Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 08.09.1977, Qupperneq 16

Heimilistíminn - 08.09.1977, Qupperneq 16
Eúnar Kristjánsson: brot ......... < Nú er heiðin sem forðum var óbyggð og ein orðin albyggð og hvergi sjást lengur þar nein ónumin landssvæði — allt er nú þar orðið öfugt við það sem var. Nú fúnar i gröfinni frumherjans hönd sem að foræðum breytti i gróandi lönd, þá var afl þeirrar handar af stálvilja stutt unz stórgrýtta landið var rutt. Nú er jörðin þar önnur en áður fyrr var, þó er andinn sem þungann af verkunum bar ennþá helgaður þrotlausum þrældómi manns sem þar hafði brotið til lands. Nú sitja þar bændur sem byltu þar jörð og bæi sér reistu við lifskjörin hörð og unnu sem skepnur hvern einasta dag til að efla sinn lélega hag. Nú er kynslóðin unga að vinna sér veg, nú er viðreisnin hvergi i sporinu treg, allt skal þróað sem veitt getur hagnað i hönd, önnur hugsun er fallin i bönd. Nú er gleymd öllum sagan sem gerðist þar fyrr þegar geisluðu stjörnur og máninn stóð kyrr eins og heljarstór lampi við himinsins þak sem heimtaði: Starfa og Vak. Þá var erfiðið stundum af elju og styrk, þó ógn væri framtiðin vonlaus og myrk að hugfallast var ekki hugsun neins manns sem helgaðist náttúru lands. Þegar menn þurftu að vinna og vaka um nótt þegar vinnan var af sliku harðfylgi sótt, að hvildinni gat enginn gengið á vald, það var glæpur og undanhald. Nú er allt þetta gleymt sem að gerðist þar fyrr, en hin gróandi jörð er þar stöðug og kyrr, þvi að forðum var hvött sérhver frumbýlingshönd til að fást við hin óruddu lönd. Nú er heiðin sem forðum var óbyggð og ein orðin albyggð og horfin hver einasta grein af skógi sem þéttur og viðlendur var, — slik er viðreisnin orðin þar. Þess má geta að Rúnar Kristjánsson orti þetta ljóð eftir að hafa lesið bókina Gróður jarðar eftir Knut Hamsun. — 16

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.