Heimilistíminn - 12.12.1974, Page 9

Heimilistíminn - 12.12.1974, Page 9
— Ég viðurkenni alls ekki neitt, sagði ég þrá. — Ég tek allt saman með. Auðvitað haföi Johnny rétt fyrir sér. Hann hafði það alltaf. En þegar föstu- dagurinn rann upp, hafði hænuhausinn á mér safnað talsverðri vitneskju um mosategundir. Ég hafði llkað tekið til föt við hæfi og það var ekki auðvelt, þvi ég átti engin sportföt. Svo ég sé heiðarleg þá fékk ég þetta mest lánað. Nákvæmlega klukkan korter i fimm, var ég i stofunni tilbúinn I allt. — Almáttugur! sagði pabbi. — Elsku Lyn, hrópaði mamma, skelfingu lostin, en Johnny sagði ekkert. Hann átti i einhverjum erfiðleikum meö andardráttinn. — Ég er tilbúini tilkynnti ég. — Tilbúin til hvers? Safari i svörtustu Afriku? Johnny var loks búinn að ná andanum. Ég horfði niður eftir sjálfri mér — Hvað er athugavert við mig? — Ekkert vina min, sagði manna — við erum bara ekki v6n þér svona. I rauninn hef ég góðan smekk á fötum. En þar sem þetta átti að vera vinnuhelgi var allt i lagi. Vindblússan hans pabba var ef til vill aðeins of stór, en hún var lika vatnsheld. Ég togari veiðihattinn hans niður fyrir eyrun. Hann var punkturinn yfir iinu á útbúnaðinum. — Hún er geggjuð, sagði Johnny og i sama bili hringdi dyrabjallan. — Bilstjórinn þinn, sagði pabbi — A ég að biðja hann að koma inn? Ég var svolitið feimin við hugsunin um að sjá Alec aftur. Hann nam staðar, þegar hann sá mig. Hann leit glæsilega út i dökkbláum flauelsbuxum, og peysu i sama lit. Hann virtist missa málið, þegar hann sá útbúnaðinn minn, — Ég er bara að máta, sagði ég hlægjandi — Nú fer ég og skipti. Hann kyngdi — Fint, sagði hann — Ég meina, þú litur, stórkostlega út. Hann leit á klukkuna. — Ég held, að þú hafir ekki tima til að skipta. Ég hafði hlakkað til bilferðarinnar, en get ei sagt, að ég hafi notið hennar. Alec talaði kurteislega við mig alla leiðina það var gallinn. Hann talaöi um námsskeiðið og ég gerði mitt bezta til að svara á við- eigandi hátt með einhverju sem ég mundi úr bókunum hans Johnnys. Ég lét móðan mása um mosa og annað, sem ég hafði lesið um, en Alec varð þögulli og þögulli. Loks sátum við þegjandi og þögnin var þrúgandi. Námskeiðið var haldið á gömlum herragerði. Þegar viö komum, voru flestir þátttakendur saman komnir i stóru anddyrinu. Þar stóðu þeir i hópum og ræddu ákaft saman. Þarna voru ungir og gamlir af öllum manngerðum og allir voru ólastanlega klæddir til kvöldverðar. Ég ruddi mér braut milli þeirra, var visað á herbergi og læddist upp. Þegar ég kom niður skömmu siðar og leit sæmilega manneskjulega út, stóð Alec á tali við undurfagra ljósku, sem hafi sitt af hverju hér og þar... Aður en ég komst til hans, kom roskinn herramaöur til min, liklega einn af að-s standenum námsskeiðisins. Honum fannst féiagsskapur minn svo skemmti- legur, að hann sleppti mér ekki. Hann fylgdi mér til borðs og hékk utan i mér allt kvöldið. Nú gramdist mér við Johnny. Mosi, af öllum hlutum! í ljós kom, að roskni maðurinn hafði áhuga á fuglum, en þekking min á mosa vakti óskipta athygli hans, og hann tilkynnti öllum að ungfrú Fletcher yrði þeim til mikillar aðstoöar, hún vissi svo margt. Hópurinn kinkaði kolli I viður- kenningarskyni og Alec brosti vingjarn- lega. Hann var umkringdur stúlkum og mér datt ekki i hug að reyna að komast að honum. Daginn eftir var okkur skipt i hópa, áður en við fórum út i nátturuna. Hver haldið þið að hafi ekki lent i minum hópi? Ég sá hann hverfa i gagnstæða átt, niðursokkinn I samræður við ljóskuna. Það var kalt, en sólin skreið á heiðum himni. Þetta var dásamlegur dagur, alveg tilvalinn til að vera ein með honum. Þetta var ekki sem verst eftir allt saman og fór meira