Heimilistíminn - 02.12.1976, Side 28
björg Hákonardóttir). Er þaö athuga-
semd við skrana eftir Jón Sigurðsson.
Stendur þar og smáletursgrein til
skýringa, liklega frú Ingibjörg dóttir
Hákonarháleggsmóðir Magnúsar smeks,
f. 1301, dó 1360 og bætt við siðan: „og mun
það svo vera”.
Um þetta atriði hefur komið fram sú
skoðun sagnamanna og ættfræðinga, að
taliðeraðhér séáttvið islenzka frú. „Frú
hertogainnju Vilborgu Sigurðardóttir i
Vatnsfirði”, húsfrú herra Eiriks Svein-
bjarnars'onar’i Vatnsfirði (d. 1342) (hirð-
stjóra og riddara (1316), talinn hafa
fengið hiröstjórn norðan og vestan á
Islandi 1323 og mun hafa haldið til æviloka
og búið siðast að Vatnsfirði (tsl. ævi-
skrár). Eirikur var vestfirzkur að föður-
ætt, faðir hans var Sveinbjörn
Súðvikingur, þ.e. bjó i Súðavik i Álftafirði
við Djúp og kemur hann við sögu Staöa-
mála. Sveinbjörn var sonur Sigmundar
Gunnarssonar, sem var fylgdarmaður og
i kappliði Þórðar kakala Sighvatssonar og
átti Herdisi Hrafnsdóttur á Eyri I Arnar-
firði Sveinbjarnarsonar af hinni fornu
goðaætt Seldælum. Herra Eirikur var
gerður riddari af Hákoni hálegg IV
Noregskonungi 1316, ásamt að minnsta
kosti tveim öðrum íslendingum
(Guðmundi Sigurðssyni lögmanni i Hlið
og Grimi Þorsteinssyni siðar lögmanni i
Stafaholti), en alls gerði Hákon Noregs-
konungur þá 24 menn sér handgengna og
að riddurum i riki sinu. Gæti Eirikur þá
hafa þegið hertoganafnbótina úr hendi
konungs, þóttheimildir þegi algerlega um
það, og engar heimildir frá 14. öld eru til i
sambandi við það efni nema rekaskráin,
sem nefmrfrú hertogainnju, konu Eirfks,
Vilborgu Sigurðardóttur, en um hana er
það vitað, að hún var áður gift manni að
nafni Koðrán og eru ekki líkur fyrir, að
hann hafi haft nokkur sérleg metorð. Atti
hún meö honum dóttur að nafni Birgit,
siðar hefur hún átt Eirik, sem vitaskuld
hefur verið hertogi, þar sem hún er kölluð
hertogainna. Vilborg var f. um 1265, dó
1343, og er hún sú Vilborg, sem Oddur
biskup Einarsson hefir það eftir gömlum
mönnum, að hún hafi verið kölluð frú
hertogainna (Ártiðarskrá J.Þ. bls 242).
Hún er og talin dóttir Sigurðar Seltjarna
(sela) Sighvatssonar og Kolfinnu Þor-
valdsdóttur Vatnsfirðings, systir Einars i
•Vatnsfirði. En verið ranglega nefnd siðast
i ættartölum Vilborg Einarsdóttir i Vatns-
firði, þar til ættfræðingar hreinsuðu til i
ruslastiu ættfrasðinnar og fundu rétt
föðurnafn. Með Eiriki hertoga átti Vilborg
Einar bónda i Vatnsfiri, mann Grundar-
Helgu og var sonur þcirra Björn Jórsala-
fari, sem liklega var riddari og hafði 3
liljur i innsigli sinu og þá einnig skjaldar-
merki sinu. Vatnsfjarðar — Kristin
Björnsdóttir, hafði 2 liljur i innsigli sinu
og má þvi ætla, að hertogi hafi haft lilju i
merki sinu. Herra Ketill Þorláksson (d._
1343) á Kolbeinsstöðum hirðstjóri á
28
Islandi hafði 3 liljur i skjaldarmerki sinu,
Eirikur leigði Flugumýri i Skagafirði af
Hólabiskupi og mun hafa haftþar bú, i þvi
héraöi, sem fyrri æðstu valdsmenn
konungsrikisins Noregs-Island, eins og
þeir Gizur Þorvaldsson á Reynisstað og
herra Kolbeinn Bjarnason jarl á Sjávar-
borg og mun fter ekki um hendingar einar
að ræða.
Konungur og skutilsveinn. Teikning I
Flateyjarbók frá siðari hluta 14. aldar.
