Heimilistíminn - 02.12.1976, Síða 16
: " ■ ■
Kver
með útlendum kvœðum
;, >?. -sg&v 7' ;y: ; •;:
■ ■■ i. . ■■■•'.y -
v
Jón Helgason
íslenzkaöi
Hin nýja bók Jóns Helgasonar er framhald af „Tuttugu
erlend kvæði og einu betur”.
r
U tfarasálmur
Prudentius
P1""^ 1 '
Ur nýjum
bókum
Prudentius, fullu nafni Aurelius Prudentius Clemens, upprunninn af
Spáni, dó nálægt 410 og var þá um það bil sextugur. Hann er talinn
fremstur meðal skálda sem ortu kristileg kvæði með rómverska
skáldskapararfleifð aö baki. Otfararsálmur hans, Jam mæsta
quiesce querela, hefur verið höfuðsálmur kirkjunnar i sinni grein,
þar er brýnt fyrir mönnum að dauöinn sé ekki annaö en svefn, og að
þeim svefni loknum sé upprisa og eilif sæla fyrir höndum (en hins er
ekki getið, að sumir megi þó búast við öllu lakara hlutskipti þegar
þeir vakna). Þessi sálmur var einnig mikils metinn i lúterskum sið,
til að mynda var hann tekinn upp á frummálinu I gamlar sálma-
bækur íslenzkar, og mun hafa verið sunginn yfir látnum prestum,
það hefur þótt vel við eiga að kveðja þá á grafarbakkanum með
meiri viðhöfn en sauðsvartan almúgann, og þar á ofan gat verið
hollt að áminna þann sem var á leiö inn i alþjóðasamneyti eilifðar-
innar, að fara nú að berja mesta ryðið af skólalatinunni sinni.
Kunnust þýðing á útfararsálmi Prudentiusar á Noröurlöndum er
eftir Johan Olof Wallin (1779-1839), erkibiskup i Uppsölum, en
nokkuð er þar farið frjálslega með frumtextann. Hér á eftir er
Wallin fylgt að mestu leyti.
Lát huggast, þú ástvinur hryggur!
Nú hætti þinn grátur að streyma!
Því dauðinn er leið sú er liggur
til lífsins og ódáinsheima.
16