Heimilistíminn - 12.12.1974, Side 6

Heimilistíminn - 12.12.1974, Side 6
annaö ár leið, áður en lögregla kom til eyjarinnar til að handtaka Adams fyrir morðið á Kramer. En fuglinn var floginn. Adams hafði aftur stolið bát. En ekkert hefur frétzt af honum siðan, og talið er að hann hafi farizt i óveðri. Innfæddir á Ponape eru ákveðið þeirr- ar skoðunar, að bölvun fylgi þeim, sem leitar fjársjóða Nanmatol. Ekki er einungis um hjátrú að ræða, þvi dæmin eru of mörg um menn, sem leitað hafa og farizt siðan á voveiflegan hátt. Gilbertson lifði bölvunina af lengst allra, en hann lézt loks við undarlegar að- stæöur. í smágolu og björtu tunglsljósi sigldi hann skonnortu sinni á sker og lét lifiö ásamt allri áhöfninni nema tveimur mönnum, sem sögðu frá. Lik Gilbertsons fannst aldrei. En sögurnar og dæmin nægðu ekki til að halda þekktum fornleifafræðingi, MacMillan Browne frá Nanmatol. Hann dvaldi i sjö mánuði á Ponape og Malden til að leysa gátuna og komst loks að þeirri niðurstöðu, að fyrir þúsundum ára hefði verið meginland á svæðinu, eitthvað i llkingu við hið margumrædda Atlantis. Meginland þetta hefði að likindum sokkið i sæ við sprengju eins og þá sem þurrkaði út Krakatóu árið 1883. Prófessor Browne var aðeins 47 ára og viö hestaheilsu, en samt sem áður fannst hann liggjandi fram á skrifborð sitt skömmu eftir að hann kom heim til sin aftur. Dánarorsökin fannst ekki við krufningu. 1 blöðum var sagt, að hann hefði orðið fyrir bölvun Nanmatol. Ekkja hans sagði þetta endaleysu og bauðst til að fara til Namatol og dveljast þar. Hún vildi veðja 5000 pundum um að hún lifði það af. Enginn tók veðmálinu og frú Browne komst aldrei til Nanmatol. Astralskur fjársjóðaleitarmaður, Ró- bert Alexander, fertugur að aldri, bjó sig út árið 1967 og fór til Nanmatol. Hann kom til Ponape með nokkra gullbikara — en dauðveikur af hitasótt. 1 hitaóráðinu tal- aði um geysilegan sal, fullan af fjársjóð- um á eynni. En hann lifði ekki nógu lengi til að skýra nákvæmlega frá hvar salur- inn var. Hann bókstaflega brann upp af hitanum. Enn er ekki vitað, hvaða veiki þetta var, en á Ponape er fólk ekki i nein- um vafa um að það var bölvun Nanmatol. Ollum er frjálst að leita fjársjóðanna á Nanmatol ef þeir þora. Menn mega hlægja að bölvuninni, en ekki er hægt að hlægja að stóru eðlunum á eynni. Þær eru annars sagðar friðsemdarskepnur, nema þegar þær eru með ung afkvæmi. Enginn hefur raunar hitt þær svo nálægt, að hann geti fullyrt nokkuð um friðsemd þeirra. Fyrir nokkru hvarf maður að nafni Martin eða Martinson á Nanmatol. Astralskt herskip, sem var á þessum slóöum, sendi menn i land til að leita og þeirfundu hann, rifinn og tættan i sundur eins og eftir þúsund villiketti. Siglingaleiðin umhverfis Nanmatol er ekki ein af þeim þægilegustu, sem hægt er að hugsa sér. Þar er krökkt af hákörium og eitruðum sæslöngum, sem ekki er til móteitur við, ef þær bita. Innfæddir kann- ast vel við það að menn deyja á einni minútu eftir bit. — Sá, sem leitar fjársjóða á Nanmatol, lifir ekki lengi, segja kbúar Ponape. Þetta sannaðist einu sinni enn fyrir þrem- ur árum, 1971, þegar tveir menn, George Storrard og Benjamin R. Bender fóru til Nanmatol. Þeir sigldu snemma morguns og gistu á eynni. En um kvöldmat daginn eftir komu þeri til Ponape, frá sér af skelfingu. Þeir vildu ekki segja, hvað fyrir þá hafði borið, en tóku vistir i miklum flýti og stefndu til Bougainville. Þagnað komust þeir aldrei, þrhtt fyrir gott veður og nýtt og sjósterkt skip. Skipið hvarf með manni og mús og ekkert hefur fundizt úr þvi. HVAÐ VEIZTU 1. Hvað hétu dætur Labans I Bibliunni? 2. i hvaða heimshluta er Gibson- eyðimörkin? 3. Hvaða heimssamband er skamm- stafað FIDE? 4. Er metrakerfið notað i Sovétrikjun- um? 5. A hvaða sviði listar starfaði Bretinn Benjamin Britten? 6. Hvaða Bibliumaður sagði að konan ætti að þegja á mannamótum? 7. Hvaða Bandarikjamaður hefur fengiö fiest Oscars-verölaun? 8. i hvaða borg er hiö fræga Prado- safn? 9. í hvaða rlki USA er bærinn Nome? 10. Hvaða drottning framdi sjálfsmorö með þvi að láta slöngu bita sig I brjóst- ið? ¥ Hugsaðu þig vandlega um —en svörin er að finna á bls. 39. Þú værir ekki i peningavandræðum ef þú lifðir jafn ódýrt daginn eftir útborgun og daginn fyrir. Það þarf venjulega tvo til að gera annan vitlausan. * Eyrun eru ekki ætluð til þess að loka þeim... heldur munnurinn. Það fyrsta sem karlmaður uppgötvar, þegar hann er kvæntur, er að hann hrýtur. Það er ekki alltaf réttast að gera það sem rétt er. V Öruggasti biilinn er sá, sem kemst ekki hraðar en bllstjórinn hugsar. * Ég vil hafa skegg og sltt hár... eins og allir hinir sérvitringarnir. Nýársloforð á að taka meö varúð... og tveimur höfuðverkjartöflum. ★ Bezta röksemdin er gáfuleg þögn. Karlmaðurinn er eina lifveran sem heldur að hún sé skynsamari en konan. Rukkarar koma alltaf á óheppilegasta tima... þegar maður er heima. Reyndu að hrósa konunni þinni. Þó hún verði kannski hrædd I fyrstu. ★ 6

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.