Heimilistíminn - 12.12.1974, Blaðsíða 17

Heimilistíminn - 12.12.1974, Blaðsíða 17
spottar. Að lokum setjið þið smjörklipu og nýmalaðan pipar. Borið fram með góðu salati og brauði. Tottis Þetta er handa 4 til 6 manns. 300 gr bacon, 2 gulrætur, 1 stór laukur, 2dl. tómatmauk, 3—4dl heitt vatn, salt og pipar. Baconið er skorið smátt og brúnað i miklu smjörliki. Skerið lauk og gul- rætur smátt og látið það malla með. 1 sérpott er sett tómatmauk og vatn og látið malla i hálftima. Blandið loks öllu saman og saltið og piprið eftir smekk. Sjóðið 1/2 kg spaghetti og berið það og sósuna fram hvort i sinu lagi. Nætursnarl úr tómum skápum Sjóðið eins mikið spaghetti og þörf er á, og bætið i það nokkrum skeiðum af kjötkrafti (seyði af súputeningum). Borið fram með smjörklipum og miklu af rifnum osti. Kartöflur, oa eitthvað með þeim Kryddkjúklingur á kartöfludýnu 10 meðalkartöflur, 1 stór laukur, 1 tsk. salt, 1 msk. smjörliki, 1 lltill kjúklingur eða kjúklingahlutar i pökkum. Kryddsmjör: 3 msk. smjörliki, 1 tesk. salt. 1 tesk paprikuduft, hvitlauksduft, hvitur pipar og 2 tesk. soja. Afhýðið kartöflur og lauk og skerið i þunnar sneiðar. Leggiö i lög i eldfast fat, stráið salti yfir og setjið inn I ofninn. Skiptiö kjúklingnum og leggið hlutana ofan á kartöflurnar. Hrærið smjörlikið saman við kryddið og penslið kjúklinginn með hluta af þvi. Steikið réttinn 120 minútur við 200 stiga hita, og penslið þá aftur, en steikið loks i 10 minútur. Berið fram með fint rifnu káli, blönduðu appelsinubitum. Ansjósukartöflur Þetta er skinandi kvöldréttur, sem borðaður er með brauði, og ef til vill grænu salati að auki. 8 stórar kartöflur, 2 stórir laukar, 1 dós ansjósuflök, 2 dl. rjómi. Flysjið kartöflur og lauk og snerið i þunnar sneiðar, sem lagð- ar eru til skiptis i ofnfast fat, og hafið kartöflur efst og neðst. Blandið rjómann með helmingnum af leginum úr ansjósudósinni og hellið yfir. Leggið nokkra smjörbita ofan á. Vætið með meiri rjóma, ef það er nauðsynlegt, eftir hálftima eða svo. Steikið sið- an áfram i 10-15 minútur. Skreytið með ansjósuflökunum. Sitt af hverju um kartöflur Kartöflur eru alls ekki eins fitandi og þið kannski haldið. 1 100 gramma kartöflu eru 76 hitaeiningar, en i 100 grömmum af franskbrauði eru hvorki meira né minna en 276 hitaeiningar. Skiptið þvi ekki um og borðið franskbrauð i stað kartaflna. í kartöflum er bæði c-vitamin og niacin. Skortur á niacini veldur svefnleysi og pirringi, og maður verður þreyttur og slappur. 1 gamla daga fékk maður skyrbjúg af c-vitaminskorti, en það var áður en kartaflan kom til sögunnar hérlendis. Allar frumur likamans þurfa á c-vitamlni að halda. Skortur á þvi getur valdið þvi, að finustu æðarnar springa og blæðingar verða undir húð- inni. Þá vill blæða úr tannholdinu, og blóðnasir verða algengar. Þá er c-vitamin nauðsynlegt til að sár grói vel, og borði maður nóg c-vitamin, hefur maður meira viðnám gegn sjúkdómum. Svo segja sumir, að c-vitamin dragi úr matarlystinni, svo ef þið eruð I megrun, þá er allt i lagi að borða dálitið af kartöflum. 17

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.