Heimilistíminn - 08.09.1977, Blaðsíða 23

Heimilistíminn - 08.09.1977, Blaðsíða 23
Það var enn aldimmt. Tóti leit út yfir dalinn oghorfðihugfanginná það, þegar fólkið flykkt- ist til kirkjunnar, með kyndla á hverjum sleða og klingjandi bjöllur, sem festar höfðu verið á aktygi hestanna. Kyndlarnir litu út eins og ljómandi augu i myrkrinu, og bjöllukliðurinn var einkar hátiðlegur. Á öllum sleðunum var vel búið fólk, i hlýum vetrarklæðum, sveipað þykkum skinnfeldum, svo að tæpast sáust nema nefbroddar barna og kvenna. Þegar karlmennirnir stigu af sleðun- um, liktust þeir einna helzt stórum skógar- björnum. Og svo fyrirferðarmiklir voru þeir i vetrarklæðum sinum, að það komst ekki nema einn i einu inn um kirkjudyrnar. Séra Niklulás stóð I anddyri kirkjunnar og heilsaði öllum, sem komu, með handabandi. Hárkollan hans var nýsnyrt og fór ágætlega, og hempukraginn vel strokinn og skjanna- hvitur. Hann heilsaði pabba og mömmu, sem leiddu Bárð á milli sin. Tóti fylgdi þeim fast eftir, tók ofan og hneigði sig. Prestur klappaði á koll hans. ,,Já, góðan dag, — góðan dag... hvað heitir þú nú annars, karlinn minn?” Tóti leit upp og fór hjá sér. Hann kom ekki upp neinu orði, en pabbi hjálpaði honum. „Þetta er hann Þorkell eldri sonur minn.” !, Já, alveg rétt, alveg rétt,” sagði prestur og sló með hægri hendinni á ennið...,, Já, þetta er hann Þorkell Bárðarson. Þú varst svo vænn að hjálpa til við að finna féð mitt haust. Já þetta mundi hann. Og loksins mundi hann lika, að Góa var kind en ekki kærastan hans.” En nafnið hans gæti hann líklega aldrei munað fyrr en hann yrði fermdur Þau gengu inn i kirkjuna og fengu sér sæti. Bárður sem var enn svo lítill sat kvennamegin hjá mömmu. En Tóti sat karlamegin hjá pabba, yzt við miðganginn. Til hliðar við þá, hinum megin við ganginn, sat Bogga með litla telpu. Það var tökutelpan, niðursetningurinn. Hún þrýsti sér upp að Boggu og virtist vera ofurlitið hrædd. En þegar Bogga brosti til hennar, brosti hún á móti. ,,Þetta er hún Þyri litla,” hvislaði Bogga, — ,,hún er fimm ára gömul, og nú á hún að alast upp hjá mér, þangað til hún verður stór. Hún verður einhvern tima þarfur þegn, þessi efni- lega telpa, þegar hún hefur eignazt ákveðið heimili. Það er ég alveg viss um.” Tóti kinkaði kolli. Nú var kirkjan orðin full af fólki, og hann leit i kring um sig. Kertaljósin stóru á altarinu báru birtu töluvert niður eftir. Og nú sá hann, hvar Jón litli og foreldrar hans höfðu komið sér fyrir i kirkjunni, en þau höfðu einmitt orðið samferða ofan úr dal. Og þarna sat Berta og hinar telpurnar frá prestsetrinu, og á fremsta bekknum sat prestsfrúin með Gunnhildi litlu við hlið sér. Gunnhildur hallaði sér yfir hné móður sinnar og horfði til hliðar út i kirkjuna. Þá sá hún Tóta og horfði lengi til hans. Tóti virti hana lika lengi fyrir sér. Hún var svo fallega búin i dag, i svörtu pilsi og blárri blússu með hvitum kraga. Á höfðinu hafði hún litla, rauða húfu, sem var með bandi undir hökuna. Kertaljósin glömpuðu fagurlega i augum hennar. Allt I einu tók hann eftir þvi, að það var orðið svo hljótt i kirkjunni, og hann leit hræddur i kringum sig. Klukkurnar voru hættar að hringja. Presturinn var kominn upp i pre- dikunarstólinn. Hamingjan góða! Gat það hugsazt, að hann væri reiður af þvi að hann hafði horft svona á Gunnhildi? Nei, hann var vist alls ekki reiður. Nú horfði hann brosandi i kringum sig og kinkaði kolli. „Gleðileg jól, góðu vinir,” sagði hann. „Gleðileg jól”, svaraði fólkið i kirkjunni. Þvi næst las hann jólaguðspjallið, sem byrjar þannig: „En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústusi keisara að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Já — það var um hana Mariu, sem eignaðist litla drenginn sinn og lagði hann i jötu, — um f járhirðana og englana á Betlehemsvöllum og vitringana, sem komu frá Austurlöndum. Tóta geðjaðist vel að þessari sögu. íiann var viss um, að það hefði farið vel um drenginn i hálminum, þvi að þannig hvildist hann heima i rúminu sinu, og ekkert var eins gott og það að sofa i nýjum, ilmandi hálmi. Það eina, sem honum fannst erfitt að hugsa um, var asninn, þvi að hann vissi ekkert hvern- ig asni leit út. Hann hugsaði sér alltaf, að Maria væri á Brún og aðhún liktist mömmu, og að Jósef líkt- ist pabba. í rauninni var það mjög likt, þegar Maria og Jósef fóru frá Nasaret forðum til Betlehem, 0£ 23

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.