Heimilistíminn - 12.12.1974, Blaðsíða 19
AÐ leggja kapal er gömul tómstundaiðja, en þó
hægt sé aö rekja þessa iðju 300 ár aftur i tímann, er
litiö vitað um sögu kapalsins. Það gefur auga leið,
að ekki er hægt að leggja kapal án spila og þess
vegnaerhann að minnsta kosti ekki eldri en spilin,
en þau eru liðlega 700 ára. Kapallinn er óbeint
skyldur gömlu indversku spili, sem á ýmislegt sam-
eiginlegt með skák og við uppgröft í Or í Kaldeu
hefur komið í Ijós, að spil þetta hefur verið við lýði
þegar á tímum Abrahams.
Þess má geta, að i Danmörku, Noregi og á Islandi
er þetta kaliað kapall, en í Svíþjóð og Finnlandi
kallast það ,,patience" eða þolinmæði, eins og á
ensku. Orðið kapall, eða „kabale" þýðir hins vegar
flækjur og eftir nafngiftunum að dæma.virðumstvið
hér norður frá hafa tekið sérstaklega eftir öllum
samsetningarmöguleikunum og flækjunum, en
hinir hugsa bara um þolinmæðina. En ekki er víst
að svo sé.
Kapall er lagður um allan heim. Sumir gera það
til að stytta sér stundirnar, en aðrir til að spyrja
einhvers, sem kapallinn svarar þá með jái eða neii.
Sumir eru hreinlega með kapaldellu og meira að
segja þeir, sem aldrei leggja kapal, þekkja
áreiðanlega einhvern sem gerir það.
Flestir kaplar hafa einungis lifað mann fram af
manni, en ekki verið skráðir fyrr en á allra síðustu
árum. Þess vegna heita sumir þeirra mögum
nöfnum og eru lítið eitt mismunandi. Á næstunni
birtum við nokkra kapla, sem þið getið gripið til ef
ykkur leiðist, til dæmis i jólafríinu. Hér eru tveir
þeir fyrstu:
i
*)! * ♦ * *1
L -<♦
♦: i
2 1 $ 1
Stór
kross-
inn
Or miklum aragrúa kross- og
stjörnukapla birtum við núna Stórkross-
inn. 1 hann þarf einnig tvenn spil. Asarnir
átta eru teknir úr og lagðir á borðið upp i
loft, þannig aö þeir myndi kross, eins og
sézt á myndinni. Nú á að raða ofan á ás-
ana öllum spilunum að kóngi og i réttri
röð. Flettið spilunum einu og einu og
leggið ofan á, en það má ekki gera oftar
en þrisvar sinnum. Séu þá einhver spil
eftir, gengur kapallinn ekki upp.
Stórkrossinn. Hér erum við aðeins byrjuö að raða og nánari skýringar þarf ekki með
hér.
19