Heimilistíminn - 19.10.1978, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 19.10.1978, Blaðsíða 11
ustu. Skrifaö af þessum sem kallast (Mor- mone) G. Guömundsson.” Margt I ræöunni bendir til þess aö hann hafi Utdeilt henni og hún hafi gengiö meöal fólksinstil lestrar og umhugsunar. Ræöan er þrungin mælsku og kennimann- legum slagoröum llkt og algengt er hjá prestum enn þann dag I dag. HUn er því mjög lik ræöum presta almennt nema hvaö snertir sér sjónarmiö Mormónanna á vissum atriöum trUarinnar og var ein- göngu þeirra. Þaö er öruggt aö trUarbræörum Guð- mundar I Vestmannaeyjum hefur oröiö mikill styrkur aö þvi aö fá hann til Vest- mannaeyja og hefur hann haldiö guös- þjónusturmeöþeim.eflttrU þeirra og skil- greint margt af vandamálum trUar þeirra. Hann hefur predikaö hreint og klárt guðsorö af sannri kenningu og mælsku eins og fremst var krafizt af presti þeirrar aldar. Guömundur er talinn innkominn til Vestmannaeyja aö Þórlaugargeröi áriö 1852. Þá var orðin talsverö breyting I Vestmannaeyjum. Þangað var kominn nýr sýslumaöur Adolph Christian Bau- mann en hann varb aldrei reglulegur sýslumaöur, aðeins settur. Hann haföi hreppstjórapróf I lögum eins og fyrir- rennari hans. Um haustiö 1852 eða 18. september var skipaöur ábyrgðarkapelán i Vestmanna- eyjum séraBrynjólfur Jónssonog gramd- ist séra Jóni Austmann þaö mjög. Hann tók séra Brynjólfi mjög fálega eins og greinilegt er af bréfum hans. En séra Brynjólfur var mikill skapstillingar- maður og lét það hvergi á sig fá. 2 En vikjum nil að örlögum hjónanna I Kastala,Benedikts og Ragnhildar er skirö voru mormónaskirn I Beinsundi nóttina milli 26. og 27. mai 1851. Þau voru bæöi aö- flutt til Vestmannaeyja, hann úr Fljóts- hlið en hún Ur Meðallandi. Ragnhildur Stefánsdóttir var fædd 24. október 1817 á Hofi i öræfum. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Ólafsson og Ragnhildur Þorsteinsdóttir. HUn flytur meö móöur sinni Ut i Meðalland og er þar á ýmsum bæjum, unz hUn flytur til Vest- mannaeyja áriö 1839 en staönæmist þar ekki. HUn flytur aftur upp i Landeyjar aö Bakka i Austur-Landeyjum og er þar hjá foreldrum Lofts Jónssonar i Þórlaugar- gerði. Ariö 1841 ræðst hún til Eirlks bónda og smiös Hanssonar i Kirkjubæ i Vest- mannaeyjum. Þar kynnist hún manni sinum Benedikt Hannessyni. Þau giftust I Landakirkju 11. nóvember 1846, og fram- kvæmdi séra Jón Austmann vigsluna. Þau byrjuöu búskap i HólshUsi en bjuggu siöar i Gamla Kastala. Þau Benedikt og Ragnhiljur eignuöust fimm börnmeöan þau voru i Vestmanna- eyjum. Þau dóu öll ung. Heimild er til um það að þau hafi látið skiraeitt barna sinna mormónasklrn. Sé það rétt er sennilegt aö Guðmundur gullsmiður hafi gert þaö, og er liklegt að þaö hafi veriö skirt eftir aö það lézt. Þau Benedikt og Ragnhildur voru mjög ákveöin i trú sinni og ætlunum. Þau voru auövitað eins og aðrir áhangendur mor- mónskunnar mjög óánægð og gröm Ut af framkomu yfirvaldanna I Vestmannaeyj- um, þröngsýni þeirra og lögbrotum. Þau hafa fylgzt meö þvi sem var aö gerást I mormónahreyfingunni erlendis og oröiö áskynja um, aö æösta takmark mormóna er ekki fengu aö vera f friöi meö trU sina I heimalandi slnu var aö komast til Utha. Haustið 1852 lögöu þau af staö meö skipi til Kaupmannahafnar og var ferðinni heitiö til Vesturheims. Þetta er mjög þýðingarmikill atburður f íslenzkri sögu þvi meö brottför hjónanna I Gamla Kastala i Vestmannaeyjum haustiö 1852 var hafin brottflutningur Islendinga til Ameriku og varö þaö mikil blóötaka hjá islenzku þjóðinni áöur en 19. öldin varö öll. Þau náöu ekki til fyrirheitna landsins fyrr en áriö 1859 þaö er Ragnhildur , þvi Benedikt maður hennar dó á leiöinni vestur til Utha. Ragnhildur hefur örugg- lega orðið að þola miklar þrekraunir á ferð sinni vestur til Ameriku. Hún var ólétt og eignaðist dóttur á leiöinni 1. júli 18591 Omahaborgi Nebraska er hét Marla var fyrstkölluö Ragnhildur,var á lifi 1941. Sagt er aö ein af konum Brighams Young hafi lagt henni lið og stutt hana af ráðum og dáö eftir aö hún og dóttir hennar kom- ust til Utha. Dóttir Benedikts og Ragn hildar er fyrsti Islendingurinn sem fædd- ur er i Bandarikjunum siðan á miööldum svo vitað sé. Þau Benedikt og Ragnhildur i Gamla Kastala uröu brautryöjendur i Vestur- heimsferðum og leið ekki á löngu áöur en félagar þeirra i Vestmannaeyjum fetuðu I fótspor þeirra. 