Heldur mun það hafa málum ráðið, að
þar sem Skagafjöröur var talinn megin-
hérað Norðanlands og þar hafa völd
islenzks höfðingja veriö samfelldust sbr.
Kolbein unga, sem réði öllu i Norð-
lendingafjórðungi. Einnig var annar
biskupsstóll landsins innnan héraðs og
biskupar oft þægir konungsþjónar.
Gizur taldi eins og kunnugt er Skaga-
fjörð vera erfðariki sitt eftir Asbirninga
frændur sina. Eftir að Auðkýlingurinn og
húnvetnski höfðinginn herra Kolbeinn
Bjarnason var innlendur jarl, hefir hann
setið á Sjávarborg i Skagafirði vel stað-
settuskagfirzku höfuðbóli.sem siöar varð
einn af stórgöröum Lofts rika Guttorms-
sonar. Hér er visað til máldaga
Sjávarborgarkirkju (Auðunnarmáldaga)
1316, sem getur jarls eftirfarandi „II
Talenlæ (töflur) og klukka litil, er Kol-
beinn jarl gaf og likakrákur, hundraös
hross, 6 h. vöru og salún, silki hökull
rauður meö hlöðum”.
Er svo að sjá að Kolbeinn hafi gefið alla
þessa gripi.
Auðkýlingar virðast hafa boriö ægis-
hjdlm um tima yfir fiesta höfðingja
Norðanlands og gæti skýring verið sú, að
Kolbeinn ættfaðirinn var raunverulegur
jarl. Seta Eiriks á Flugumýri sem sjálf-
sagter söguleg staðreynd, þar sem hann
tók jörðina á leigu af Hólabiskupi, má
telja nokkurn rökstuðning, að hefð mun
hafa myndazt, vegna kröfu Skagfiröinga
að tignasti verslegi maður landsins sæti
þar innan héraðs i námunda við biskups-
stólinn ef tök voru á og þar sem og er
vitað, að ættarriki herra Eiriks var á
Vestf jörðum á slóöum hinna gömlu goða-
ætta Seldæla og Vatnsfiröinga, þó einnig
sé hér nærtæk skýring, að hiröstjórn var
og i höndum herra Eiriks noröan og
vestan og það starf hiö raunverulega
valdssvið.
Hér að framan hefur veriö reynt aö
færa ofurlitil rök fyrir, að litið hefur verið
á ísland sem jarlsdæmi 1262-1309 eins og
fræöimenn og sagnfræðingar hafa bent á
(m.a. Björn Þorsteinsson) og ég hefi hér
reynt að sýna fram á, að ef til vill hefur
jarlsnafnbótin breytzt hérlendis i
hertoganafnbót á fyrri helming 14.aldar
og Islendingar ekki haldiö þvi á lofti, og
sjálfsagt ekki verið annað en nafnbót og
að herra Eirikur hertogi hafi aðeins veriö
fremstur á meðal þeirra islenzku aðals-
manna, sem þáðu herra og riddaratitil úr
höndum Noregskonungs og Eirikur var
sjálfsagður formaður fyrir sem hiröstjóri.
Má samt ætla, aö Noregskonungur hafi
viljað lita á Island sem hertogadæmi á
þessari lénsöld á Island sem frjálst riki i
persónusambandi víð konunginn eins og
eru augljós réttindi Islendinga i Gamla
.sáttmála 1262-64 og þeirra eigin sam-
þykktum frá 1320 á alþingi og i Arnesinga-
skrá 1375. Seinast mun ég benda á þaö, að
skjaldarmerki, sem er kallað „Skjaldar-
merki konungsins af Islandi”, og er i
„Armorial Wijnbergen”, franskri
skjaldarmerkjaskrá frá þvi um 1280.
Sé hið raunverulega skjaldarmerki
konungsrikisins fslands eða jarlsdæmis-
ins innan konungsrikisins Noregur-
Island.
Merkið likist mjög þvi norska og er meö
Ólafs helga ljónið meö öxi sem tákn hins
ævarandi konungs og dýrlings Noregs,
ber ljónið rauðan lit, rauöa öxi á gullnum
(efst) silfruöum og bláum feldi, silfraöi
(hviti liturinn) og sa blái er engin hending
og sýnir, að íslendingar munu hafa frá
alda öðli þótt þessir litir fegurstir og ein-
kenna land sitt og urðu seinna litir með
rauðum lit i þjóðfánanum. Ljóniö og öxin
eru reyndar einnig rauð i skjaldar-
merkinu.