Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 12.12.1974, Qupperneq 16

Heimilistíminn - 12.12.1974, Qupperneq 16
eld . § húskrókur Nú bökum við svolítið Ef ykkur finnst gaman að baka, því þá ekki að taka einn bakstursdag og fylla dunkana? Svo líður að jólum, og þá þarf líka að baka. Þessar kökur, sem við birtum hér uppskriftir að, eru þess eðlis, að þær verða bara betri af að geymast. Gamaldags kúrenukaka 200gr smjörliki, 2 1/2 dl sykur, 2 egg, 3 dl kúrenur, fintrifiö hýði af einni sitrónu, 2 msk finsaxað súkkat, 3/4 dl. rjómi, 1 tesk lyfti- duft, 5 dl hveiti. Hrærið smjörliki og sykur hvitt. Bætið eggjunum i, einu i einu, og hrærið vel saman. Setjið kúrenurnar út i og sitrónuhýðið. Blandið lyftiduftinu i hveitið, og blandið siðan þvi og rjómanum til skiptist i deigið. Hellið deiginu i vel smurt form og bakið i 150 stiga heitum ofni I 1 1/4 klst. Leggið smjörpappir yfir kökuna fyrsta hálftimann. Þessi kaka er ljúffeng og geymist sérlega vel. Möndlugóðgæti lOOgr smjörliki, 11/4 di sykur, 2egg, 6dl hveiti, 1 tesk lyftiduft, 1 dl möndlur og 1 tesk kanill. Hrærið smjörliki og sykur hvitt. Bætið i hveiti, lyftidufti og söxuðum möndlunum og kanilnum, og hrærið vel saman. Rúllið deigið i fingurþykkar lengjur og fletjið þærút með lófanum. Leggið þær á smurða plötu og bakið við 200 stiga hita i 10 minútur. Skerið þær heitar niður i 2 sm þykka bita. Or þessum skammti fást um 75 kökur. ömmutvibökur 100 gr smjörliki, 1/2 di sykur, 1/2 msk kardemommur, 3/4 dl mjólk, 4 — 4 1/2 dl hveiti, 11/2 tesk lyftiduft. Hrærið smjörliki og sykur hvitt. Bætið kardemommunum i. Blandið lyftiduftinu i hveitið, og hellið til skiptis hveiti og mjólk i deigið. Fletjið út með svolitlu hveiti og stingið út hringi (um 3 sm i þvermál). Bakið á vel smurðri plötu i 8 minútur við 225 stiga hita. Takið tvibökurnar út og skiptið þeim, meðan þær eru enn vel heitar. Leggiö aftur á plötuna og ristið þær 120 minútur við 175 stig. Spaghetti Sjóðandi heitt spaghetti er indæll matur á köldum og dimmum vetrardögum, og ennþá ódýr á þessum síðustu og verstu tímum. Með spaghetti er hægt að hafa óteljandi tegundir, en blanda af kjöti, tómat- sósu og lauk er það algengasta. Hér komum við með þrjár uppástungur til viðbótar Uppáhald Alfredos Sjóðið eins mikið spaghetti og þörf er á. Þegar það er tilbúið, er vatninu hellt af og svolitlu af rjóma hellt yfir. Setjið mikið af rifnum osti út I og hrærið i, þangað til osturinn verður eins og 16

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.