Heimilistíminn - 12.12.1974, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 12.12.1974, Blaðsíða 13
Froskaprinsinn í gamla daga, þegar galdrar voru enn við lýði, var einu sinni kóngur sem átti margar dætur. Fallegar voru þær allar en sú yngsta var svo falleg að meira að segja sólin var hissa þegar hún skein á hana. Og hún, sem hafði séð svo margt. Rétt við kóngshöllina var stór, dimmur skógur. Inni i skóginum var tjörn undir gömlu linditré.i Þegar veru- lega heitt var i veðri gekk litla kóngsdóttirin út i skóginn og settist við tjörnina. Ef henni leiddist, lék hún sér að gull- boltanum sinum. | Það var skemmtilegasti leikurinn, sem hún kunni. En svo gerðist það einn dag- inn, þegar hún sat og kastaði boltanum sinum, að hún náði honum ekki aftur. Hann datt niður á jörðina og valt út i tjörnina. Kóngsdóttirin fylgdi honum með augunum, og bolt- inn var horfinn og tjörnin var svo djúp, að ekki sást til botns. Litla kóngsdóttirin fór að gráta og grét hærra og hærra og gat ómögulega hætt. Skyndilega heyrði hún rödd, sem hrópaði: — Hvað er eiginlega að þér kóngsdóttir? Þú grætur svo að steinn gæti tárast. Kóngsdóttirin leit undrandi upp, en sá engan. En loks kom hún auga á frosk, sem rak ljóta breiða hausinn upp úr vatninu og hún sá, að það var froskurinn, sem hafði talað. — Ég er að gráta yfir gull- boltanum minum, svaraði kóngsdóttirin — hann valt frá mér og út i tjörnina. — Gráttu ekki meira yfir þvi, sagði froskurinn. — Ég kann ráð. En hvað viltu gefa mér, ef ég sæki hann fyrir þig? — Hvað sem þú vilt, svaraði hún. — Þú mátt fá fötin min og perlurnar og gimsteinana. Já, þú mátt meira að segja fá gullkórónuna mina. Froskurinn svaraði: — Ég kæri mig hvorki um fötin þin

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.