Heimilistíminn - 08.09.1977, Side 15

Heimilistíminn - 08.09.1977, Side 15
Popp-kornið Tanya Tucker Hún er aðeins 18 ára, en hefur náð meiriframa en margir listamenn gera á heilli ævi. Það er hin bandariska TanyaTucker, sem um er rætt. Þessa stundina er mest áberandi fjórða LP- plata hennar „Ridin’ Rainbows”. Tan- ya hefur látið að sér kveða á sviði country-tónlistar, en ósk hennar og takmark er að verða eins fjölhæf og kostur er. Takmarkið er ekki langt undan, eins og bezt kemur í ljós á ný ju plötunni, þar sem Tanya syngur sam- bland af country og popptónlist — og gerir það vel. Tanya vakti vakti á sér athygli i Bandarikjunum, þegar hún 13 ára flaug beint i efsta sæti vinsældarlist- anna með lagið „Delta Dawn”. 1 raun- inni varþetta það fyrsta sem frá henni kom á plötu, og siðan hefur h'fið verið eintdm velgengi —bæði á hljómleikum og plötum. En án stuðnings f jölskyldunnar hefði hún varla nokkurn tima komizt á svið- ið, að þvi er hún segir sjáif. — Fjöl- skyldan veitti mér sjálfstraust og safnaði peningum, svo að við gátum farið i stúdió og tekið upp á bönd handa öllum plötuframleiðendum, segir hún. — Pabbi ók mér hundruð kílómetra til að ég gæti heyrt i beztu country- söngvurum okkar og það bar m.a. þann árangur, að ég fékk að koma á svið og syngja nokkur lög. Tucker-f jölskyldan hefur einnig flutt mörgum sinnum til þess að Tanya fengi sem bezt tækifæri til að hitta rétta fólkið. Nú er nær öll fjölskyldan önnum kafin viðstörf, erstuðla eiga að frama Tanyu. Faðirinn er umboðs- maður hennar, bróðir hennar skipu- leggurhljómleikaferðir og móðirin sér um klæðnaðinn. Auk söngsins hefur Tanya mikinn áhuga á hestum. Hún á búgarð fyrir utan Nashville og átta hestar þar á stalli. Hún leikur einnig tennisaf ákafa og rennir sér á skiðum — bæði á vatni og i snjó. LP-plöturnar fjórar sem Tanya hef- ursentfrásérheita: „Tanya Tucker”, „Lovin end Learning”, „Here is some Love” og „Ridin Rainbows”.

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.