið! Allar þessar vik- ur og mánuðir, sem við höfum kastað á glæ. Ég hefði getað gert þetta allan tímann...hann kyssti hana. Og síðan aftur og aftur... Ray barði á hurðina. — Janet, ertu að verða búin? Það er að koma bíll og ég sé fleiri Ijós á veginum. — Nei, hún er ekki búin. Rödd Neils var svolítið loðin. — Farðu... — En.... — Taktu á móti gestunum þínum sjálfur, f járinn sjálfur, þetta er þó þín veizla. Ray hrukkaði ennið, en svo lifnaði smám saman yfir svip hans. Það var eitthvað fagnandi í rödd bróður hans og Ray horf ði f ast á hurðina og óskaði þess að hann sæi gegn um hana. — Ég kem bráðum, Ray. Rödd Janetar skalf svo- lítið og þrátt fyrir að hún lækkaði hana, heyrði Ray hana greinilega segja á eftir. — Ástin mín, þú ert allur útataður í varalit. — Hvaða máli skiptir það? Mér er alveg sama. svaraði Neil. Ray gekk glaður á svip gegn um ganginn að úti- dyrunum sem stóðu opnar upp á gátt. Búið var að kveikja á Ijóskerunum úti í garðinum og Luke, sem var fyrsti gesturinn, brosti viðurkenningarbrosi meðan hann horfði í kring um Sig. Burnettia var lif- andi í kvöld, það var gott andrúmsloft og húsið var svo virðulegt. — Það verð ég að segja, drengur minn, heilsaði Luke og benti að trjánum. — Þetta er stórkostlegt. Til hamingju með daginn. — Takk. Svo greip Ray í handlegg f rænda sins. — Luke, ég er að hugsa um að fara með þér á kengúruveiðar, sagði hann án formála. — Þú meinar það ekki? — Jú, í næstu viku. Þegar Antoinette fer aftur til Queensland. Ray leityfir öxl sér, þegar hann heyrði smella í hurð. Janet kom til þeirra, I jómandi á svip með handlegg Neils um axlirnar. Hvorki Ray né Luke höfðu séð hann áður svona hamingjusaman og stoltan á svipinn. — Skilurðu? spurði Ray lágt. — Já, ég skil, svaraði Luke innilega. Endir HI^GIÐ 37

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.