3 Árið 1852 virðist hafa verið fremur ró- legt hvað viövikur mormónskuna i Vest- mannaeyjum. Þeir voru aö búa sig undir nýja sókn og jafnframt aö gera upp fyrir fullt og allt mál sin við yfirvöld Vest- mannaeyja. En voriö 1853 veröa ný tiöindi i trú- boöinu I Vestmannaeyjum er veita hinni ungu trúarhreyfingunýjanþrótt ogáræöi. Þá kemur til Vestmannaeyja mormóna- prestur J.P. Lorentzen.járnsmiöur aö at- vinnu. Hann kom til Vestmannaeyja um Reykjavik og fór þegar á fund Guömund- ar gullsmiðs Guömundssonar I Þór- laugargeröi. Það er ekki vitaö nákvæm- , lega hvenær hann kom til Eyja. En af prestvigslubréfi Samúels Bjarnasonar má sjá aö hann hefur komið þangaö fyrir 19. júni 1853oghann var farinh Ur Eyjum 16. júli 1853. Hann hefur því dvaliö I Eyj- um kringum mánuö. Séra Brynjólfur Jónsson prestur I Vest- mannaeyjum ritaöi um mormónana I Þjóðólf 29. ágUst 1857 og segir svo: „Sumarið 1853 kemur hingaö frá Kaup- mannahöfn maöur nokkur danskur er nefndi sig J.P. Lorentzen járnsmiöur,en enginn vissi i fyrstu hvers erindis eöa hvaö hann var. „Hann fór þegar á fund Guömundar og grunaöi þá menn aö eitt- hvað væri i bigerð sem og bráöum sýndi sig, þar sem hann mun í sameiningu meö Guðmundi hafa skirt Loft Jónsson, Samúel Bjarnason frá Kirkjubæ og Magnús Bjarnason frá tómthúsi einu og vigt þessa þrjá til mormónapresta. Aö af- loknu þessu erindi fór þessi Utsendi öldungur héðan aftur og vita menn eigi meir um hann. Þess má geta aöáður haföi hann veriö á ýmsu trUarreiki fyrst lútherskur, reformertur svo baptisti og loks mormóni hvaö sem hann nU er oröinn. Nú var þó ekki orðiö prestlaust i Vestmannaeyjum.” Siöustu setningunni bætir prestur viö aö gamni þvi aö áöur haföi veriö kvartaö um prestleysi i Vest- mannaeyjum eftir aö prestaköllin tvö voru sameinuö I eitt áriö 1838 en einkum eftir aö séra Jón Austmann var orðinn aldurhniginn. Eins og af framangreindu sést hefur Lorentzen vigt þrjá presta i Vestmanna- eyjum mormónavigslu sumariö 1853 og þar meötryggt aö ekki yröi prestlaust hjá þeim. Guðmundur gullsmiöur fékk virðingarheitið præsident og er titlaöur svo I sálmaregistri Vestmannaeyjasókn- ar og hefur hann haft embætti eftir þvi veriö mest virtur af mormónunum i söfn- uöinum. En sjálfur kallaöi Lorentzen sig undsendt Ældste. Ariö 1853 varð þvi þýöingarmikiö fyrir Mormóna i Vestmannaeyjum og efldist söfnuður þeirra mikiö þaö ár. En jafn- hliöa voru mormónarnir einhuga i þvi aö láta sig hvergi fyrir yfirvöldunum og fara sömu leið og félagar þeirra hjónin Ragn- hildur Stefánsdóttir og Magnús Hannes- son. Þeir voru fullvissir um þaö aö þeir myndu ná heilu og höldnu tU fyrirheitna landsins handan hafsins I Vesturheimi þar sem stjórnaö var eftir trúarkenning- um þeirra og fólkiö uppskar af fullum verðleikum af ávexti trUar sinnar og verkum. 4 Af sálnaregistri eöa sóknarmannnatali I Vestmannaeyjum haustiö 1853,eru þessar athugasemdir gerðar viö mormónana en áður haföi presturinn ekki gert slikar at- hugasemdir viö þá nema Þórarinn Haf- liöason og Guömund gullsmið Guðmunds- son. 1. „Helga Jónsdóttir vinnukona 38 ára, vUdi ei yfirheyrast: Mormónsk.” HUn varö siöar kona Þóröar Diörikssonar mormóna. n

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.