Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 18.11.1976, Qupperneq 28

Heimilistíminn - 18.11.1976, Qupperneq 28
Ég verð skotinn Leikir og störf — Bernskuminningar úr Land- broti nefnist bók eftir Þórarin Helgason, sem Al- menna bókafélagið gefur út. Höfundurinn, sem nú er roskinn maður, fæddur árið 1900, er þjóðkunnur fyrir fyrri bækur sínar, svo sem Lárus á Klaustri, sem kom út árið 1957, Frá heiði til hafs, 1971, og skáldsöguna Una danska, sem kom út í fyrra. Þórarinn rifjar í þessari nýju bók upp bernsku sina, leiki hennar og störf, og þá ekki sízt bernskureynslu, Segja má, að barnaskólinn tæki engum breytingum öll mín skóla- ár. Kennarinn var hinn sami og kennslutilhögun áþekk, nema hvað námsefnið þyngdist, eftir því sem þroski minn varð meiri. En þó varð mikil breyting á sálarlífi mínu, þegar ég var á tólfta ári. Tel ég skylt, að sá kaf li komi í Ijós sem annað súrt eða sætt, er fyrr getur og eftir er að segja frá í minningum þessum. Til þess eru þær ritaðar að vera spegilmynd horfinnar tíðar og má þá ekki draga undan neitt ef t- ir geðþótta. Allar minningar manna eru bundnar við einstakl- inga að meira eða minna leyti. Vera má aðsumt sé af brigðilegt í bernskubrekum mínum, sem aðrir eiga ekki í f ari sínu. Það er önnur saga og ekki á minu færi að koma til móts við. Veturinn 1912 gerðist það, að ég varð skotinn í einni skólasystur minr.i. Hún var nokkru eldri en ég. Þetta vissi ég, að tíðarandinn fordæmdi harðlega. Krakkar máttu ekki unnast eins og full- orðið fólk. Þó duldist víst ekki sem er á margan hátt óvenjuleg. Auk bernsku- minninga er í bókinni mikill fróðleikur um þjóðhætti í sveitum á bernskuárum höfundar. Hér á eftir fer stuttur kafli úr síðari hluta bókarinnar.

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.