Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 12.12.1974, Qupperneq 10

Heimilistíminn - 12.12.1974, Qupperneq 10
Augun eru spegill sálarinnar Það er ekki bara sagt, heldur vísindaleg staðreynd, að sögn sálfræðinga. Þeir hafa kannað, hvað undir býr, þegar fólk horfist fast í augu HVERNIG gengur þér aB horfa beint i augun á ókunnugu fólki? Það getur verið erfitt að segja um það, einkum ef um er aö ræöa einhvern af gagnstæða kyninu og glæsilegan að auki. Nýjustu rannsóknir á þvf sem sér- fræðingar kalla „gagnkvæmt augnasam- band” sýna þó, að eigi maður í vandræðum með að horfa beint í augu fólks, þarf maður alls ekki að vera feiminn aö eðlisfari. Hið gagnstæða getur verið ástæðan. Sá sem litur undan eftir fyrstu sekúndurnar, getur verið sérstak- lega ráðrík manneskja. Hjá kvenþjóðinni er það vfst tákn um kvenleika að vera alltaf veifandi augnahárunum. En það, sem hver einasta kvenvera ætti að vita um augun i sér, er að þau segja alltaf sannleikann. Þetta er ekki orðtak, heldur visindalega sönnuð staðreynd. Sál- fræðingar við Exeterháskólann i Englandi hafa rannsakað málið mikið og vandlega og skrifað niðurstöðurnar niður. Það er afsakplega áhugavert lesefni. Þýðir það hreinskilni og heiðarleika, þegar einhver horfið djúpt i augu annars án þess að depla sinum augum? Ekki endilega. Það getur alveg eins veriö öfugt. Nokkrar konur voru fengnar i tilrauna- skyni til að gera eitthvað af sér og siðan var „glæpurinn” borinn upp á þær. Til mikillar furðu viðstaddra, reyndist sú, sem stærstan „glæp” framdi, hafa óskeikulasta augnaráðið. Annar vandi: Hvað oft og lengi á ástfangin stúlka að horfa i augu sins heittelskaða til að sýna honum undirgefni sina? Ekki of lengi, segja sálfræð- ingarnir, sem þykjast hafa komizt að þvi, að heitt augnaráð má ekki taka nema I mesta lagi helming þess tima, sem parið er saman. Annars verður karlamðurinn feiminn og það getur skaðaö sambandið. Hið sama gerist, þegar fólk spjallar saman um allt og ekkert. Það horfist I augu i mesta lagi helming tfmans, og meira þegar það hlustar, en þegar það sjálft talar. Þegar maður talar, er vani að lita lengra burt andartak, einkum, þegar talað er við litið kunnugan. En þetta fer eftir þvi, hvað talað er um. Ef um er aö ræða vinaspjall, horfast þeir i augu 70% af timanum. Hvaða þýðingu hefur „gagnkvæmt augnasamband?” hafa sálfræðingarnir spurtsjálfa sig. Þegar maður virðir fyrir sér hóp fólks, hvort sem er I vinnu eða viö skemmtun, er hægt að sjá strax, hver er sterkasti persónuleikinn i hópnum. 10

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.