Heimilistíminn - 12.02.1978, Page 33

Heimilistíminn - 12.02.1978, Page 33
„Hvað getur verið að barninu?” hvislaði mamma. ,,Það er hræðslan,” svaraði amma. ,,Menn fara svona ef þeir verða mjög hræddir. Ég hef kynnzt þessu fyrr. Auk þess hefur hann vafa- laust hlaupið hraðar en hann þoldi eða þrekið leyfði”. „Heldurðu að það sé hættulegt?” spurði mamma. „Nei, alls ekki” sagði amma hughreystandi, — ,,hann þarf bara að hvila sig og honum þarf að vera vel hlýtt þá nær hann sér fljótt á ný. Vertu alveg róleg góða min.” ,,En hann er svo fölur,” hvislaði mamma áhyggjufull. „Taktu koddann hans dálitla stund þá streymir blóðið betur til höfuðsins,” sagði amma. Tóti rumskaði og varð var við að einhver tók koddann. Hann teygði vel úr sér og sofnaði aftur samstundis. Mamma og amma sátu hjá Tóta langt fram eftir nóttu. Maria litla var vel hress eins og ekkert hefði i skorizt. Hún hafði alls ekki gert sér grein fyrir þeirri hættu sem þau voru stödd i. Þetta hafði hins vegar reynzt ofraun fyrir Tóta, en var þó vonandi ekki hættulegt. Svefn hans var enn órólegur og sennilega dreymdi hann illa þvi að öðru hverju hljóðaði hann hátt og vildi fara fram úr rúminu. En mamma og amma sögðu hverju sinni að allt væri i bezta lagi. Samt endurtók hann þetta hvað eftir annað. Stundum kallaði hann lika á Mariu litlu og einu sinni tautaði hann töluvert um krumma. „Já, einmitt það,” sagði amma hugsandi — hann sá þá krumma karlinn lika...o,svi!” „Já vesalings krummi... ekki getur hann gert neitt að þessu”, sagði mamma. „Það er réttast að ég gefi honum Tóta litla ofurlitið af dropunum minum,” sagði amma ákveðin og kinkaði kolli. Hún gekk frá um stund og kom aftur með litla flösku sem i var dökkur vökvi. Hún hafði sjálf soðið þennan vökva úr ýmsum jurtategundum. Hún hafði lært það af móður sinni og móðir hennar hafði lært það af mömmu sinni og þannig hafði það vist gengið öldum saman þvi að enginn vissi hvaða kona hafði bruggað þennan drykk fyrst. Amma hellti nú þessum vökva i skeið og gaf Tóta. „Nú sofnar hann vært,” sagði hún. „Ertu viss um það?” hvislaði mamma. „Já, alveg viss,” sagði amma ibyggin, — þessir dropar bregðast aldrei. Og nú skalt þú lika fara að sofa góða min.” Mamma hlýddi strax þvi að hún var orðin mjög þreytt, klæddi sig úr og kom sér gætilega fyrir i rúminu við hliðina á Tóta. Hún var vak- andi um stund og horfði til gömlu konunnar sem enn var að dunda eitthvað. „En hvað það er gott að við höfum þig enn hjá okkur,” sagði hún þreytulega. „Þú hefur alltaf ráð undir hverju rifi.” „Þú ert nú alltaf að læra meira og meira blessunin min,” sagði amma brosandi. „Og þú mátt treysta þvi að innan skamms gef ég þér uppskriftina að dropunum minum. Og láttu þér ekki detta i hug að hér sé um neina galdra að ræða þvi að læknirinn okkar gamli notar þá lika.” „Notar hann þá lika?” spurði mamma undr- andi. „Já og hann lærði af mér að brugga þá,” svaraði amma og hló. Þvi næst faldi hún eldinn i hlóðunum og gekk til náða. Og innan skamms varð allt hljótt i Bárðarbæ. Þegar Tóti vaknaði morguninn eftir kenndi hann sér einskismeins. Þau hin höfðu þegar lokið morgunverði. Pabbi og afi voru við úti- störf og mamma var úti i fjósi að mjólka. En amma var inni að sinna morgunverkunum og kom nú til hans með mat og mjólk. Hann horfði spyrjandi til hennar. Var hún þá ekki heldur neitt reið vegna þess sem gerðist i gær? Nei, hún virtist hreint ekki vera það. Hún settist á hnall við rúmið og fór að prjóna. Eftir stundarkorn leit hún til hans og kinkaði kolli. „Þú varst mjög duglegur drengur i gær Tóti minn,” sagði hún. „Nei, nei... ég, ég... segðu ekki þetta amma,” stamaði Tóti. „Jú, vinur minn, litli, Bárður og Maria litla hafa sagt okkur hvernig þetta gerðist. Þú sazt hjá skemmunni og gættir þeirra á meðan þau voru að leika sér. En svo fór Bárður inn til að fá sér bita, mathákurinn sá arna, án þess að þú yrðir var við það, og þá hljóp Maria litla bak við fjósið og út i hliðina. Þú flýtir þér áreiðan- lega af fremsta megni, þegar þú gerðir þér grein fyrir þessu.” „Já, ég hef likalega reynt það, ... og... og þegar ég heyrði fyrstu skruðningana, var hún næstum þvi kommin að hlöðunni,” muldraði Tóti i barm sinn. Hann gat ekki sagt ömmu frá 33

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.