að segja að verða in- dælt. Við höfðum nóg að gera, örkuðum milu eftir milu — en draumaprinsinn minn sást hvergi. Fyrst ég var orðin fræg fyrir frábæra þekkingu, var i ég bezta hópnum. Ég var fyrst upp á allar hæðir og skimaði ákaft eftir hinum hópunum. Við komum aftur seint siðdegis, þreytt og óhrein og allir voru með körfur fullar af skrýtnum skordýrum og plöntum. Ég styrkti aðstöðu mina með þvi að draga upp óvenju ógeðslega bjöllu. Eiginlega hafði ég fundið hana I sokknum minum eftir að hafa öslað út i mýri upp fyrir hné. Ég stillti mig um að æpa, en hristi hana úr og stakk i körfuna. Þannig fer maður að þvi að styrkja aðstöðu sina. Annars talaði ég við Alec þetta kvöld. Hann kom til min eftir kvöldmatin — Hvernig liður sérfræðingnum? spurði hann — Var ferðin góð? Okkar hópur lenti á villigötum og borðaði hádegismat á ágætri krá. v Ekki undarlegt, svaraði ég — Foringinn var ekki beint klæddur til lang- ferðar. — Ekki leiðinleg svaraði Alec — Við getum ekki öll verið jafn reynd og þú. — Ekki það, Mér sýndist hún hafa þó nokkra reynslu. Hvað var eiginlega að mér? Ég var ekki vön að láta svona. Það borgar sig ekki, þvi strákar þola ekki duttlungafullar stúlkur. Alec leið áreianlega hræðilega illa. — Fyrirgefðu, sagði ég spök — Ég meinti þetta ekki. — Það skiptir ekki máli — svaraði hann — En ef þú hefur sagt, það sem þú meintir, skai ég segja þér, hvers vegna ég kom, Þú verður áreiðanlega ekki sér- lega hrifin en hvort sem þú vilt eða ekki, eigum við að eyða deginum á morgun saman. Okkur hefur verið falið sérstakt verkefni. — Hvað? — Við eigum að fara i mosaferð Safna eins mörgum tegundum og við getum. Það þýðir, að við verðum að fara dálitið langt. Hvað segirðu um það? — Fint, svaraði ég og átti þá við að þetta yrði allur dagurinn með honum. Þá gæti ég látiö til skarar skriða. — Já, þetta er einmitt við þitt hæfi, sagöi hann gremjulega — en ég skil ekki, hvers vegna ég var valinn. En ég vissi það, þvi ág hafði sjálf stungið upp á honum. Góði vinurinn minn, fuglasérfræðingurinn vildi áreiðan lega koma með mér Dagurinn rann upp með dýrindis veðri og ég ákvað að skilja vindjakkann eftir heima. I staðinn fór ég i nýju peysuna mina. Hann skildi fá að sjá, að ég kynni að klæða mig. En það átti eftir að verða mér dýrkeypt. Við höfðum gengið nokkra kilómetra. þegar skýin tóku að hrúgast upp á hinminum og áður en við vissum af, var komin hellidemba. — Þetta er liklega bara skúr, sagði ég. — Nei, það rignir I allan dag, svaraði Alec — Við snúum við. . Þetta var heimskuleg uppástunga, þvi við vorum komin það langtiað alveg eins gott væri að halda áfram eins og snúa við. Við þrömmuðum og vatnið rann úr hárinu á mér niður bakið. Nýja peysan var ekki litekta og gallabuxurnar limdust við leggina á mér. En þetta hefði ekki skipt máli, ef Alec hefði verið almennilegur við mig. Hann steinþagði, nema þegar hann blótaði ööru hverju. Við höfðum þremmað nokkra kiló- metra, þegar Alec kom auga á slútandi barð. — Þarna getum við leitað skjóls fyrir rigningunni, sagði hann, en ég var þreytt og kvartaði yfir þvi. Þá brosti hann meðaumkunarbrosi, og bauðst til að lána mér jakkann sinn. Ég þáði það. Alec fór á undan upp að barðinu til að athuga hvort þar væri ekki þurrt. Ég fylgdi honum með augunum og áður en ég vissi af, stóð ég upp að hnjám i köldu mýrarvatninu. Ég æpti þvi ég var dauð hrædd, og fann að ég sökk dýpra og dýpra i fenið. En Alec heyrði til min, kom þjótandi niður brattann og dró mig upp úr — Guöi sé lof, sagði ég þreytulega — Ég hélt að min siðasta sund væri upp runninn. Ég lá með andlitið upp að rennvotri peysunni Framhald á bls. 38 9

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.