Heimilistíminn - 12.12.1974, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 12.12.1974, Blaðsíða 14
né perlurnar eða gimsteinana, ekki einu sinni um gullkórón- una. En ef þú vilt láta þér þykja vænt um mig og lofa mér að sitja við hlið þér við borðið, borða af gulldiskinum þinum, drekka úr bikarnum þinum og sofa i rúminu þinu, þá skal ég kafa niður og sækja gullboltann þinn. Lofarðu mér þvi? — ó, já, því lofa ég, svaraði kóngsdóttirin ánægð. — ég lofa þér öllu, sem þú vilt, bara ef ég fæ gullboltann minn aftur. En hún hugsaði með sjálfri sér: Þetta er bara vitleysa, sem þessi gamli froskur er að segja. Froskur verður að vera i vatni og getur ekki verið vin- ur mannabarna. En froskurinn kafaði og hvarf. Eftir dálitla stund kom hann upp aftur með boltann i munninum og lét hann detta i grasið við fætur kóngsdóttur. Hún varð glöð að sjá boltann sinn aftur. Hún tók hann upp og ætlaði að hlaupa heim eins hratt og hún gæti. — Biddu, biddu! kallaði froskurinn. — Taktu mig með, þvi ég get ekki hlaupið eins hratt og þú. En það þýddi ekkert þó hann æpti — kvakk, kvakk eins og hann gæti. Kóngsdóttirin heyrði það ekki. Hún bara hljóp heim og bráðlega var hún búin að steingleyma öllu um froskinn. Hann yrði að vera i tjörninni sinni. Daginn eftir sat hún við borðið með kónginum og allri hirðinni. Hún borðaði af gull- diskinum sinum eins og hún var vör, en skyndilega heyrðist undarlegt hljóð úti fyrir. — Plisk, plask, plisk, plask, heyrðist upp marmara- tröppurnar. Svo var barið að dyrum og rödd hrópaði: — Opnaðu fyrir mér, litla kóngs- dóttir! Hún stökk til og opnaði til að sjá, hver þetta gæti verið og þar sat froskurinn, Þá varð hún dauðhrædd, skellti hurð- inni aftur og gekk aftur að borðinu. Kóngurinn heyrði að hjarta hennar barðist ótt og titt. — Hvað er það, sem þú ert svona hrædd við, barnið mitt? Var þetta tröll, sem ætlaði að taka þig? — Nei, svaraði hún. —r Það var ekki tröll, heldur hræði- lega ljótur froskur. — Hvað vildi froskurinn þér? — Sjáðu til, pabbi, ég var að leika mér við tjörnina i gær og þá datt gullboltinn minn niður i vatnið. Ég grét og grét og þá kom froskur og sótti hann fyr- ir mig. Ég lofaði honum a hann skyldi fá að vera vinur minn i staðinn, annars vildi hann ekki sækja boltann. Ég var svo viss um að hann gæti ekki lifað annars staðar en i vatninu. Og nú stendur hann þarna úti og vill koma inn. í sama bili var bankað fast aftur og röddin hrópaði: — Litla kóngsdóttir! Opnaðu fyrir mér! Ertu búin að gleyma loforðinu? — Þá sagði kóngurinn: — Þú verður að standa við það sem þú lofar. Hleyptu honum inn. Þá varð kóngsdóttirin að fara og opna og froskurinn hoppaði á eftir henni að borð- inu. Þar hrópaði hann: — Lyftu mér upp til þin! Fyrst vildi hún það ekki, en þá sagðist kóngurinn skyldu gera það. Þegar froskurinn var kominn upp á stólinn, vildi hann fara upp á borðið og þeg- ar hann var kominn þangað, sagði hann: — Ýttu gulldiskin- um svolitið nær, svo við getum borðað saman. Hún þorði ekki annað en gera það og froskurinn borð- aði reglulega vel. En kóngs- dóttir kom matnum ekki nið- ur. Þegar froskurinn var orðinn saddur, sagði hann við kóngs- dóttur: — Nú er ég saddur og þreyttur. Nú verður þú að bera mig inn og búa um mig i silkirúminu þinu. Kóngsdóttirin grét og hryllti við ljóta, raka froskinum, sem hún þorði ekki einu sinni að snerta. Og nú átti hann að sofa i fallega, hreina rúminu henn- ar. En kóngurinn reiddist og sagði: — Þú átt ekki að fyrir- lita þann, sem hjálpar þér I nauðum. Þá tók hún froskinn milli tveggja fingra og bar hann með sér. Hún vildi ekki fá hann upp i rúmið og fleygði honum út i horn. En þegar hún lá i rúminu, kom hann skríð- andi og sagði: — Ég er þreytt- ur og ég vil liggja i jafn góðu rúmi og þú. Lyftu mér upp, annars segi ég pabba þinum það. Þá reiddist kóngsdóttir, tók froskinn upp og fleygði honum i vegginn, eins fast og hún gat. — Geturðu ekki látið mig i friði, viðbjóðslegi froskur? æpti hún. En þegar froskurinn féll nið- ur á gólfið, var hann ekki froskur lengur, heldur falleg- ur kóngssonur. Og nú skyldi hann vera bezti vinur hennar, þvi það hafði pabbi hennar sagt. Kóngssonurinn sagði, að ljót tröllkerling hefði breytt sér i frosk og enginn gæti leyst hann úr þeim álögum nema yngsta kóngsdóttirin. Á morgun skyldu þau flýta sér heim i kóngsrikið hans. Siðan sofnuðu þau. 14

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.