Heimilistíminn - 12.12.1974, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 12.12.1974, Blaðsíða 15
Um morguninn þegar sólin vakti þau, kom vagn akandi með átta hvitum hestum fyrir. Allir hestarnir höfðu hvitar strútsfjaðrir á höfðinu og aktýgin voru úr gulli. Aftan á vagninum stóð þjónn unga kóngsins, Henrik hinn dyggi. Hann hfði orðið svo sorg- mæddur, þegar húsbónda hans var breytt i frosk, að hann varð að spenna þrjár jarngjarðir um brjóst sér til að hjartað springi ekki af sorg. Nú var hann kominn til að sækja unga kónginn. Henrik hjálpaði bæði honum og litlu kóngsdótturinni inn i gullvagninn og steig svo upp á hann að aftan. Hann var alveg frá sér numinn af gleði yfir þvi að kóngurinn var laus úr álögunum. Þegar þau höfðu ekið dálit- inn spotta, heyrðu þau sem sátu i vagninum einhvern smell. Það var eins og eitt- hvað brotnaði. Þá sneri ungi kóngurinn sér við og sagði. — Var þetta i vagninum Henrik? En Henrik svaraði: — Þetta var gjörðin um hjarta mitt, sem ég spennti um mig i sorg- inni, tii að það springi ekki. Svo kom annar smellur og sá þriðji. í hvert sinn héldu þau að vagninn hefði brotnað, en þá voru það bara járn- gjarðirnar sem sprungu, þvi hjarta Henriks hafði tútnað allt út af gleði. — Svo getur hann ekki þvegið upp án þess aft brjóta helminginn. Sófi með miklu notagildi SOFINN á myndinni er heimatilbúinn úr kassahillum, spónaplötum og svamp- púðum. Hann er hagkvæmur, einkum fyrir þá, sem ekki hafa allt of mikið pláss, þvi hann er meira en bara sófi. Kassarnir allt i kring eru ágætis bókahillur og einnig má hafa þar útvarp og fleira. Ofan á k'össunum er eins konar borð, þar sem hægt er að leggja frá sér kaffibolla. Sé hæðin mátuleg er lika hægt að sitja á hill- unum við matarborð, eins og sést á myndinni. Og loks má svo sofa þarna. Þanmg farið þiö aö: Mælið hversu stort húsgagnið á að vera og farið eftir þvi hvort þar á að sofa og hvað á að hafa i hillunum. Ef hillurnar eiga að notast sem stólar, þurfa þær að vera að minnsta kosti 50 cm háar. Ef kassahillurnar fást ekki tilbúnar i réttri stærð. þarf að kaupa efnið i þær og setja þær saman og mála. Botn sófans er 22 mm spónaplata og púðarnir eru úr 10-12 cm þykkum svampi. Bezt er að hafa eitthvert þægilegt efni utan um og rennilás'á svo hægt sé að þvo áklæðið. — Vertu bara ánægð með að hann gct- ur ekki búið til niat. 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.