Heimilistíminn - 19.10.1978, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 19.10.1978, Blaðsíða 32
24 Sagan um Tóta og systkin hans handa drengjunum. Þarna var líka stórt býli, sem leigði hesta, vagna og ökumenn til ferða- laga á langleiðum. í hesthúsinu voru margir góðir gripir, og á loftinu stóra, sem var yfir þvi, voru herbergi fyrir flesta ökumennina. Að sjálfsögðu voru flestir ferðamennirnir i veitingahúsinu. Þar var oftast mikill sægur af margs konar fólki, sem átti leið þama um, og vildi gjarna fá sér hressingu eða gista. Sumir höfðu aðeins tima til að stanza stutta stund. Þeir skiptu um hesta og vagna á túninu og flýttu sér siðan af stað. En flestir kusu að gista, og hótelstjórinn reyndi, eftir beztu getu, að koma öllum fyrir. Erfiðast reyndist fyrir prest nokkurn og frú hans að fá húsaskjól. Þau voru i hópi þeirra, sem siðast komu, og höfðu með sér marga krakka, tæpast færri en tiu. Þeir minnstu voru orðnir sárþrevttir, héngu i pilsum mömmu sinnar og vældu og voluðu. Hótelstjórinn hafði ekki önnur úrræði en að spyrja pabba, hvort sum af börnunum gætu ekki fengið að sofa i herbergi drengjanna. „Það er alveg sjálfsagt”, sagði pabbi. 1 þvi herbergi voru fjórar breiðar kojur, fjórum börnunum var komið fyrir til fóta i tveimur þeirra, og sofnuðu þau samstundis. En drengirnir voru svo vel vakandi, að þeir gátu ekki farið að sofa strax. Þegar þeir höfðu lokið við að borða, flýttu þeir sér út á tún til þess að fylgjast með þvi, hvort fleiri gesti bæri ekki þar að garði. Og þeir þurftu ekki að biða lengi. Þegar þeir litu út á veginn, sáu þeir ákaflega skrautlegan vagn, litinn lokaðan vagn, með 32 furðulegasta flúri og skrauti. Innan við gul, gagnsæ silkitjöldin sat ung, fölleit stúlka fagurlega búin. Á eftir litla vagninum komu tveir miklu stærri vagnar, sem tveir ökumenn stjórnuðu. Auk þeirra voru svo með þeim þrjár konur, sem vafalaust voru vinnukonur þessar- ar hefðarmeyjar. Strax og litli vagninn hafði numið staðar framan við veitingahúsið, vatt ökumaðurinn sér léttilega úr sætinu og opnaði vagndyrnar, og hótelstjórinn kom sjálfur hlaupandi til að taka á móti gestunum. En unga, fölleita stúlkan virtist hreint ekki vera glöð, þó að hún ferðaðist með slikri reisn. Hún sagði ekkert einasta orð, og leit hvorki til hægri né vinstri, gekk aðeins á eftir hótelstjór- anum inn i gistihúsið, upp til herbergja sinna, i fylgd með þjónustuliði sinu. Að þvi búníi varð enginn var við hana. Bárður glápti á eftir henni, afar undrandi. „En hvað hún var fallega búin og fyrirmann- leg”, sagði hann. „Hvar skyldu þau öll geta jfengið húsnæði?” „Hún hefur áreiðanlega pantað herbergi með fyrirvara”, sagði Jón. „Þetta hlýtur að vera einhver hefðarfrú”. „Það er nú frúin okkar lika”, sagði Bárður drýgindalega, — „en hún er miklu glaðari og ánægðari. „Ef til vill er hún veik”, sagði Tóti. „Hver veit, nema hún sé að fara til einhvers, sem hún kviðir fyrir að hitta”, sagði Bárður hugsandi og horfði út i bláinn. Tóti sá að hann var þegar farinn að setja saman eitthvert ævintýri um þessa sérstæðu konu. Eitt var vist, — það var eitthvað dularfullt við hana. Og þeir hugsuðu allir sitt af hverju, á meðan þeir fylgdust með þvi, gegnum opnar dyrnar, að þjónustuliðið var sifellt á þönum upp stígann, með mat og margt annað handa konunni. Hún vildi vist áreiðanlega borða ein. „Munduð þið vilja vera svona rikir?” spurði Jón eftir stundarkorn. „Ég veit það hreint ekki”, sagði Tóti. „Það litur ekki út fyrir, að það hafi neitt gildi, ef menn eru sifellt óánægðir”. „Nei, þá vil ég heldur sitja i vagninum okkar og vera glaður og ánægður”, sagði Bárður. Ög Tóti og Jón voru honum báðir innilega sammála.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.