Heimilistíminn - 12.12.1974, Blaðsíða 36

Heimilistíminn - 12.12.1974, Blaðsíða 36
Þegar hann kom inn í eldhúsið nokkru síðar,fann hann Mary önnum kaf na við að hræra í stórri skál, frú Rayan þeytti rjóma og Bluey, er þvegið hafði sér um hendurnar af svipaðri nákvæmni og skurð- læknir fyrir aðgerð, var að fylla ólífur í einhvern dýrindis rétt. Neil horfði á vinnumann sinn, sem var meðtunguna úti í munnvikinu og niðursokkinn í verk sitt. Þá leit Janet upp frá vaskinum, þar sem hún var að hreinsa salat, mætti augum hans og sagði: — Vantar þig eitthvað að gera? — Þarna eru fimmtíu egg, sem þarf að taka skurnið af. — Ég skal gera það, svaraði hann. — Komdu bara ekki nálægt mér, tautaði Mary. — Fjárinn. Bluey hafði misstolífu á gólf ið og Neil brosti að því hvað hann var orðvar þegar Janet var i heyrnarmáli. Úti á ökrunum notaði hann annað tungumál. Það var mikið að gera alveg til klukkan f jögur síðdegis. Þá hurf u hjálparkokkarnir heim til sín að hafa fataskipti og koma síðan sem gestir klukkan átta. Allir kæmu aftur með sama ákafa og um morguninn. Þegar Janet horfði á eftir Mary, hugs- aði hún um, hvað hún hafði verið heppin að eignast slíka vini og hvað þeir væru orðnir margir. Hún sneri f rá hliðinu og leit heim að húsinu, eins og Neil hafði gert, þegar hann var úti á akrinum og and- varpaði djúpt. Neil hafði gefið henni heimili og frjálsar hendur til að gera hvað sem hún vildi við það og hann hafði sagt að hún yrði ekki einmana. Alltaf yrði nóg aðgera, já hún mundi allt, sem hann hafði sagt. Hann hafði staðið við þetta, hvað svo sem hann hafði gert annað. Oryggi það og stöðu, sem hjónabandið bauð upp á, hafði hann veitt henni. Henni hafði líka skilizt að hann elskaði hana, þega hann kyssti hana kvöldið áður, þótt kossinn hefði verið harður. Hún vissi líka, að orðin ,,eigin- maður minn" fengju brátt f ulla merkingu. Neil var Neil og hann hafði látið tilf inningarnar hlaupa með sig í gönur einsog venjulega. I reiði hafði hann sagt það sem honum bjó i brjósti og hún vissi að hann iðraðist, því skömmustuleg tillit hans um daginn höfðu ekki farið fram hjá henni. Ray var í ganginum, þegar hún kom inn og saman gengu þau um húsið til að ganga úr skugga um að allt væri tilbúið. í eldhúsinu stóðu alls staðar föt með ýmsum réttum, í borðstofunni var geysistórt langborð og á því skinu glös og hníf apör og á blóma- skreytingunum sást gjörla, að f rú Stack hafði lista- mannshæfileika. Allt var svo fallegt og bjóðandi, jafnvel án matarins, sem frú Rayan og ráðskona Lukes áttu að bera inn á vissum tíma. Stóru stofurnar voru líka skreyttar blómum og Janet leit ánægjulega kring um sig. Veröndin hafði verið rudd svo hægt væri að dansa og garðstólar stóðu úti á grasinu, þar sem nýslegið var. — Þetta gæti ekki verið betra, sagði Ray og hún var ánægð. Hún hafði gefið sér góðan tíma, því hana langaði til að hvíla sig aðeins eftir erf iði dags- ins. Hún sat við opinn gluggann í herbergi sínu eftir að hafa farið í bað og horfði á sólsetrið. Þessi tími dagsins var dásamlegur. Allt var svo hljótt og þarna hékk nýi kjóllinn hennar, dýr módelkjóll, i 36 þetta sinn lillablár. Hún var búin að klæða sig og stóð við spegilinn til að leggja síðustu hönd á verkið, þegar hún fór að hugsa um hvenær Neil kæmi með demantana. Hún vissi að hann kæmi, því demantarnir höfðu ekki verið í peningaskápnum og hún ímyndaði sér að hann ætlaði að koma með þá sjálfur og nota tækifæri til að biðja afsökunar á framferði sinu kvöldið áður. Þau fengju ekki fleiri tækifæri til að vera tvö ein saman þetta kvöld. Þeg- ar hann loks kom, bankaði hann afar varlega á dyrnar og rödd hennar skalf, þegar hún bað hann að koma inn. — Þú gleymdir demöntunum, sagði hann og hún þorði ekki að mæta augum hans, þegar hún lagði frá sér varalitinn og stóð upp. — Ég hafði svo mikið annað um að hugsa.... — Já, þú hefur haft mikið að gera. Hvað orðin hl jómuðu hátíðlega. — En ég er viss um að veizlan Verður eins og bezt er hægt. Hún getur ekki orðið annað eftir allt sem þú ert búin að gera. Á ég ekki að hjálpa þér með þetta? Lásinn.... rödd hans dó út. — Jú, ég er ekki orðin vön honum...Hún var þakk- lát fyrir að geta snúið baki i hann, vangar hennar voru rjóðir og hún vonaði að hann heyrði ekki, hve hratt hjarta hennar sló. Platínufestin með glitrandi steinum var köld, þegar hún kom við húðina. Neil fann að skjálfti fór um Janet eins og eitt sinn áður og hann lagði hendurnar á axlir henni og sneri henni aðsér. — Er þér svona illa við mig, Janet? Ég fann að þú skalfst llka í f yrra skiptið, sem ég kom við hálsinn á þér. Ég veit ekki hvað ég á að segja....Hendur hans féllu niður. — Ég býst ekki við, að ég eigi annað skilið. — Mér hefur aldrei verið illa við þig, Neil, full- vissaði hún hann. — Ég er hissa á því, svaraði hann biturri röddu. — Eftir allt sem ég hef gert þér. Ég harma innilega allt sem ég gerði — í Englandi. Ég skil, að það var vitleysa og á ekki fyrirgefningu skilið. — Það var alveg eins mikið mín sök og þín, sagði hún snöggt og hann leit fast á hana. — Ég hefði ekki þurft að hlusta á þig. En ef þú hefðir ekki gert þetta, væri ég ekki hérna núna. — Það hefði verið mitt tap, mitt og Burnettia. En það tilheyrir fortiðinni. Mig langar til að biðja af- sökunar á þvi sem gerðist í nótt, fyrir það sem ég sagði, gerði og hugsaði. Ég var næstum frá mér af hræðslu um þig, þú varst svo lengi og ég imyndaði mér allt mögulegt. Hún sagði ekkert, stóð bara grafkyrr fyrir framan hann og horfði niður. Hon- um fannst hún falleg á þessu augnabliki. — Og svo þegar þú komst í bílnum hans Lukes, f annst mér ég hata hann. — Hvers vegna? — Vegna þess að ég hélt að hann ætti eitthvað, sem ég óskaði mér af öllu hjarta. Eitthvað sem ég á ekki skilið eins og ég hef hagað mér, skilurðu, Janet. Ég uppgötvaði að ég elskaði þig. Ef til vill geturðu vanizt tilhugsuninni með tímanum. Ég vona innilega að þú getir einhvern tíma elskað mig líka og ég er reiðubúinn að bíða. Árum saman ef vill, þangað til þú ert orðin vön mér og skapinu í

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.