Heimilistíminn - 07.05.1975, Page 18

Heimilistíminn - 07.05.1975, Page 18
6. maí Það liggur i eðli þinu að rannsaka og spyrja og meira að segja sem barn reynd irðu alltaf að komast að ástæöum og inni- naldi hlutanna. Sennilega hefurðu oft far- ið i taugarnar á heimilisfólkinu, þar sem þú varst alltaf að leita réttra svara. Þetta verður mjög áberandi, þegar þú ferð aö starfa og mikið af velgengninni og frægðinni áttu forvitninni að þakka. Ahugamál þin i lifinu geta veriö ærið andstæð. Þött þú sért hrifinn af listum og skapandi störfum, ertu lika hagsýnn og svo getur farið að þú lærir iðn, lifir af henni og gangi vel. Ef til viil nærðu frama á sviði lista, en hættir og snýrð þér að við skiptum, en veröur þó ekki ánægður. Ef þú heldur fast við hugsjónir þinar geturöu verið viss um frægö og velgengni. Þú eignast auðveldlega vini, þótt þú sért svolitið til baka og virðist oft merki- legur með þig. Um leiö og þú viðurkennir einhvern i þinn hóp, er þaö um aldur og ævi. Þú stendur alltaf með vinum þinum og fórnar oft miklu þeirra vegna. Hjóna- band þitt verður að likindum hamingju- samt, en gættu þess að velja maka, sem getur fylgzt með þér. 7. mai Persónuleiki þinn er óvenju viðáttumik- ill, ef svo má segja og verður til þess að þú kemst i snertingu við alla hluti. Þótt þú hafir áhuga á menningarmálum, ertu ekki á móti þvi að græða peninga á list þinni, ef hægt er. Þú ert ekki einn af þeim, sem álitur listina þurfa að svelta i þak- herbergi til að halda áfram aö vera list. En þú ert þeirrar skoðunar að hverjum eigi að borga eftir afköstum og þar eigi listamenn ekki að vera undan skildir. Þú hefur einstakan hæfileika til að skipuleggja lif annarra. Þú getur gert mikið fyrir fólk.'sem erfitt er að komast aö. Þú getur sett á svið opinbera sýningu, svo allt gangi eins og i sögu og verið vin- sælt. Þér likar vel að vera sá aöili sem stendur að baki hlutunum og stjórnar. Þú værir frábær umboösmaöur skemmti- krafta, framkvæmdastjóri, ræðumaður og fleira, en hvaö sem þú tekur þér fyrir hendur, mun alltaf einhver listgrein veröa tómstundastarf þitt, einkum ef þú getur unnið að henni heima. Þú ert tilfinningarikur og ástriöufullur og elskar börn. Þú yröir ánægöastur með að giftast snemma og eignast stóra fjöl- skyldu en ef þaö er ekki hægt veröuröu bezti frændi eöa frænka I heimi. Það er hægt að lifa góðu lifi i Englandi ....ef maður lætur sér nægja morg- unverð og siðdegiste. Kona getur þagað vandlega fyrir þeim ieyndarmálum, sem hiín veit ekki. Gáfaðir menn eru ekki vinsæl- ir..þess vegna geri ég mig heimskari en ég er. Nií á ég fjögur börn til að lyfta þeim arfi, sem ég læt ekki eftir mig. 4 Sumir halda að maður sé málefnaleg- ur, þegar maður er leiðinlegur. Áhrifamesta jáiö er neeeeeið, sem ást- fangin stúlka hvíslar. Til eru lika þeir, sem geta ekki svikið undan skatti. * Stuttur kjóll getur orðið til að karl- maður hleypi konu á undan sér inn I strætisvagn. * Ef enginn segði neitt án þess að hafa vit á þvi, yrði óhugnanleg þögn á jörð- inni. Adam borðaði eplið. Við hin þjáumst enn af tannpinu. Dásamlegt væri að geta lokað eyrun- um eins snögglega og augunum. 18

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.