Heimilistíminn - 19.10.1978, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 19.10.1978, Blaðsíða 4
ABBAselstiangtum beturen Andy Gibb og Oiivia Newton-John, sem eru hér i miðj- unni en þessi sex komu fram I ABC sjón- varpsþætti siðastliðib vor. Um ABBA eru engar sögur sagðar. bau hafa ekki drukkið sig full á almannafæri og gert eitthvaö af sér, svo sögur fari af og ekki hafa þau heldur verið sökuð um að neyta eiturlyfja. Það er allt i lagi á hótelunum, þar sem þau gista og þau haga sér i einu og öllu eins og mesta sæmdarfólk. — Við þurfum ekkiaðhaga okkur eins og rokkaðdáendurnir vilja og drekka okkur full, segir hinn skeggjaöi Benny. — Við erum fullorðið fólk. Mesta hneykslið sem sögur fara af var þegar Agnetha, sem er þeirra bráðlyndust.greip einu sinni sild og kastaði henni þvert yfir herbergið framan i manninn sinn Björn. Á fimm árum hafa þau i ABBA selt samtals 53 milljónir platna og fengið i laun (þar með taliö fyrir segulbönd, en ekki fyrir hljómleika eða sjónvarpsþætti) um 300 milljónir dollara. Þegar ABBA hélt tónleika i London hefði verið hægt að selja 3.5 .milljónir miöa en tónleikahöllin tók ekki nema 6200 manns i sæti. Þá hefur veriö reiknað út að ein af hverjum fjórum fjölskyldum i Astrallu hafi keypt sér ABBA plötu á slöasta ári. ABBA-æðið tak- markast ekki við þaö sem sumir kalla hinn frjálsa heim. Þannig náöi platan með Money, Money, Money (It’s a Rich Man’s World) miklum vinsældum I Sovétrikjun- um og komst á lista yfir 10 vinsælustu plöturnar. Eftirspurnin eftir ABBA-plöt- um i Austur-Evrópulöndunum er svo mik- il að rikin hafa ekki nægilega mikiö af vestrænum gjaldmiðli til þess aö greiöa fyrir þær. Þess vegna var sú leið valin aö ABBA-plötur kæmu inn i vöruskipta- samninga og eru þær nú seldar fyrir oliu, niðursoöið kjöt og grænmeti. ABBA sló i gegn árið 1974 með þvi aö fara meö sigur af hólmi I Evrópu-söngva- Fáir hafa náð jafnmiklum vinsældum um allan heim og sænski sönghópurinn ABBA. Þau fjögur, sem nefna sig ABBA hafa meira að segja náð meiri alþjóðlegri útbreiðslu en hinn þekkti sænski bill Volvo og plötur þeirra seljast meira en plötur nokkurra annarra. 1 Bandarikjunum hef- ur ABBA ekki náð eins miklum vinsæld- um og viðast annars staðar. Þó hafa plöturnar Dancing Queen og Take á Chance on Me vakiö athygli og ABBA hefur lika komið fram og vakið hrifningu I nokkrum sjónvarpsþáttum. En samt hafa Bandarikjamenn ekki algjöriega sætt sig við ABBA eins og allir aðrir hafa gert i þess orðs fyllstu merkingu. ABBA er sett saman úr fyrstu bók- stöfunum i nafni fjórmenninganna og þau skrifa ABBA meö stórum staf til þess aö þeim sé ekki ruglað saman við vinsæla sænska fiskniðursuðu. Benny Anderson.sá sem leikur á tón- borðið er 31 árs og hann og söngkonan Anni-Frid Lyngstad sem er 32 ára,hafa búiö saman i óvigðri sambúð, þvi sem Bandarikjamenn kalla „Stokkhólms- hjónabandi”, undanfarin 10 ár. Gitarieik- arinn og lagasmiðurinn Björn Ulvaeus, sem er 33 ára og söngkonan og kynbomb- an Agnetha Faltskog sem er 28 ára hafa veriö löglega gift frá þvi áriö 1971. Frida Lyngstad og Benny Anderson ræö- ast við hjá bllnum sinum. LIF ABBA ER EINN SÆLU- DRAUMUR 4

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.