Heimilistíminn - 12.12.1974, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 12.12.1974, Blaðsíða 24
kílómetrum af gaddavir á dag. Og hún var aðeins ein af mörgum verksmiðjum. Akafir sölumenn tóku gaddavirinn með sér vestur til Texas og Nýju Mexikó. Landeigendur og bændur pöntuðu heilu lestirnar af þessum nýju girðingum, sem setja mátti upp á mettima. Það var mikið um nautgripi i villta vestrinu. Risastórar hjarðir hálfvilltra, hornalangra gripa voru á beit á opnum sléttunum, sem enn voru veiðilendur Indiána. Tvisvar á ári smöluðu kúrekar hjöröunum og eigendurnir flokkuðu dýrin. Arlega voru siðan stórar hjarðir reknar norður á bóginn eftir föstum ieiðum, hundruð kólómetra að næstu járnbrautar- stöð og flutt I sláturhúsin i Chicago. Landið var algjörlega opið,og engar girðingar milli hinna ýmsu landareigna. Þegar gaddavirinn kom á markaðinn,' tóku eigendur hjarða og lands að girða eigur sinar af. Gripirnir voru aðskildir með miklum girðingum. Gaddavirs- girðingarnar teygðust milu eftir milu yfir sléttuna, og villta vestrið var ekki lengur öllum frjálst og opið. Annan daginn var hægt að riða eftir gömlu slóðunum, hinn daginn rekast á gaddavir. Girðingarnar voru slegnar niður en menn og hestar særðust iðulega við að reyna að forðast gaddana. Striðið stutta en harða, sem brauzt út um allt vestrið, var milli kúrekanna og annarra, sem flökkuðu um, annars vegar, og hins vegar bænda og landeigenda. Vellauðugir landeigendur settu oft rammgerðar girðingar umhverfis eina vatnsbóliö i grenndinni, þannig að fólk neyddist til að flytja brott. Litið var á gaddavirinn sem eitthvað óeðlilegt og ómannúðlegt, en samt sem áður breytti hann ekki aðeins öllu yfir- bragði villta vestursins, heldur allra land- búnaðarsvæða heimsins. Aðeins fáum árum eftir striðið á sléttunni, var hann notaður i raunveru- legri styrjöld, Búastriðinu i S-Afriku. 1 fyrri heimsstyrjöldini létu milljónir ungra manna lifið viö gaddavirsgirðingar á vigvöllunum og hrúgur af ryðguðum gaddavir liggja enn viða um lönd eins og óhugnanlegir minjagripir um styrjaldirnar. t Canyon i Texas er gaddavirssafn, þar sem sjá má á þriðja hundrað mismunandi gerðir af gaddavir. Til er fólk, sem safnar gaddavirsbútum af ýmsum gjerðum af álika ástriðu og aðrir safna frimerkjum og greiða háar fjárhæðir fyrir sjaldgæfa og ryögaða búta. ERU ÞÆR EINS? — Getið þið ekki beðið aðeins? Það er knatt- spyrna i sjónvarpinu. t fljótu bragði virðast myndirnar eins, en sjö atriðum hefur verið breytt á þeirri neðri. Lausnin birtist eins og venjulega I næsta blaði. HI^GIÐ — Hvernig væri að slaka svolitið á, Jónatan? — Addi, vorum við ekki sammála um að þú ætlaðir að hætta að reykja? 24

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.