Heimilistíminn - 12.12.1974, Page 35

Heimilistíminn - 12.12.1974, Page 35
þegar þú kæmir, er þaðekki? Þá hefði ég ekki þurft að vita neitt. — Hvernig vogarðu þér? Hún sneri sér f okreið að honum. — Hvernig geturðu trúað slíku upp á mig? Þú getur spurt læknana á sjúkrahúsinu og alla aðra. Ég var þar og spurðu Mary hvenær við höfum lagt af stað. Reiknaðu út, hvað það tók mig langan tíma að ganga yf ir akrana ef tir að ég yf irgaf bílinn, sem var bensínlaus af þvi þú gleymdir að fylla hann. Ó, þú....viðbjóðslegi maður! — Skap! Skap! tautaði Luke, sem skemmti sér konunglega. Þá sneri hún sér að honum. — Er ég kannske ekki líka Stonham? Hann hló lágt, þegar hann settist upp í bílinn aft- ur. Hann þyrfti ekki að vera hér lengur. Janet gat ósköp vel bjargað sér sjálf. Og Neil reyndar líka. — Ég er farinn, leiðist að blanda mér í f jölskyIduerj- ur. Hann setti vélina í gang, hallaði sér út um glugg- ann og leit á bálreiðan f rænda sinn. — Þetta er allt saman rétt hjá henni, drengur minn. Svo fór hann. I stjörnubirtunni stóðu Neil og Janet andspænis hvort öðru. Janet skalf af misboðnu stolti og hann var stífur af reiði því hann mundi að Luke hafði komið til Bayways daglega meðan Janet var þar, en ekki til Burnettia. Hann mundi líka, hvernig þau höfðu hlegið og skemmt sér saman ótal sinnum. — Nú, já, svo ég er orðinn viðbjóðslegur? hvæsti hann næstum og áður en hún áttaði sig, greip hann hana í fangið og kyssti hana hörkulega..— Nú hef- urðu kannske einhverja ástæðu til að kalla mig það, sagði hann og gekk hröðum skref um inn i húsið. Janet stóð og horfði á eftir honum, með höndina fyrir munninum og tárin í augunum. Hún hreyfði sig ekki fyrr en hún heyrði hann skella herbergis- dyrunum aftur. Þá læddist hún hljóðlega inn í sitt herbergi og háttaði í myrkrinu. Mörgum sinnum leit hún til dyranna milli herbergjanna. öll reiði hennar var horf in og hugboð hennar sagði henni, að nú lægi hann þarna fyrir handan og hataði sjálfan sig fyrir það sem hann hafði gert. Líklega velti hann f yrir sér, hvort hann hefði með þessu eyðilagt allt sem verið hafði á milli þeirra. Hvers vegna hafði hún ekki skilið fyrr, að hann var afbrýðisam- ur gagnvart Luke? Og afbrýðisemi þýddi....hún sofnaði með bros á vörum. Nóttin var óróleg hjá Neil. Hann var f ullur iðrun- ar vegna þess sem hann haf ði hugsað, sagt og gert, einkum eftir að Ray kom inn til hans klukkan tvö um nóttina og spurði skelfdur hvers vegna hann hefði fundið bílinn standandi á vegarbrúninni níu kílómétrum frá Burnettia. Geymirinn var tómur, bætti hann við og hvernig komst Janet þá heim? Gekk hún, eða hvað? Neil tautaði eitthvað um að Luke hefði ekið henni og augnaráð Rays var þann- ig, að hrollur fór um hann. Hann ákvað að biðja afsökunar um morguninn, en hann gatallsekki náð Janet á eintal. Ray borðaði morgunverð með þeim og þá forðuðust þau að líta hvort á annað og töluðu aðeins um daginn og veg- inn. Það var afmælisdagur Rays og einnig dagur- inn, sem þau Antoinette áttu að muna alla ævi, þess vegna skyldi hann ekki gera neitt, sem skyggt gæti á fyrir þeim. Svo kom Louise með kökudunkana sina, síðan Mary og batt á sig svuntuna um leið og hún kom inn í eldhúsið til að sóa engu andartaki, þá komu Stackhjónin og rétt á eftir Antoinette og for- eldrar hennar. Hann gat ekki sagt neitt af því sem hann ætlaði að segja meðan allt þetta fólk var í hús- inu. Ekki leit út fyrir að neinn saknaði hans, þegar hann gekk niður að ánni og settist þar og starði út á vatnið. Skelfing hafði hann flækt alla hluti. Þetta hafði allt saman byrjað, þegar hann rauk út frá Phoebe frænku, ákveðinn i að framkvæma hótun sina við þau h jón. Ekki það að hann hefði á nokkurn hátt liðið fyrir það, hann var heppnasti maður í heimi að haf a hitt einu konuna i heiminum, sem tók áskoruninni og síðan hafði fest rætur í annarri heimsálfu og skapað þar heimili. Það var Janet, sem hafði fengið að líða fyrir skapofsa hans og heimsku. Hvernig gæti hann nokkurn tíma sannfært hana um að hann elskaði hana, eftir allt sem hann hafði gert henni? Framkoma hans kvöldið áður var alveg ófyrirgefanleg, jafn ófyrirgefanleg og það sem hann hafði gert kvöldið góða fyrir tveimur mánuðum. Gæti nokkur fyrirgefið slíkt og gleymt því? Hann efaðist um það. En annaðhvort f yrirgæf i hún honum eða ekki og hann yrði að biðja hana af- sökunar. Hann var líka neyddur til að gefa Luke skýringu. Frændi hans vissi miklu betur en Janet hvers vegna hann lét svona, þess vegna yrði auð- veldara að skýra það fyrir Luke. Niðurbeygður gekk hann áleiðis heim og leið eins og enginn vildi af honum vita og hann kæmi engum við. Alfred, Nick og frú Stack voru að bera inn stóla úr flutningabil frá Bayways. Hann gat hjálpað þeim og gerði það fúslega. Ray sá um allt utan dyra. Gtlit var f yrir heitan dag og þá auðvitað kvöld og nótt líka. Margir kysu sjálfsagt að sitja úti á ver- öndinni með Ijós í trjánum. Hann vissi, hvar hægt yrði að fá lánuð Ijósker og ók af stað eftir þeim. Hann var ánægður með að fá eitthvað aðgera. 35

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.