Heimilistíminn - 07.05.1975, Side 22

Heimilistíminn - 07.05.1975, Side 22
Bc?R VI 9 a A/ »Í3l" Halli og Kata á hafsbotni Á eyju úti i hafsauga átti heima litil fjölskylda endur fyrir löngu. Þarna bjuggu Halli og Kata og foreldrar þeirra. Þetta var dugleg fjöl- skylda, sem lifði á fiskveiðum, sem eðlilegt var. Halli og Kata voru sjö og átta ára og fóru oft út að veiða, þvi þau þurftu að hjálpa til eins og þau gátu. Tveir bátar voru á heimilinu, annar var litill árabátur, en hinn var stærri og á honum var líka segl. Halli og Kata notuðu bara þennan litla, þvi hinn var of stór fyrir þau. Fyrir kom, að þau fengu allmikið af fiski og þá sigldi pabbi þeirra til þorpsins og seldi hann. Dag einn, þegar Halli og Kata voru úti að veiða, gerðist dálitið skrýtið. Þau voru búin að vera að bæði vel og lengi, en fengið litið. Þá fann Halli, að kippt var fast i færið hans og hann fór að draga inn. Það gekk illa, en loks var fiskurinn kominn alveg að borðstokkn- um og þá kom Kata til hjálpar. Þau innbyrtu fiskinn, sem reyndist vera stærðar þorsk- ur. Þá var að kasta út aftur, þvi veriðgat að fleiri svona þorsk- ar væru þarna. En það beit ekki á aftur og meðan þau sátu og biðu, heyrðu þau undarlegt hljóð. Það var eins og einhver væri að gráta. Þau vissu ekki hvað þetta gat verið, þar til Halla varð litið á stóra þorsk- inn. Svei mér þá, það var þorsk- urinn sem grét. Þau höfðu aldrei séð neitt þvi likt áður og auk þess tók hann nú að tala. Þetta varð skrýtnara og skrýtnara. — Kæru, góðu börn, verið svo væn að sleppa mér i sjóinn aftur. Þið skuluð aldrei iðrast þess, sagði þorskurinn og tár- in runnu í stríðum straumum niður kinnar hans. — Ef þið gerið það, skal ég sjá um, að þið fáið alltaf eins mikinn fisk og þið viljið. Ó, sleppið mér! Veslingurinn var á barmi ör- væntingar. — Segðu mér, af hverju get- urðu talað? Ég hef aldrei heyrt um fisk, sem getur tal- að, sagði Halli. — Það er löng saga, við get- um öll talað í minni fjölskyldu. Gamall vinur okkar kenndi okkur það fyrir mörgum ár- um. Hann er dáinn núna. Halli og Kata voru stein- hissa, þv! þetta var skrýtið. — Ég verð vist að sleppa þér aftur, fyrst þú biður svona vel, sagði Halli.— En þá verð- urðu að standa við loforðið. — Treystu þvi og þakka ykkur fyrir. Nú varð þorskur- inn svo glaður að tárin breytt- ust i gleðitár. Svo slepptu þau honum og þegar hann fann vatnið umhverfis sig aftur, stökk hann upp úr af kátinu. — Takk aftur. Ég skal aldrei gleyma, hvað þið voruð góð. Þar með kafaði hann og hvarf. Halli og Kata reru heim. Það var ekki langt, þvi alltaf var hætta á stormi og þess vegna héldu þau sig nálægt eynni. Þegar pabbi þeirra og mamma heyrðu söguna, slógu þau saman höndunum af undrun, þvi þau höfðu heldur aldrei heyrt um svona lagað. Dagarnir liðu einn af öðrum og Halli og Kata fengu alltaf allan þann fisk, sem þau gátu dregið. Þorskurinn hafði stað- ið við loforðið. Pabbi fór til bæjarins og seldi og þau fengu öll ný föt og góðan mat að borða. Einn daginn, þegar þau sátu og dorguðu, heyrðu þau ein- hvern kalla: — Halli og Kata! Þau litu i kringum sig, en sáu engan. Það gátu ekki verið pabbi og mamma, þvi þau voru bæði i bænum i dag. Loks hallaði Kata sér út fyrir borðstokkinn til að at- huga þar. Og svo sannarlega kom hún auga á þorskinn, sem þau höfðu sleppt, hún þekkti hann aftur. — Viljið þið koma með mér og heilsa upp á fjölskylduna? spurði hann. — Þau langar svo skelfingtil að hitta svona góða krakka. 22

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.