Heimilistíminn - 19.10.1978, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 19.10.1978, Blaðsíða 24
— Hugsaðu þér bara ef ég hefði misst þig, hvislaði hann. — Ef ég hefði nú aldrei fengið að sjá þig aftur og ekki fengið að sitja hér með þér núna... Hann hafði farið i burtu aftur i það skiptið án þess að ég fengi að sjá hann. Þegar ég varð heilbrigð á nýjan leik fór ég smátt og smátt að fara aftur i veizlur og á dansleiki — fór að lifa eðlilegu lifi fyrir stúlku á minum aldri. Aðrir ungir menn fóru lika að veita mér eftirtekt. Elizabeth frænka hafði tekið vel á móti þeim látið Rose bera fram te i setustofunni og sjálf hafði hún svo dregið sig i hlé og farið yfir i næsta herbergi, en látið hurðina standa I hálfa gátt. Mér hafði þótt leiðinlegt að sjá og finna hvernig henni var innanbrjósts og einnig fann ég til sektar, en ekki hafði ég þó breytzt. 1 hvert skipti sem ég sótti póstinn barðist hjartað i brjósti mér við tilhugsunina um að ef til vill væri nú komið bréf frá Steven. —Þúskrifaðir aldrei sagði ég hálfhátt. — Ég þurfti að lesa um það i blöðunum, að skipið hefði strandað við Ástrallu. Þú skilur kannski að ég hafði næstum misst alla von, þegar mér varð hugsað til þess, hversu marga mánuði það myndi taka þig að komast aftur til Ameríku. — Nei, ég skrifaði ekki, sagði hann. — Ég var hræddur um að það yrði til þess að þið frænkurnar mynduð rifast en ég skrifaði þér óteljandi bréf i huganum. Ég hugsaði svo mikið og sterkt til þin að stundum fannst mér við enn vera saman. Hann hafði talað við sjálfan sig endalaust, rétt eins og ég hafði gert, og fundið til sömu til- finningarinnar um návist mina, einsog ég hafði gert, þegar ég lá vakandi á nóttunni og byggði loftkastala um það hvernig allt yrði, þegar við hittumst á ný. Þegar það svo gerðist, var það dag einn, sem ég, þótt undarlegt megi virðast hafði alls ekki hugsað til hans.Ég hafði farið út i kirkjugarðinn til þess að leggja blóm á leiði afa mins og hafði staldrað þar við um stund. Ég gekk eftir götunum milli leiðanna og las áletranirnar á steinunum. Allt I einu fann ég að einhver stóð skammt frá mér á götunni. Hjartað kipptist til og ég gat næstum ekki dregið andann, þegar mér varð ljóst að þetta var Steven. Við vorum ein i kirkjugarðinum. Það var heldur enginn á gangstéttinni fyrir ut- an kirkjugarðshliðið. Við horfðum hvort á annað i mildri september-sólinni og ég vissi, að i andliti minu mátti lesa áömu tilfinningarnar og ég las i andliti hans, tilfinningar, sem við Z4 höfðum aldrei talað um upphátt. Við gengum i áttina hvort til annars og hann tók i höndina á mér og leiddi mig að stóru pilviðartré. 1 skugga greinanna tók hann mig i faðm sér og þegar ég fann hlýjar varir hans á minum var eins og ég vaknaði til nýs lifs. Það var þá sem við vissum, að ekki var hægt að snúa við, og þá vissum við að við myndum giftast. Og ég sagði já. Það var þessi fundur okkar, sem hafði orðið til þess að Elizabeth frænka hafði ákveðið að ég skyldi fara að heimsækja Prue frænku. — Maður giftir sig ekki aðeins þeim sem maður elskar, heldur líka fjölskyldunni hans... Allt i einu fór hrollur um mig, eins og kaldur vindur utan af hafinu hefði náð inn til okkar I hlýjuna i klefanum. Það var eins og skuggi félli á hátiðlegt veizluborðið. Ég reyndi að hrista af mér þessa óþægilegu tilfinningu, hræðslu- blandinn óróleika. Nei, ég myndi aldrei búa i þessu drungalega húsi sem var umvafið illum orðrómi, ég myndi ekki búa þar með Steven og fjölskyldu hans. Efraim Fonsell,faðir Stevens sem eitt sinn hafði verið meðal rikustu manna á austanverðu Long Island var nú drykkju- maður og skuldunum vafinn. Jason Fonsell var hálfbróðir Stevens, sonur konu, sem Efraim hafði komið með með sér frá gullnámunum I Kaliforníu en siðan rekið á dyr, þegar hann kvæntist hinni fallegu óhamingjusömu Júliu, sem siðan ól honum Steven og systur hans Rut:... Jiíliu móðir Stevens hafði eftir þvi sem fólk sagði verið misþyrmt, þar til hún dó og það hafði ekki einhver óþekktur maður gert, heldur engin annar en faðir StevenS/þótt krufningar- vottorðið segði annað... Nei, þarna myndi ég aldrei geta búið! Ég fann að Steven tók i hönd mér. — Hvað ertu að hugsa um ástin min? Blá augun virtust dekkri vegna furðusvipsins. Nú höfum við hvort annað. Ertu óróleg út af þvi hvað frænka þin á eftir að segja? — Nei,flýtti ég mér að segja. — Ég verð hjá Prue frænku i mánuð eins og ég lofaði og Elizabeth frænka sagði sjálf, að yrðu til- finningar minar hinar sömu, þegar ég kæmi til baka myndum við tala um þetta allt aftur. Steven ég er þó nitján ára! Það vottaði fyrir hláturviprum i munnvikj- um hans, þegar hann skálaði fyrir þessum virðulega aldri. Úr augnaráðinu las ég svo sterka þrá að ég leit rugluð undan. — Irene? Hann hvislaði nafn mitt svo það tæpast heyrðist og ég fann hvernig blóðið streymdi fram i kinnarnar. Ekkert nema

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.